Vikan


Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 44

Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 44
AMERÍSK VATNSNUDD ÞÝZKT VATNSNUDD HANDNUDD MARGAR TEGUNDIR LJÓSLAMPA MARGAR TEGUNDIR RAFMAGNSNUDD RIMLAÆFINGAR halda áfram, eins og spurning- unni um samsemd væri svarað þannig, að við værum fyllilega ánægðir“. „Og hvað,“ spurði ég nú, „álít- ur þú um skoðanir Viðskipta- blaðsins?" „Að andi þeirra sé þannig, að þær séu langtum athyglisverð- ari en nokkrar aðrar skoðanir, sem settar hafa verið fram um málið. Ályktanirnar frá því, sem talið er vitað, eru heimspeki- legar og skarplegar; en það, sem talið er vitað, er í tveim til- vikum, að minnsta kosti, grund- vallað á ófullkominni athugun. Viðskiptablaðið vill láta á sér skilja, að María hafi verið grip- in af einhverjum þorparaflokki ekki langt frá húsi móður henn- ar. „Það er ómögulegt“, segir blaðið með áherzlu, „að kven- maður, sem þúsundir manna þekktu eins vel og þessa ungu konu, hafi farið fram hjá þrem húsaröðum, án þess að einhver hefði séð hana“. Þetta er hug- mynd manns, sem hefur lengi búið í París — og sem er þekkt- ur maður — og göngur þessa manns um borgina háfa að mestu takmarkast við nágrenni hinna opinberu skrifstofa. Hon- um er Ijóst, að hann fer sjaldan svo langt frá sinni eigin skrif- stofu sem fram hjá tólf húsa- röðum, án þess að einhver þekki hann og ávarpi hann. Og þar sem hann veit, hve marga menn hann þekkir persónulega, og hve margir þekkja hann, ber hann saman kunnleika sinn og kunnleika afgreiðslustúlkunnar, Velkomin í nuddstofuna SAUNA NUDDSTOFAN ER OPIN: FYRIR KONUR: þriðjudaga kl. miðvikudaga kl. fimmtudaga kl. föstudaga kl. FYRIR KARLA: mánudaga kl. þriðjudaga kl. miðvikudaga kl. miðvikudaga kl. fimmtudaga kl. föstudaga kl. laugardaga kl. sunnudaga kl. 13.00-20.0G 12.00-17.00 13.00-20.00 9.00-15.00 8.00-20.00 8.00-12.00 8.00-12.0C 18.00-21.00 8.00-12.0C 16.00-20.0C 8.00-17.0C 8.00-12.00 PANTANIR í NUDDI í SÍMA 24077 sér ekki verulegan mun þar á, og dregur strax þá ályktun, að þegar hún gekk um göturnar, hafi eins mikil líkindi verið til þess, að einhver bæri kennsl á hana, og að einhver kannaðist við hann, þegar hann var á gangi. Þetta gæti aðeins verið þannig, ef göngur hennar hefðu verið eins óbreytanlegar og venjubundnar, og innan sama hluta takmarkaðs svæðis og göngur hans eru. Hann gengur fram og til baka, með reglulegu millibili, innan takmarkaðs svæðis, þar sem er fjöldi ein- - staklinga, sem hljóta að taka eftir honum vegna áhuga á hinu svipaða eðli starfs hans og starfs þeirra sjálfra. En almennt má gera ráð fyrir, að göngur Maríu hafi verið á stóru svæði. f þessu sérstaka tilviki má það teljast líklegast, að hún hafi farið leið, sem var óvenjulega frábrugðin hinum venjulegu gönguleiðum hennar. Samlíkingin, sem við hugsum okkur, að Viðskipta- blaðið hafi haft í huga, ætti því aðeins við, að þessir tveir ein- staklingar hefðu farið gegnum alla borgina. Ef við í þessu til- viki gerum ráð fyrir, að þau hafi bæði átt jafnmarga kunn- ingja, væru líka jafnmikil lík- indi til þess, að sama tala kunn- ingja hefðu rekizt á þau. Fyrir mitt leyti mundi ég telja það ekki aðeins mögulegt, heldur miklu meira en líklegt, að María