Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 50
MIGÐBEYM0I
Sá föður sinn látinn
Kæri Draumráðandil
Mig dreymir mjög sjaldan, svo
að ég muni eftir draumnum, en
eina nóttina dreymdi mig draum
sem ég man vel, því hann var
svo skýr.
Mér fannst vera vetur. Snjór
var á jörðu og fremur kalt úti
við. Ég var að fara ásamt bræðr-
um mínum tveimur, mömmu og
afa og ömmu inn í gamalt hús,
sem búið var að breyta í fallega
kaffistofu. Við þurftum að
ganga upp brattan stiga og síð-
an í gegnum dyr og þar sett-
umst við, við annað borð frá
glugganum. Veggirnir voru
klæddir dökkfjólubláu veggfóðri
blómamynstruðu, en stólarnir og
borðin, svo og gólf og loft, var
klætt Ijósum viði.
Við byrjuðum að drekka, en
þá kom inn strákur sem ég
þekki eiginlega ekki neitt, hann
heitir Gústaf og er ári eldri en
ég. Hann settist við borðið við
hliðina á okkur og sat á end-
anum nær veggnum. Borðið hjá
okkur var autt, nema að við
hliðina á ömmu, hinum megin
á endanum (séð frá þar sem ég
sat) var eitt sæti laust. Svo luk-
um við við kaffidrykkjuna í ró
og næði en þá kom allt í einu
inn maður sem ég veitti enga
eftirtekt í fyrstu, þar sem ég sá
ekki framan í hann. Hann var
klæddur í græna skinnúlpu og
hafði hettuna á sér. Hann sett-
ist við borðið hjá okkur, í auða
sæfið. Þegar ég leit á manninn
aftur, var hann búinn að taka
af sér hettuna, svo að ég sá
vel framan í hann og þá stirn-
aði ég upp og sagði upphátt:
Sjáið þið manninnl Síðan hljóp
ég grátandi fram á klósett. Mað-
urinn var alveg eins og pabbi
minn, sem dó fyrir fjórum ár-
um. Hann brosti sífellt og horfði
á mömmu, eins og hann gæti
ekki slitið augun frá henni.
Mamma kom inn á klósett
skömmu síðar og spurði ég hana
hvort maðurinn hafi ekki minnt
hana á vissan mann, en hún
spurði um hvaða mann ég væri
að tala. — Manninn sem kom
inn og settist beint á móti þér
hérna áðan, sagði ég. En hún
vissi ekki um hvað ég var að
tala, leiddi mig fram og það
fyrsta sem ég sá, var að mað-
urinn var horfinn. Samt hélt ég
áfram að gráta.
Gústaf rétti mér vasaklút og
spurði hvort ég vildi hann ekki.
Ég þáði klútinn. Margt fólk var
þarna inni og enginn gerði at-
hugasemd við það þótt ég væri
að gráta. Gústaf rétti mér þrjá
vasaklúta í allt og ég bleytti þá
alla. Fjölskyldan kláraði að
drekka og við fórum út, ég síð-
ust niður tröppurnar, en Gústaf
þó á eftir mér. Þegar við komum
niður lét ég hann fá alla vasa-
klútana og sagðist ætla að reyna
að hætta að gráta. Hann brosti
við og sagðist þurfa vera á eftir
mér allan daginn, ef ég ætlaði
að halda áfram að gráta svona.
Þá hrökk ég upp. Ég var mjög
þreytt og sveitt og leið illa. Ég
vil taka það fram að mér fannst
ég vera heldur eldri í draumn-
um en ég er núna, eða svona
16—17 ára. Allir vasaklútarnir
voru hvítir.
Með kærri kveðju og þökk
fyrir svarið — fyrirfram,
Á-13.
Þetta er á margan hátt athyglis-
verður draumur en jafnframt
snúinn, þannig að ekki er hann
auðveldur ráðningar. Ljóst er þó,
að þú átt innan skamms eftir að
standa á vegamótum i lífi þínu
og upp úr því skiptast á skin
og skúrir í einhvern tima.
