Vikan


Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 38

Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 38
nýja mynd af höfundinum og kastað nýju ljósi á verk hans. Og kannski líka á konuna. Nú hafði hún gert það allt að engu, hvað þeim viðvék. Hún þoldi ekki við eftir að henni varð þetta Ijóst, tók leigubíl og hljóp upp tröppurnar til hans og hringdi dyrabjöllunni hjá honum. Klukkan var átta að kvöldi. Hún hafði gleymt að gera sig fallega, og smástund gerði hún ekki minnstu tilraun til að forma framkomu sína, heldur kom beint inn og sagði alvarlega: Það er ég sem skrif- aði yður. Alvara hennar var næstum hörkuleg og veitti henni nýjan virðuleik, sem ein- göngu var hennar. Þegar hún leit á hann hrundu allar óskýru myndirnar í blöðunum frá aug- um hennar líkt og spil í leik, og hann líktist ekki lengur rit- höfundi. Hann sagði: Það var vinsamlegt af yður að líta inn, og hún fékk honum kápuna sína. Herbergið var stórt. Blá tjöld þöktu veggina alveg niður að mjúku, purpuralitu gólfinu. Allir litir voru djúpir og þeim í hóf stillt, lamparnir héngu lágt og ljósin væg, birtan ein- mitt upplögð til að gera fólk fallegt. Það var erfitt að skil- greina þetta herbergi, en það bar svip af upphafinni ein- semd og munaði. Það eina, sem virtist ekki i samræmi við ann- að, var stórt, flekkótt tígris- skinn. Höfuðið var með gap- andi kjafti og það leit út eins og tigrisdýrið næði ekki and- anum. Hún beygði fyrir það á leið sinni til sófans. Má bjóða yður eitthvað að drekka? spurði hann. Hún settist og svaraði: Jú- þakk. Sófinn var miklu lægri en henni hafði sýnzt, hún hafði nærri misst jafnvægið og fannst hún vera hlægileg. Sem snöggv- ast glataði hún virðuleik sín- um, þessum þjáningarfulla virðuleika sem hafði komið yf- ir hana fyrir stuttri stund, hún flissaði svolítið og fór að róta í veskinu sínu. Hann blandaði vermóð með ísvatni án þess að spyrja hana hvað hún vildi drekka, drakk sjálfur límonaði. Alit virtist renna út i sand- inn, ísmolarnir hringluðu í glasinu, hún hristi það varlega og leitaði að orðum. Hún sagði það sem hún þegar var búin að skrifa honum: Síðasta bók yð- ar var það bezta sem þér hafið nokkru sinni skrifað, og hann svaraði að það gleddi hann að heyra það, hann mæti það mjög mikils að henni líkaði bókin. Þá var röðin aftur komin að henni að segja eitthvað, hún hringlaði ísmolunum og sagði með ólýsanlegri áreynslu: Það eru hlutir sem hægt er að fjalla um á svo marga vegu. Til dæm- is þetta með hreinleikann, það er það sem máli skiptir. Ég á við að hvað sem gerist og hvernig sem að því er stefnt, þér skiljið. að algert frelsi ríki í þessum málum, að maður fái að gera hvað sem er og segja og sýna hvað sem er, þá finnst mér það ekki rétt. Það er ekki fallegt. Og orð eru mikilvæg. Það er satt, sagði hann. Orð eru mikilvæg. Hann auðsýndi mikla eftirtekt. Augu hans voru raunar svo lítil að óhugn- anlegt var, og hvarmarnir al- veg svartir. Hún flýtti sér að halda áfram: Það sem þér lýs- ið í bókum yðar er nokkuð, sem næstum hefur glatazt. Það heyrir til annarri öld! Er það ekki þannig að sundrað sé með skvaldri því, sem er svo fín- gert og viðkvæmt að maður ætti alls ekki að tala um það? Hann virtist aðeins hugsandi og hún bætti við af ofsa: Ég á við að það hafi gagnstæð áhrif við það sem ætlað er! Að mað- ur missi löngunina, og það væri þó víst slæmt. Þetta er áhugaverð rök- færsla, sagði hann hægt og úr mikilli fjarlægð, hann hafði staðið upp og spurði hvort hún vildi hlusta á tónlist, og hún svaraði stuttlega: jáþakk. Hann spurði hvers konar tónlist og hún svaraði bara einhvers kon- ar. En ég hef alls konar, sagði hann. Hvað sem þér viljið. Þér segið bara til. Þessa stundina mundi hún ekki eftir neinu nema Beet- hoven og Bítlunum og sagði djúpt innan úr sjálfri sér: Ákveðið þér það sjálfur. Eins og þegar þér ákváðuð hvað ég skyldi drekka. Skírir, mjög svalir og mildir tónar flæddu fram og fylltu herbergið. Hún hafði ákveðið að þegja og sú ákvörðun breytti andliti hennar, það skrapp sam- an og varð barnslegra, henni var ekki lengur í mun að vera til geðs. Nú eruð þér orðin leið á mér, sagði hann. Það var heimskulegt af mér að gefa yð- ur vermóð. Má ég bjóða yður í staðinn viskí eða konjak eða eitthvað annað, sem yður lík- ar? Nei nei, alls