hefði getað haldið áfram göngu sinni, á hvaða tiltekinni stund sem vera skal, eftir hverri sem er af hinum mörgu mögulegu leiðum milli sins eigin bústaðar og bústaðar frænku sinnar, án þess að mæta einum einasta manni, sem hún þekkti, eða sem þekkti hana. Þegar við virðum fyrir okkur þessa spurningu í sínu fulla og rétta ljósi, verðum við stöðugt að hafa í huga þann mikla stærðarmun, sem er á kunningjahóþi jafnvel hins kunnasta einstaklings í París og öllum íbúafjölda Parísar- borgar sjálfrar. Framhald í nœsta blaði. KONA UM BORÐ Framhald af bls. 22. ur mínar. Það var svo mikil viðkvæmni og hlýja í þessu lát- bragði hans, að ég fékk tár í augun. — Ross er meiddur, sagði hann, — það getur hver maður séð. Láttu hann í friði, Hektor! En mér tókst að komast á fætur. — Hvar er Jacky? spurði ég. — Hún varð kyrr hjá þessum Jonathan, sagði Querol. — Þessi fjandans köttur hefir ekki kom- ið í leitirnar ennþá. En ég held hún sé ekki í beinni hættu. Hinn maðurinn, Leigh, er með þeim. Ó, ljúfi guð ... Ég náði í dag- blaðssíðuna og sýndi honum frásögnina um Leigh og Fred. Drengurinn las líka yfir öxl hans. Ég sá svip Querols breyt- ast við lesturinn, frá því að vera tortrygginn og undrandi varð svipur hans harður og kaldur. — Komið! öskraði hann og óð áfram inn á eyjuna. — Við verðum að finna Jacky strax. Þú verður að gefa okkur ein- hverjar skýringar á leiðinni, Ross! Ég varð að hafa mig allan við að fylgja þeim eftir. Hann tók sí og æ fram í fyrir mér með óþolinmóðum spurningum og reiðilegum athugasemdum. — Hvaða erindi áttir þú um borð í Yabbie? Hvað átti það að þýða? — Ég ætlaði að reyna að senda neyðarkall gegnum tal- stöðina. Jonathan átti þá uppá- stungu. — Jonathan? Þú hlýtur að vera brjálaður. Hversvegna komstu ekki heldur til mín? — Ég reyndi það, en fann þig ekki. — Þú hefðir átt að halda leitinni áfram, tók hann fram í fyrir mér. — Þá hefði þetta aldrei skeð! En hvað skeði svo? Þú heldur að Fred hafi heyrt á tal ykkar Jonathans. Sagði Fred Leigh frá því áður en hann elti þig? Nei, það veiztu auðvitað ekki. Við vitum sem sé ekki hvort Leigh Rowan veit að við erum búnir að komast að sannleikanum um hann. Haltu áfram! Hvað gerðirðu svo? Eg sagði honum frá hinum árangurslausu tili-aunum mín- um með talstöðina. Querol fuss- aði og sveiaði. — Hvert barn getur gert það! — Ég heyrði samtöl milli báta, en gat ekki fengið neinn til að svara mér. Ég veit ekki hversvegna. — Þú hafðir gleymt að þrýsta á hljóðnemahnappinn, þegar þú talaðir. Þetta var þá svo einfalt, jafn- vel svo einfalt að hvert barn hefði getað gert það — En hvernig gat Fred kom- ið þér frá borði? spurði Querol. — Þú ert hraustur maður. Þú hefðir átt að ráða við hann. Eg sagði honum alla söguna og Querol varð hljóður um stund. — Það hlýtur þá að vera Fred, sem fór burt á Yabbie, sagði hann svo. — Hann hefir orðið hræddur og stungið fé- laga sinn af. Hann hefir haldið að þú hafir varað strandgæzl- una við. Hann þagnaði aftur, en sagði svo: — Nú skil ég hversvegna Jonathan var svona undarlegur, þegar við hittum hann. Hann vissi að Leigh myndi skjóta hann, ef hann ljóstraði upp um hann. Hann Framhald á bls. 47. 44 VIKAN 6. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.