Vikan


Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 18

Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 18
írina segir rithöfundinum sögur af fólki þeirra. „Það er nú einu sinni þannig, að Rússland er stjórnað af bjánum, og annars á það ekki kost.“ Þessa bitru fullyrðingu leggur sovéski Nóbelshafinn í bókmenntum, Alexander Sols- énitsyn, í munn rússneskum herráðsforingja, sem er heldur aðlaðandi persóna í bókinni hans nýju, sem mesta athygli hefur vakið. Bæði efni bókar- innar og listrænt gildi hennar hefur valdið því, að fáar bækur eða engar eru í meira uppáhaldi á heimsmarkaðinum um þessar mundir. í bók þessari lætur Solsénit- syn — án minnsta tillits til bjánanna sem ráða sovéska rit- skoðunarbákninu — í ljós hat- ur sitt á þeim valdhöfum, sem hrjá og þjaka móður Rússland. Til að sneiða hjá kárínum fyrir ríkisfjandsamlegt athæfi lætur hann söguna — Ágúst 1914 — gerast fyrir byltingu, en engum lesanda getur dulist að það eru vandamál samtíðar- innar, sem tekin eru til með- ferðar í histórískum dularklæð- um. Sá sögulegi viðburður sem þar er mest áberandi er orrust- an við Tannenberg, þar sem Þjóðverjar undir stjórn Hind- enburgs og Ludendorffs um- kringdu annan herinn rúss- neska og gereyddu honum. Þetta gerðist í upphafi heims- styrjaldarinnar fyrri, nánar til- tekið í ágúst 1914. f tón, sem bæði ber keim af háði og örvílnun, lýsir Solsénit- syn hégómasjúkum hershöfð- ingjum, baktjaldamakki þeirrá, bleyðiskap bæði gagnvart óvin- unum og sarnum. Um Artómo- nof hershöfðingja segir hann: „Hann er bandóður stríðsmað- ur, duibúinn sem hershöfðingi. Undir ströngum undirforingja gæti hann sennilega orðið fyr- irmyndarhermaður. Eða þá upp- lagður kirkjuþjónn: hávaxinn, myndarlegur, raddsterkur, ekki of heimskur, að minnsta kosti hæfur til að vingsa reykelsis- keri rétt, ekki laus við leikara- hæfileika ... En hvernig hafði hann orðið hershöfðingi í fót- gönguiiðinu? Hversvegna var þessi ráðleysingi ábyrgur fyrir sextíu þúsund rússneskum her- mönnum?“ Hirðuleysið í herráðinu, van- hugsaðar og ruglingslegar fyr- irskipanir, hálfærðar herdeild- ir, sem marséruðu hver á aðra uns úr varð alger ringulreið — öllu þessu lýsir Solsénitsyn með furðulegri nákvæmni sem ber vitni víðtækri þekkingu á því, sem hann skrifar um. Les- andinn sér annan herinn rúss- neska tortímast með augum ungs ofursta er Vorotýnsef heit- ir. Yfirhershöfðingi Rússa. Nikolaj Nikolajevitsj stórfursti, sem dvelst langvegu frá víg- stöðvunum í vagni, sem hann hefur látið innrétta sem fínasta samkvæmissal, sendir Vorotýn- sef á vettvang til að kanna ástandið. Hann kemur að her- ráðsforingjunum, þar sem þeir sitja að dýrlegri veislu meðan orrustan geisar sem grimmileg- ast, og hershöfðingjarnir eru heilan klukkutíma að snurfusa sig á morgnana („eins og kven- menn“), áður en þeir gefa sér tíma til að sinna herstjórninni. Fjarskiptin milli herdeildanna fara fram án dulmáls, svo að Þjóðverjar geta fylgst með þeim eftir hentugleikum, og um víg- vallaleyniþjónustu af Rússa hálfu er yfirhöfuð ekki að ræða. Vorotýnsef þeysir frá einu herfylki til annars, ann sér ekki svefns um nætur, skipuleggur gagnáhlaup, stöðvar flýjandi herdeildir, særist, er sjálfur um síðir meðal þeirra umkringdu, brýst út úr víghring óvinanna ásamt nokkrum kósökkum og kemst til aðalstöðva stórfurst- ans. Þar hittir hann yfirhers- höfðingjann, sitjandi í makind- um innan um helgimyndir í vagni sínum lögðum persnesk- um teppum, og gefur honum hlífðariaust sanna skýrslu af ástandinu á vígstöðvunum. Þar létu menn sér fátt um dauða og