Vikan


Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 32

Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 32
LEYNDARDOMUR Stutt framhaldssaga eftir meistara leynilögreglusagnanna, Edgar Allan Poe ANNAR HLUTI Þær fregnir um ummerki og annaS, sem ég þannig hafSi safnaS saman úr dagbiöSum eft- ir tillögu Dupins, höfSu aS geyma vitneskju um aSeins eitt atriSi til viSbótar. En þetta eina atriSi virtist vera afar mikilvægt... Hlutirnir höfðu bersýnilega allir verið þarna að minnsta kosti þrjár eða fjórar vikur; þeir voru allir orðnir harðir af myglu eftir rigninguna, og loddu saman vegna myglu. Grasið hafði vaxið utan um og yfir suma þeirra. Silkið á sól- hlífinni var sterkt, en þræðirn- ir í því voru trosnaðir að innan. Efri hlutinn, þar sem hún hafði verið brotin saman, var allur myglaður og rotinn, og rifnaði, þegar hann var opnaður. Tætl- urnar af kjólnum, sem runn- arnir höfðu rifið af, voru um þrír þumlungar á breidd og sex þumlunga langar. Önnur tætl- an var kjólfaldur hennar, og gert hafði verið við hann; hin tuskan var úr pilsinu, én ekki úr pilsfaldinum. Þær litu út eins og ræmur, sem rifnar höfðu verið af, og voru á þyrnirunn- anum, um fet frá jörðu. — Eng- inn vafi getur því leikið á því, að staðurinn, þar sem þetta hræðilega voðaverk hefur verið unnið, er fundinn". Eftir að þetta var komið í Ijós, kom frekari vitnisburður fram. Frú Deluc vottaði, að hún rekur veitingahús við veg einn, ekki langt frá bökkum árinnar, gegnt Barriére dU Roule. Ná- grennið er fáfarið, mjög svo. Það er hinn venjulegi dvalar- staður þorpara frá borginni, sem fara yfir ána á bátum. Um klukkan þrjú síðari hluta sunnudagsins, sem um ræðir, kom ung stúlka inn í veitinga- húsið, og var hún i fylgd með ungum manni með dökkleitan hörundslit. Þau voru þarna nokkra stund. Þegar þau fóru, fóru þau eftir vegi, sem liggur til skógarþykknis þarna í grenndinni. Fötin, sem stúlkan var í, vöktu athygli frú Deluc, því að þau líktust fötum látins ættingja hennar. Sérstaklega tók hún eftir trefli. Stuttu eftir að parið var farið, kom hópur þorpara til veitingahússins, og voru þeir hávaðasamir og átu og drukku án þess að borga, fóru í humátt á eftir unga manninum og stúlkunni, komu aftur til veitingahússins í ljósa- skiptunum og fóru aftur yfir ána, eins og þeim lægi mikið á. Það var skömmu eftir, að dimmt var orðið, þetta sama kvöld, að frú Deluc, og einnig elzti sonur hennar, heyrðu óp í kvenmanni í nágrenni veitinga- hússins. Ópin voru ofsaleg, en stóðu stutt. Frú Deluc þekkti aftur ekki aðeins trefilinn, sem fannst í kjarrinu, heldur líka kjólinn, sem líkið fannst klætt í. Strætisvagnstjóri nokkur, Valence að nafni, vottaði nú líka, að hann hafði séð Maríu á ferjustað við Signu þennan sunnudag í fylgd með uhgum, húðdökkum manni. Hann, Val- ence þekkti Maríu, og honum gat ekki skjátlast um hana. Hluti þá, sem fundust í kjarr- irm, þekktu ættingjar Maríu greiðlega aftur. Þær fregnir um ummerki og annað, sem ég þannig hafði safnað saman úr dagblöðunum eftir tillögu Dupins, höfðu að geyma vitneskju um aðeins eitt atriði til viðbótar, en þetta atriði virtist vera geysilega mikil- vægt. Svo virðist sem strax eft- ir fund fatanna, eins og að ofan er lýst, hafi líflaus, eða næstum líflaus, skrokkurinn af St. Eu- stache, unnusta Maríu, fundizt í nánd við þann stað, sem allir héldu nú, að glæpurinn hefði verið, framinn á. Lyfjaglas, merkt „ópíumupplausn" og tómt, fannst nálægt honum. Andardráttur hans vitnaði um eitrið. Hann dó án þess að tala. k honum fannst bréf, þar sem talað var stuttlega um ást hans til Maríu, og um fyrirætlun hans um sjálfsmorð. „Ég þarf varla að segja þér það,“ sagði Dupin, um leið og hann lauk við lestur athuga- semda minna, „að þetta er miklu flóknara mál en málið í Líkstræti, og að það er ólíkt því í einu mikilvægu atriði. Þetta er venjuleg, en að vísu grimmdarleg tegund glæps. Það er að engu leyti sérstaklega óvenj ulegt. Þú munt sjá, að af þessari ástæðu hefur leyndar- dómurinn verið talinn auðveld- ur, einmitt, þegar átt hefði af þessum sökum að telja lausn hans erfiða. Þannig var í fyrstu talið óþarfi að bjóða verðlaun. Hinir lágkúrulegu þjónar G— gátu á augabragði skilið, hvern- ig og hvers vegna slíkt grimmd- arverk kynni að hafa verið fi amið. Þeir gátu gert sér í hug- arlund aðferð — margar að- ferðir, — og ástæðu — margar ástæður; og þar sem ekki var útilokað, að einhver af þessum mörgu aðferðum og ástæðum hefði getað verið hin raunveru- lega, hafa þeir gengið að því vísu, að einhver þeirra hlyti að vera það. En það, hve auðvelt var að ímynda sér slíkt, og ein- mitt það, hversu líkleg hver til- gáta virtist vera, hefðu menn átt að líta á sem merki um erfiðleikana, fremur en auð- veldleikann, sem lausn málsins hlýtur að hafa í för með sér. Ég hef þess vegna tekið eftir því, að það er við atriði ofar hinu venjulega sviði, sem rökhugs- unin styðst, ef hún styðst þá við nokkuð, í leit sinni að sannleik- anum, og að hin viðeigandi spurning í málum eins og þessu er ekki svo mjög „hvað hefur komið fyrir?“, heldur „hvað hefur komið fyrir, sem hefur aldrei komið fyrir áður?“. Við rannsóknirnar heima hjá frú L’Espanaye misstu fulltrúar G— kjarkinn og urðu ruglaðir ein- mitt vegna þess óvanaleika, sem hefðu verið fyrir vitsmuni rétt hugsandi manns hinn öruggasti fyrirboði lausnar á málinu; en slíkir vitsmunir hefðu kannski orðið örvæntingu að bráð vegna hins hversdagslega eðlis alls, sem mætti auganu í máli sölu- stúlkunnar og sem var þó að áliti lögreglumannanna ekkert annað en merki um auðveldan sigur. í máli frú L’Espanaye og 32 VIKAN 6. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.