Vikan


Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 7

Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 7
Ing-Britt Karlsson er 45 ára og býr rétt fyrir utan Gauta- borg. Hún man ýmislegt frá fyrra tilverustigi og það hefur hún gert frá því hún var korn- ung, en ekki haft kjark til að tala um það við aðra. Sérstakt atvik varð til þess að hún segir frá því nú. í maí síðastliðið ár var hún stödd um hríð í Mullsjö. Um sama leyti var maður að nafni Artur Andersson einnig staddur þar. Dag nokkurn atvikaðist það þannig að þau sátu saman. Andersson talaði bergslags- mállýzku, sem var honum eig- inleg. Allt í einu heyrði hann að frú Karlsson hermdi eftir honum. Hann varð dálítið ergi- legur, sneri sér að henni og sagðist vera frá Bergslagen og að honum væri leyfilegt að tala sína mállýzku eins og aðr- ir. Frú Karlsson varð leið yfir þessum misskilningi og svo hrökk út úr henni: — Ég er alls ekki að herma eftir yður. En þannig er mál með vexti að ég hef búið í Sala á fyrra tilverustigi. Þess vegna tala ég stundum berg- slagsmállýzku. Artur Andersson hafði mik- inn áhuga á parasálfræði og hafði í nokkur ár verið for- maður í sálarrannsóknafélagi í Grangesberg. Hann gleymdi strax ergelsi sínu og fékk frú Karlsson til að segja sér frá þessu. Þetta var í fyrsta sinn, sem hún talaði um þetta við ókunnuga. í fyrstu var hún dá- lítið hikandi, en fljótlega hvarf henni allt hik og hún varð áköf i frásögn sinni. Að lokum var hún búin að segja honum alla söguna og ekki nóg með það, hún gaf honum líka leyfi til að birta söguna. HÚN UPPLIFÐI DAUÐANN Frú Karlsson býr í útjaðri Gautaborgar, með eiginmanni sínum og þrem börnum. Hún vinnur úti, en á vinnustað veit enginn um hagi hennar eða þessa lífsreynslu. — Nei, ég hef aldrei sagt öðrum frá þessu, segir hún. — Að sjálfsögðu veit maðurinn minn um það, og hann stríðir mér jafnvel svolítið með því. Hefði ég ekki verið hrædd um að móðga Artur Andersson, hefði ég ekki heldur sagt hon- um frá þessu. Þetta kom eig- inlega ósjálfrátt og áður en varði var ég búin að segja hon- um alla söguna. Mér var held- ur ekki ljóst hvort ég vildi að annað fólk fengi innsýn í þessa furðulegu lífsreynslu mína. En síðar hef ég fengið gott tæki- færi til að hugsa málið og ég er komin á þá skoðun að rétt sé að segja frá þvi. Hvað mig snertir, hef ég sannanir fyrir því að allt sem ég segi er rétt. Ég hef lifað dauðann. Ég hef jafnvel fundið gröf mína og gróðursett blóm á mitt eigið leiði. Frú Karlsson talar hægt og rólega og hún hefur mjög þægilega rödd. Skollitað hár hennar er eilítið farið að grána. Hún virðist vera elskuleg og ljúf manneskja. — É'g var mjög ung, þegar ég fór að „sjá“ ýmislegt, segir hún. Það fyrsta í þá veru var þegar ég var að leika mér með bróður minum í skógin- um, þá kom ég skyndilega auga á litla hrúgu af silfurkúlum. Ég hljóp til að ná í bróður minn, en þegar við komum á staðinn voru þær horfnar. Það var ekki fyrr en löngu síðar að mér varð ljóst að þetta átti eitthvað skylt við endurholdg- un mína. ÉG SÁ MÍNA EIGIN JARÐARFÖR — Ég hugsaði ekki mikið út í það sem ég „sá“ á æsku- og unglingsárum mínum, vegna þess að ég hélt að þetta væri ósköp venjulegt og að annað fólk sæi þetta líka. En þegar ég var tuttugu og þriggja ára, sá ég mjög greinilega sýn. Ég sá mína eigin jarðarför! Ég stóð á lítilli hæð og hallaði mér upp að tré. Rétt hjá mér var annað