Vikan


Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 5

Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 5
E3 og raunar má lesa í blaðhausn- um. Skriftin er næsta ómótuð og hæpið að spá nokkuð í hana. Guð sé oss næstur Kæri Póstur! Við erum þrjár stelpur hérna og allar ófrískar eftir sama strák- inn, en hann vill ekki viður- kenna það. Við vorum mjög góð- ar vinkonur. Við erum alveg í 1 hruni og vitum ekki hvað við eigum að gera, og þess vegna langar okkur til að biðja þig að reyna að ráðleggja okkur hvað við eigum að gera. Við viljum enga útúrsnúninga, því það er alvara á ferðum. Ekki henda bréfinu beint í ruslakörfuna. Þrjár I hruni. P.S. Hvað lestu úr skriftinni? Undarlegt má það vera með annað eins kúltúrpláss og heima- bær ykkar gefur sig út fyrir að vera að ungar stúlkur þar skuli vera slík eindæma börn I kyn- ferðismálum og bréfið gefur til kynna varðandi ykkur þrjár. — Hvernig er það, blessaðir aum- ingjarnir mfnir, hafið þið aldrei heyrt minnzt á að til væri neitt, sem heitir getnaðarvarnir? Haf- ið þið aldrei heyrt minnzt á Pilluna, eða Sprautuna? Það er varla hægt að áfellast ykkur þótt þið viljið skemmta ykkur pínulftið með strákum, svo fremi þið séuð nokkurn veginn búnar að slíta barnskónum, en þá er lágmark að þið hafið orðið ykk- ur úti um sómasamlega fræðslu um þau mál. Hvers konar for- eldra eigið þið, og er ekkert minnzt á þetta i skólunum? Eða eruð þið bara svona sljóar og kærulausar sjálfar? Sé það svo, er varla hægt að lá drengnum að hann beri kinnroða fyrir að viðurkenna að hafa haft nokkuð við ykkur saman að sælda. Svo fremi þið hafið piltinn fyr- ir réttri sök, ætti að vera erfitt fyrir hann að koma þessu af sér. Ef þið sverjið þetta á hann og blóðsýni staðfestir framburð ykkar, mun vera mjög erfitt eða jafnvel óhugsandi fyrir hann að sleppa. Nú, hvað annað þið get- ið gert ætti að liggja nokkuð Ijóst fyrir. Þið verðið auðvitað að segja foreldrum ykkar þetta og reyna svo bara að taka þessu eins og manneskjur. Um annað er ekki að ræða — það er að segja ef þetta bréf er ekki tómt grin og plat, eins og við teljum langsennilegast. Skriftin ber vott um verulegan skapstyrk, er þó ekki frí við taugaveiklunareinkenni. — Það gæti þó stafað af æfingarskorti. Heldur framhjá meö mér Kæri Póstur! Ég er alveg í stökustu vandræð- um og langar því að biðja þig að hjálpa mér. Það er þannig að ég er alveg ofsahrifin af strák og við vorum saman en nú er hann með annarri stelpu. — En samt heldur hann alltaf framhjá henni með mér öðru hvoru og ég læt alltaf undan af því ég er svo hrifin af honum. Ég ætla al- drei það en get bara ekki ann- að. Hvað á ég nú að gera? Og að lokum: hvað sérðu úr skrift- inni? Virðinga rf y I Ist, ein í vandræðum. E.t.v. er um að ræða mismunandi skoðanir á reglum um samskipti kynjanna. Þú segir að hann sé „með" annarri stelpu, en ertu viss um að hann líti svo á sjálf- ur? Gæti ekki hugsazt að hann kærði sig ekkert um að vera á föstu með einni eða neinni, en vildi þess i stað hafa lausari sambönd við tvær eða fleiri? Sé svo, er ekki um annað skárra að ræða fyrir þig en að gera það upp við þig, hvort þú sættir þig við þessi viðhorf hans eður ei. Gerir þú það ekki, ættirðu að reyna að manna þig upp í að hætta að láta undan honum. Ef þú hættir því ekki, leiðir það sennilega til þess að þú missir traust á sjálfri þér, og það yrði heldur ógæfulegt til frambúðar. Skriftin ber vott um hneigð ti! snyrtimennsku og reglusemi, en jafnframt hik við að taka ákveðna afstöðu. NÝTT FRÁ RAFHA XmfJk NÝ ELDAVÉL GERÐ HE6624. 4 hellur, þar af 1 með stiglausri stillingu og 2 hraðsuðuhellur, stór ofn, 56 lítra, yfir- og undirhiti fyrir steikingu og bökun, Ijós í ofni. Fæst með eða án glóðar- steikar elements (grill). — Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ ÖÐINSTORG - SlMI 10322 SKRIFVÉLIN Bergstaðastræti 3, .símar 19651 & 3733C Framleiðendur CANOLA-reiknivélanna fullyrða: Með nýju L-CANOLA-gerðunum verður ekki lengra komizt í smíði „elektroniskra kalkulatora". 6. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.