Vikan


Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 12

Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 12
SMÁSAGA EFTIR TOVE JANSSON HJAGUÐI SKRIFAÐ Það nægði henni að vita að hann var til. Þessvegna heimsótti hún hann ekki, en gekk þeim mun oftar framhjá glugganum hans. En dag nokkurn skrifaði hún honum bréf... Það var snemma vors. Stund- um á kvöldin stóð hún og horfði uppí gluggann hjá hon- um; gluggatjöldin voru blá og ljósið handan þeirra mjög dauft. Þótt ekki væri ljós í herberginu gekk hún ekki rak- leiðis framhjá, heldur staldr- aði við og virti gluggann fyrir sér á sama hátt og venjulega. Hún vonaði ekki, dáði hann að- eins. Ópersónulegur eyðileiki götunnar, kuldinn og það hve langt var heim var einnig fram- lag af hennar hálfu, honum veitt í heiðursskyni. Hann hafði aldrei séð hana. Hún límdi inn allt, sem kom um hann í blöð- unum og grét af reiði ef það var ekki lof. Myndirnar voru oft óskýrar og gerðu honum lítil skil. Bækur hans voru allt- af um ást. Hún var stolt fyrir hans hönd fyrir að hann þorði að skrifa eins og hann gerði, án þess að láta hið minnsta undan duttlungum nýrra tíma. Hann vissi að þrá og feimni og draumur er innsta eðli ástar- innar og að á þessu hefur hún einkarétt, jafnframt óþrjótandi langlundargeði til að bíða og fyrirgefa. Hann hafði sent frá sér bók næstum árlega og hún átti þær allar, líka fyrstu æsku- verk hans. Hún skrifaði honum ekki. Það veitti henni leynda yfirburði og möguleika á að halda áfram að elska, líkt og í draumi, ákveðið og af sívaxandi reynslu. Ástarhættir hennar áttu ekk- ert skylt við ómerkilega von um að eftir henni yrði tekið. Hún gat til dæmis flett upp á númerinu hans í símaskránni og horft á það unz augu henn- ar fylltust af tárum, og hún styrktist stöðugt í því þögla þolgæði, sem er virðing og stolt konunnar. Hún hafði ekki verið kona mjög lengi. Snjórinn fór að bráðna og hann gaf út sina dásamlegustu bók til þessa, og bókin fékk mjög slæma gagnrýni. Skrif gagnrýnendanna voru svo hræðileg að hún gat ekki hugs- að sér að líma þau inn, hún brenndi þau og grét. Þetta var í aprílbyrjun og næstu vikurn- ar breyttist eitthvað í sam- bandi þeirra. Hún fór smátt og smátt að trúa því að hann þarfnaðist hennar, fyrst hik- andi en síðan algerlega sann- færð. Hún skildi hann, lifði eftir bókunum hans og allt. sem hann sagði var bergmál af því sem hún hafði sjálf fund- ið, álíka og þau hefðu kallazt á. Hún skrifaði honum. Bréfið var þurrt og formlegt og næst- um án lýsingarorða. Hún til- kynnti honum að hún teldi síð- ustu gagnrýnina, sem hann hafði fengið, ósanngjarna, hún útskýrði hógværlega og stirð- busalega hvers virði bækur hans væru henni og lét heim- ilisfangið ekki fylgja. Það sýndi furðumikla kænsku miðað við aldur. Hann fær bréf í þús- undatali, hugsaði hún, og stolt hennar var fyrir hönd þeirra heggja; hún vildi ekki verða bréf sem svarað var. Hún vildi vera sú óþekkta, sem hann gæti ekki látið vera að hugsa til. Þegar hún hafði póstlagt bréfið létti henni svo mjög að hana langaði til að stökkva og hoppa, hún hljóp inn í garð- inn og þaut fram og aftur milli trjánna, þar sem enginn gat séð hana, hún bjó með fætin um til skurð í blautan snjóinn fyrir leysingarvatnið og gróf í sandinn með höndunum. f marga daga hugsaði. hún ekki um hann og gekk aldrei framhjá glugganum hans. Það var næstum eins og að svíkja hann, þótt í smáum mæli væri að vísu, og að lokum tók hún að lesa bækurnar eftir hann upp aftur svo sem til að votta honum tryggð, og byrjaði á þeim fyrstu. í þeim öllum hrærðust karlmaðurinn og kon- an í tilbiðjandi óframfærni hvort í kringum annað, nálg- uðust hvort annað á hundruð- um blaðsíðna unz að lokum kom að sameiningunni, sem al- drei var lýst. Nótt eina vaknaði hún með andköfum af hræðslu og vissi allt í einu að hún hafði beðið of lengi, hann hafði gleymt henni. Hún fór á fætur og skrif- aði honum annað bréf, grát- bað hann um að hætta ekki listsköpun sinni, þrátt fyrir allt. Það skiptir engu máli hvað þeir skrifa, skrifaði hún, álit þeirra hefur ekki minnstu þýðingu, þeir skilja ekkert. Þeir skilja ekki að einmitt nú, þegar ástin er lítilsvirt og bor- in á torg og án allrar dulúðar, þá þarf mikið hugrekki til að þora að verja hreinleika henn- ar. Hún reyndi að útskýra að hann gerði musteri úr því, sem annars væri orðið að líffæra- fræði einungis, en það kom svo undarlega út að hún strikaði yfir það og skrifaði bréfið upp á nýtt. Og að lokum gaf hún honum upp heimilisfang sitt, skrifaði það með örsmáum bók- stöfum neðst á örkina. Hún hljóp út að póstkassanum á horninu, dokaði við og horfði á hann, rifan var hálfopin og líktist munni sem vildi bíta. Hún hikaði, en flýtti sér svo að stinga bréfinu inn um rif- una, sem síðan small aftur. Og samstundis gerði hún sér ljóst af ótilgerðri einlægni að hún hafði gefið sig hugsanlegum vonbrigðum á vald. Hann svaraði undireins. Hann gerði það reyndar tafarlaust og hún fékk aldrei tíma til að búa sig undir og bíða, þarna var bréfið, það iá á mottunni í forstofunni og var frá hon- um. Hún hafði gert sér í hug- arlund að ef hann skrifaði, ef hann virkilega gerði það ein- hvern tíma þegar hann hefði tíma til eða væri upplagður til 12 VIKAN 6. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.