Vikan


Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 26

Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 26
FONDUE OG AÐRIR OSTARÉTTIR Fondue er svissneskur réttur sem nýtur vinsælda víða um heim. Fondue er tilvalið að bera fram þegar gesti ber að garði og er því hentugur sem samkvæmis- réttureða náttverður. Sérstakir fondue- pottar fást til þess að framreiða fondue í en það er ekki nauðsynlegt að eiga þá, því það má notast við leirpott eða emeleraðan pott og sprittloga undir. OSTAEGGJAKAKA Eggjakökumassi: 6 egg 4 msk. kalt vatn, mjólk eða rjómi '/2 tsk. salt, pipar ca. 3 msk. smjör eða smjörlíki til steikingar . Fylling: ca. 150 gr rifinn ostur klipptur graslaukur eða paprika skorin í strimla Eggjakökumassinn þeyttur og settur á pönnuna og þegar fer að stífna er ostinum stráð á. — Síðan er graslauknum eða papr- ikunni stráð yfir, smátt skornum. Brjótið síðan eggjakökuna tvö- falda saman. Þá bráðnar ostur- inn fljótlega. Ostaeggjaköku má líka fylla með aspas, sveppum, raekjum eða afgöngum af kjöti eða fiski. OSTAFONDUE I 250 gr ostur hvítlaukur 1 V4 dl hvítvín V2 tsk. maizenamjöl 1 msk. kirsuberjasaft múskat pipar örlítið salt Núið pottinn að innan með hvít- lauk. Hvítvínið sett í pottinn. — Hrærið því næst mjöl og ost út með kirsuberjasaftinni og setjið það í pottinn. Þegar osturinn byrjar að ólga er fondueið til- búið; það má ekki sjóða. Síðan er fondueið kryddað. Þegar fondueið er borðað eru bornir fram hveitibrauðstening- ar. Brauðið sett á fonduegaffl- ana og hver einn dýfir í mass- ann og snýr þar til osturinn hef- ur umlukið bitann. OSTAFONDUE II 600 gr ostur 45% 2V2 dl hvítvín 1 hvítlauksbátur V2—1 tsk. múskat V2—1 msk. brennivín, konjak eða sherry (öl má nota). Sama aðferð og í fyrri uppskrift. Brauðið má vera ristað eða órist- að .Bezt er að nota sérstaka fonduegaffla en síðan er borðað með eigin hnífapörum. — Þurrt hvítvín eða te er borið með í Sviss, en öl eða rauðvín má líka bera með. BUFF-FONDUE Gott nautakjöt t. d. lundir ca. 175 gr á mann Meðlæti: Hráir laukhringir saxaðar, sultaðar agúrkur kryddað mayonesse pickles olívur worchestersósa tómatar græn paprika sveppir Kjötið skorið i litla bita, það þarf að vera vel meyrt; bitarnir hafðir ca. munnbita stórir. Steik- ið þá í heitri olíunni í fondue- pottinum. Hver steikir fyrir sig og ákveður því hve mikið eða lítið steikt kjötið á að vera. Meðlætið er borið fram í litlum skálum og fær sér hver á sinn disk, það af því sem honum þóknast og dýfir í sósuna. Leir- skálar henta mjög vel í þessu skyni. »

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.