Vikan


Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 33

Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 33
dóttur hennar var, jafnvel í upphafi rannsókna okkar, eng- inn vafi á því, að morS hafði verið framið. Hugmyndin um sjálfsmorð var strax útilokuð. í þessu máli erum við líka lausir, í upphafi, við allan grun um sjálfsmorð. Líkið, sem fannst við Barriére du Roule, fannst við þær aðstæður, að við erum ekki í neinum vanda með þetta mikilvæga atriði. En þess hefur verið getið til, að líkið, sem fannst, væri ekki af Maríu Rog- et, en fyrir sakfellingu árásar- manns eða árásarmanna henn- ar er laununum heitið, og samn- ingur okkar við lögreglustjór- ann er eingöngu bundinn við hann eða þá. Við þekkjum báð- ir þennan heiðursmann vel. Það dugar ekki að treysta honum of vel. Ef við byrjum rannsóknir okkar með fundi líksins og reynum síðan að komast á slóð morðingjans, komumst við samt að því, að þetta lík er af ein- hverjum öðrum einstaklingi en Maríu; eða ef við byrjum með hina lifandi Maríu, finnum við hana, án þess að hún hafi orðið fyrir árás — í báðum tilvikun- um missum við starf okkar; þar sem það er herra G—, sem við þurfum að eiga skipti við. í þágu sjálfra okkar, en ef til vill ekki í þágu réttvísinnar, er það því óhjákvæmilegt, að fyrsta skref okkar sé að staðfesta, að líkið sé raunverulega af þeirri Maríu Roget, sem saknað er. Röksemdir Stjörnunnar hafa verið mikilvægar í augum al- mennings; og það, að blaðið er sjálft sannfært um mikilvægi þeirra, má sjá á því, hvernig það byrjar eina af greinum sín- um um málið — „Allmörg af morgunblöðum samtímans," segir blaðið „tala um hinn ó- hrekjandi málflutning í mánu- dagsgrein Stjörnunnar.“ Mér virðist, að hið eina, sem óhrekj- andi er í þessari grein, sé ákafi þess, sem ritar hana. Við ættum að hafa í huga, að yfirleitt er það fremur markmið dagblaða okkar að skapa æsing — að gera mikið úr hlutunum — en að styðja málstað sannleikans. Síð- arnefnda markmiðinu er aðeins þjónað, þegar það virðist vera samfara hinu fyrnefnda. Dag- blað, sem aðeins túlkar hinar venjulegu skoðanir (hversu vel sem þær kunna að vera grund- vallaðar), ávinnur sér enga til- trú hjá múgnum. Langflest fólk lítur á þann einan sem djúp- vitran, sem kemur fram með bragSmiklar mótsagnir hinna almennu hugmynda. Þegar um röksemdaleiðslur er að ræða, engu síður en í bókmenntum, eru það kjarnyröin, sem njóta Framháld á bls. 39. 6. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.