þjáningar tugþúsunda á víg- völlunum. Herforingjarnir drápu tímann með því að klippa hundana sína og við álík nyt- semdarstörf. Eitthvað sjálfsævisögukennt er við skáldsögu þessa, og virð- ist svo sem Vorotýnsef ofursti minni þó nokkuð á Solsénitsyn sjálfan. Ekki getur það þó stað- ið heima, því að skáldið var fyrst í þennan heim borið 1918. Hinsvegar gegnir sérþekking Solsénitsyns á hernaði engri furðu, og ekki heldur hve hann gerþekkir austur-prússneska landslagið, sömuleiðis ekki djúp innsýn hans í hugarástand her- foringja og hermanna. Hann barðist nefnilega sjálfur í Aust- ur-Prússlandi í síðari heims- styrjöldinni, og þá sem skot- vígisforingi í rauða hernum. Hann var sæmdur mörgum medalíum fyrir drengilega framgöngu en síðan, 1945, hand- tekinn og dæmdur til átta ára þrælkunarvinnu fyrir bréf, sem hann hafði skrifað heim af víg- völlunum og deilt í þeim á stjórnarstefnu og stríðsrekstur Stalíns. Persónur þær allar sem í bókinni birtast undir réttum nöfnum, eru nú látnar, að einni undanskilinni. Hún heitir frina og kemur þegar fram í upphafi sögunnar sem hrífandi, ung og mjög auðug kona, kvænt manni að nafni Róman ,sem er stór- jarðeigandi og klæðist alltaf eft- ir enskri tísku. Blaðamaður frá því kunna vestur-þýska tímariti Stern hafði nýlega upp á konu þessari, sem fullu nafni heitir frina ívanóvna Sérbak og er mágkona móður Alexanders Solsénitsyns. Móðir skáldsins, Tasía, dó árið 1944 úr berklum. írina Sérbak, sem nú er átta- tíu og tveggja ára að aldri, býr í Georgiévsk, smábæ í nágrenni við hressingarstaðinn Kisló- vodsk í Kákasus. Gamla konan er orðin mjög slitleg og næstum blind, en hefur enn óskerta sansa. Hún býr í litlum hrör- legum skúr við gamlan bónda- bæ, gólfflöturinn er aðeins tvisvar sinnum þrír metrar, og húsmunir eru ekki aðrir en jórnrúm, íkon með gleri yfir og krossmark úr tré. Þá á hún hund sem Drjúsjok (Vinur) heitir, og er álíka ellimóður og hrörlegur og hún sjálf. írina bauð blaðamanninum sæti á feysknum skemli og sagði: „Sjá- ið þér nú.hvaða lífi ég lifi eftir fimmtíu og þriggja ára stjórn kommissaranna (kommúnist- anna). Frá ríkinu fæ ég mán- aðarlega tíu rúblur í styrk og frá Sanja (Alexandri Solsénit- syn) fimmtán rúblur. Ég er sú eina eftirlifandi úr fjölskyldu foreldra hans.“ Svo ofarlega sem Solsénitsyn hefur verið á baugi í heims- fréttum undanfarið, þá er næsta lítið vitað um ætt hans og upp- runa. í opinberum heilmildum stendur: „Alexander Isajevitsj Solsénitsyn er fæddur ellefta desember 1918 í Kislóvodsk í Norður-Kákasus. Faðir hans var kennari." Þetta bendir á uppruna í lægri millistétt. írina Sérbak veit betur. ísaj faðir Solénitsyns var sonur ríks jarð- eiganda. 1917 gekk hann að eiga Haisíu. dóttur stórjarðeiganda að nafni Tshar Sérbak, svo að ekki dró úr ríkidæmi hans við það. Móðir Solsénitsyns ólst upp á stórfenglegu landsetri. Bróðir hennar Róman þurfti ekki held- ur að kvarta. Kona hans írina, sem nú lifir í sárustu fátækt, erfði milljónaverðmæti eftir föður sinn. Heimanmundur hennar gerði að verkum að mað- ur hennar gat lifað eins og léns- herra. írina horfir með söknuði til tímans fyrir heimsstyrjöldina fyrri, er hún fór í langferðir til annarra landa með eiginmanni sínum. í Stuttgart heimsóttu þau Dailmer-verksmiðjurnar og keyptu sígarformaðan sportbíl, sem Róman síðan ók í kapp- akstri frá Moskvu til Péturs- borgar. Hann hafði þá þegar eignast Rolls-Royce — í öllu rússneska keisaradæminu voru þá aðeins til níu bílar af þeirri tegund. Eftir að stríðið hófst, 18 VIKAN 6. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.