tré og ég hafði á til- finningunni að ég væri mjög ung. Ég sá að það var verið að grafa mig. Eg sá moldina, sem hafði verið mokað upp og fólk- ið, sem stóð þar í kring. Það var verið að kveðja stúlkuna í kistunni — og það var ég! En hvernig gat ég staðið þarna upp við tréð og legið um leið í kistunni? — Ég hugsaði með mér hvort ég ætti líka að ganga að gröf- inni og kveðja mig sjálfa, eins og hitt fólkið gerði. Þetta var allt mjög greinilegt. Trén, hæð- in og ég sjálf. En ég get ekki munað nákvæmlega hvernig fólkið leit út, hvernig það var klætt eða hvaða fólk þetta var. Þegar Ing-Britt sagði manni sínum frá þessu, sagði hann: — Þig hefur dreymt þetta. En nú veit hann að sú var ekki raunin, að það var ekki draumur. — Ég hef vanizt þessu með tímanum, segir Erik Karlsson. — Við höfum þekkzt frá barnæsku. Oft hef ég upplifað að konan min eins og „hverfur mér“, þegar við höfum setið saman, kannske yfir kaffibolla. Ég get veifað hendi fyrir fram- an augu hennar og hún gerir ekki svo mikið að depla þeim. En mér var ekki mögulegt að skilja þá skýringu sem hún gaf; ég gat ekki trúað að nokkur maður gæti upplifað sína eig- in jarðarför. EITTHVAÐ AÐ LUNGUNUM Smátt og smátt komu fleiri minningar í ljós. Ing-Britt á ekki gott með að skýra það hvernig hún finnur fyrir þess- ari manneskju, sem býr innra með henni. Stundum á hún erfitt með andardrátt og hafði sárindi fyrir brjósti. Erik tók eftir því og vildi ná í lækni. En það var ekkert að lungum hennar. — Mér fannst samt eitthvað vera að mér. En smátt og smátt varð mér ljóst að þetta var eitthvað í sambandi við mitt fyrra líf, en það var ekki fyrr en síðar að mér varð það ljóst. Ég var aðeins hissa. Ég hafði aldrei haft neinn áhuga á dul- rænum efnum eða getað sett grafin það í samband við mig sjálfa. — En einn góðan veðurdag las ég grein um endurholdgun og þá rann upp ljós fyrir mér. Gat það verið að þessar minn- ingar mínar væru frá fyrra til- verustigi? Ég fór að hugsa um silfurkúlurnar, sem ég hafði greinilega séð. Mér datt líka í hug að ég hefði verið mjög ung, þegar ég dó og að ef til vill hefði ég verið með ein- hverja lungnaveiki. Það voru líka ótal smáatvik, sem bentu til umhugsunar um endurholdgun, en þau voru mjög óljós og frú Karlsson vildi ekki tala um þau. —- Það er betra að segja of lítið en of mikið. Þess vegna vil ég heldur halda mér að staðreydnum, atvikum, sem ég hef óyggjandi sannanir fyrir. HVERNIG Á AÐ FÁ SANNANIR? Erik vildi alls ekki trúa neinu um endurholdgun. En Ing-Britt gat ekki losað sig við þá hugsun. Hún fór að íhuga hvernig hún ætti að fá að vita hið rétta. — Þá las ég um Helgu Borg. Hún var sagður mjög góður miðill. Og eins og fjöldi ann- arra lék mér hugur á að vita hvernig það færi fram, þegar hún kæmi á sambandi milli lif- enda og látinna. Ég hafði auð- vitað áhuga á því hvort hún gæti sagt nokkuð um mitt „fyrra“ líf. Árið 1964 ákvað Ing-Britt Karlsson að gera alvöru úr því að hitta Helgu Borg, sem bjó í Skara. Hún fór þangað með tveim vinkonum sínum. Þær höfðu pantað einkatíma og voru allar mjög spenntar fyrir þessum einkafundi. DÓ ÚR BERKLUM — Ég bjóst ekki við miklu, en ég fékk reyndar mörg ný stykki í raðþrautina mína hjá frú Borg. Hún sagði að ég hefði verið á lífi á 19. öld. Hún kom með ýmsar staðreyndir. Ég hafði látizt úr berklum um Framháld á bls. 38. 6. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.