Draumspökum mönnum ber ekki
saman um hvort gott eða slæmt
er að sjá föður sinn látinn, en
i þessu tilfelli teljum við þér
það áminning. Um hvað vitum
við hinsvegar ekki, enda ættir
þú sjálf að vita fyrir hverju
faðir þinn stóð.
Hluverk Gústafs i draumnum
er óljóst af öllu, en þó teljum
við okkur fært að segja að hann
virki sem einskonar verndareng-
ill — og ef til vill tákn um mann-
inn sem þú getur bundið hvað
mestar vonir við í framtíðinni,
sem sé eiginmann þinn eða
unnusta.
Harmleikur í Höfn
Kæri draumráðningaþáttur-
Mig dreymdi, að vinkona mín
bauð mér út til Kaupmannahafn-
ar. Hún sagðist hafa miða fyrir
okkur báðar fram og til baka.
Þegar við vorum staddar í Tivoli
í Kaupmannahöfn, segir hún allt
í einu, að hún hafi ekki farmiða
fyrir mig til baka, því að hún
hafi ætlað að nota þá peninga
til hasskaupa.
Stuttu seinna týndi ég henni, en
hitti þá frænda minn, danskan
og búsettan í Höfn, og bauð
hann mér að búa hjá sér. Ég
auglýsti eftir vinkonu minni í
öllum blöðum, en hún fannsl
ekki fyrr en ári seinna, illa farin
eftir líkamsárás í fjöru. Var hún
flutt á sjúkrahús nær dauða en
lífi og lét mig hafa bréf til vina
á Islandi og talaði einnig inn á
segulband. Síðan dó hún.
Ég fór heim til íslands með
bréfið og segulbandið og af-
henti það ættingjum hennar,
sem grétu mikið.
Það síðasta, sem ég man úr
draumnum var, að lík vinkonu
minnar var flutt í opnum fiski-
bát frá Kaupmannahöfn til
Reykjavíkur í svartri líkkistu
með Islenzka fánann breiddan
yfir.
B. Á.
Draumar eru oft mjög viðburða-
ríkir, eins og þessi draumur er
gott dæmi um. Okkur dreyniir
heil skáldsöguefni í einni svip-
an og harmleikirnir geta verið
svo átakanlegir, að dreymand-
inn vaknar bullsveittur og er
góða stund að jafna sig. Draum-
ur þinn ber nokkurn keim af
því, sem nú er mest talað um á
opinberum vettvangi, eins og til
dæmis cfnotkun eiturlyfja. Og
segulbandsspólan er auðvitað
áhrif frá nútíma sakamálaþáttum
í sjónvarpinu. Þrátt fyrir þetta
er draumur þinn alls ekki ein-
tómur heilaspuni. Þér mun á
næstumi veitast tækifæri, sem
þú hefur lengi beðið eftir. Þú
fyllist eftirvæntingu og tilhlökk-
un fyrst í stað, en fIjótlega verð-
ur þú fyrir miklum vonbrigðum.
Þú munt þó ekki bíða neitt tjón
á sálu þinni sjálf. Þú munt læra
af reynslunni oq taka vonbrigð-
unum af skynsemi og hugrekki.
Hins vegar mun vinkona þín,
sem hlýtur sama tækifæri og þú,
fara úr skorðum, fyllast beiskju
og ekki þola mótlætið jafn vel
og þú.
_ ^___________________________________KLIPPIÐ HÉR--
Pöntunarseðill
Vinsamlegast sendið mér sniðið, sem ég krossa framan við, í því númeri, sem
ég tilgreini. Greiðsla fylgir með t ávísun/póstávísun/frímerkjum (strikið yfir
það sem ekki á við).
Nr. 47 (2640) Stærðin á að vera nr.
Nr. 48 (3320) Stærðin á að vera nr.
Vikan - Simplicity
--------------------------------------KLIPPIÐ HÉR--
Nafn
Heimili
50 VIKAN 6. TBL.