ekki, svaraði hún fljótmælt, röddin hálf- kæfð af reiði og ráðvillu. Hvers vegna talar hann ekki eins og hann skrifar, hann er vingjarnlegur en ekki á réttan hátt. Það er vinsemd sem þýð- ir alls ekkert. Með þess konar vinsemd róar maður þann sem hann metur einskis, sem hefur komið klaufalega fram og er ekki einu sinni fullorðinn. Er skinnið þarna frá Afríku? spurði hún. Eða kannski frá Indlandi, svaraði hann. Nú hverfur hann aftur, svo að þetta var rangt. Maður skrafar ekki á venju- legan hátt við rithöfund. mað- ur talar um eitthvað sem máli skiptir, ég hef bara hugsað um sjálfa mig og hreint ekkert til- lit tekið til hans. Þau hófu máls bæði í senn, þögnuðu samtímis og litu loks hvort á annað. Fyrirgefið, sagði hann. Ætl- uðuð þér að segja eitthvað...? Nei það var ekkert. Jú víst, haldið þér bara áfram . . . Ég hugsaði bara sem svo, sagði hún, að hvað gerir mað- ur, hvað gerir rithöfundur þeg- ar hann er misskilinn og niður- dreginn og getur ekki skrifað, það hlýtur að vera hræðilegt að fá slæma gagnrýni og hve margir skilja hvernig þeim líð- ur sem fyrir því verður og hversu mikilvægt er að . . . Andlit hans lokaðist og hún skammaðist sín og þagnaði, það var blygðun sem hún ekki skildi eða réð við og tónverkið var á énda svo alger þögn ríkti í herberginu. Nú hefði allt getað orðið ólýsanlega hræðilegt en þá rétti rithöfundurinn fram hönd sína og snerti hennar hönd, að- eins sem snöggvast, og spurði mjög kurteislega hverjar af bókum hans hún hefði lesið. Hún dró andann djúpt og horfði framan í hann af þeim sérstaka dapurleika sem aðeins getur stafað af tilbeiðslu og svaraði: Allar. Allar bækur sem þér hafið skrifað. Ég hef sérstaka hillu fyrir þær, af því að þær mega ekki vera innan um venjulegar bækur. Ég lifi eftir þeim, þótt það sé ekki auðvelt. Ég trúi á þær. Ég er námsmær yðar. Þetta furðulega, fornlega orð, „námsmær", varð kyrrt á milli þeirra, álíka áþreifanlegt og hvetjandi og þögnin eftir fram- andlegu og svölu tónlistina hans. Nú þarf ég ekki að segja fleira. Þetta hérna var rétt, honum líkaði það vel. Að lokum talaði hann eins og hann skrifaði og aðeins fyr- ir hana, sagði af kostgæfni og virðingu: Mín kæra vinkona. Og þessi sjaldheyrðu orð stóðu, fylltu herbergið og skildu ekki eftir neitt rúm fyrir framhald. Þetta var of mikið, það yfirtók allt, og hún þreif um hönd hans í blindri hrifningu og skelfingu, þrýsti hana frekar fast og þrýsti henni svo að vörum sér. Svo urðu þau bæði hræðilega feimin. Þau stóðu upp samtím- is og heyrðu að einhver lauk upp forstofudyrunum og kom inn. Hann sagði fljótmæltur og mjög lágt: Þér eruð verndar- engill minn, ég get aldrei gleymt yður. Hann tók nær- gætnislega um olnboga gests síns og fylgdi henni fram í for- stofuna og hjálpaði henni í káp- una, lauk upp dyrunum. Sá sem inn kom var langur og fyrir- ferðarmikill en hún sá hann al- drei, aðeins stígvélin, og svo var hún úti á tröppunum og síðan á götunni og nóttin var björt og mjög hlý. Hún gekk eina götuna eftir aðra og hugs- aði: Vinkona mín. Verndareng- illinn minn, ég skal ekki gleyma yður. Að slíkum orð- um sögðum er óþarfi að talast meira við, og af mikilli hrein- skilni viðurkenndi hún fyrir sjálfri sér að eiginlega væri það gott. Hún kom heim og lagði sig og svaf svo rólega sem maður aðeins gerir þegar erf- iðu verki er lokið með sóma. Daginn eftir var sunnudag- ur. Hún lá í rúminu lengi frameftir og reyndi að lifa upp hverja setningu og hverja þögn, hreyfingarnar, litina, lýsinguna og tónverkið sem svalaði en allt þetta rann saman og flaut lengra og lengra frá henni, varð álíka óraunverulegt og það sem gerðist í bókunum hans fallegu. Hún hnipraði sig saman og sofnaði með hand- leggina þétt utanum sig, gældi við sjálfa sig af kyrrlátri alúð og eftirvæntingu. ☆ HER ER EG GRAFIN Framhald af bls. 7. fjórtán ára aldur og hafði ver- ið dóttir einhvers kirkjunnar manns í Sala. Meðan hún var í dásvefni sagði hún mér hvaða ár ég hafði látizt og sömuleið- is foreldrar mínir. Ég skrifaði allt hjá mér og var, sannast að segja, dálítið rugluð á leiðinni heim. Faðir minn, í þessu fyrra lífi, hafði verið alræmdur kirkjunnar maður, sem ekki lifði eftir hennar boðorðum. Við höfðum verið frekar vel stæð, ekið um 38 VIKAN 6. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.