Vikan


Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 37

Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 37
ELECTROLUXhrærivél FYLGIHLUTIR: allt innifalið í verði •fr Tímasfillir •> Dropateljari •fr Skál Sítrónupressa & Hakkavél Crœnmetiskvörn & Hnetukvörn <Q> Þeytari v Mixari •Q* Pylsujárn Verð kr. 22.95 7,oo Vörumarkaðurinnhf. Ármála 1A - Sími 86-113 ÖÞELLÓ Framhald af bls. 9. „ ... mann, sem elskaði ekki viturlega en hóflaust, sem var seinn til afbrýði, en vakinn grunur ærði, og eigin hendi, líkt Indverjanum ríka, fleygði á glæ dýrustu perlu í heimi ...“ Uppfærslan á Óþelló er með- al áhugaverðustu atburðanna í leikhúslífi okkar þetta leikár og er þess að vænta að Márinn úr Feneyjum verði mörgum leikhúsgesti minnisstæður lengi að þessum vetri loknum. dþ. SOLSENITSYN Framhald af bls. 19. írina segir. „Heimili hans var eins og hjá stórborgara," sagði hún. (Á Vesturlöndum er Sols- énitsyn orðinn margmilljóneri á bókum sínum.) „Þau hjónin fóru reglubundið til Moskvu i leikhús eða á hljómleika." frina hafði eiginlega hugsað sér að vera þrjá mánuði í Rjas- an, en sneri heim eftir seytján daga. í einu síðasta bréfinu til rithöfundarins fræga segir hún: „Sanja. þú kemur ekki vel fram við mig. En ég sé ennþá fyrir hugskotssjónum drenginn ljúfa. sem ég svo oft bar á handlegg mér.“ ☆ HJALTi EINARSSON Framhald af bls. 29. keppni Olympíuleikanna á Spáni? — Ja, þetta verður erfitt, en vonandi tekst liðinu að komast til Múnchen. Óneitanlega væri gaman að verfi með í þessu og ljúka íþróttaferlinum á Olym- píuleikum! — Ertu kannski að hugsa um að hætta? — Ég veit ekki, auðvitað hlýtur að fara að koma að því, en erfitt verður það. Sennilega verð ég með í eitt ár enn og fer síðan að trimma! — Hvað er ánægjulegast við að iðka keppnisíþróttir, eru það sigrarnir, æfingarnar, félags- skapurinn, eða eitthvað annað? — Eiginlega þetta allt sam- an. Félagsskapurinn er þýðing- armikill, einnig ferðir og leikir erlendis, minningarnar frá slík- um ferðum gleymast aldrei. Ég álít einnig að íþróttirnar séu mjög þroskandi fyrir ungan mann eða konu, sem eru að hefja lífið. Þær veita mörgum nauðsynliegt sjálfstraust og beina mönnum á réttar brautir. — Þú hefur lengi staðið í eldlínunni Hjalti, hvaða ráð vilt þú gefa ungum manni, sem er að hefja iðkun keppnis- íþrótta? — Hinn sigildi sannleikur „Æfingin skapar meistarann" stendur alltaf fyrir sínu. Þá er mjög mikilvægur þáttur, að gefast aldrei upp, þó að á móti blási. Ef menn æfa vel kemur ávallt árangur fyrr eða síðar. Þá álít ég að íþróttamaður eigi að setja sér takmark og hafa það aðeins betra heldur en hann raunverulega getur. Að lokum sagði Hjalti Einarsson: — íslendingar gera miklar kröfur til íþróttamanna sinna. Mér finnst aftur á móti að tölu- vert skorti á, að nægilega mikið tillit sé tekið til þess hvað leggja verður á sig til að verða afreksmaður í íþróttum á al- þjóðamælikvarða í dag. Helzt þyrfti að æfa 2, 3 eða jafnvel 4 klukkutíma á dag. Það gefur auga leið, að slíkar æfingar til viðbótar fullum vinnudegi með hugsanlegri eftirvinnu, verða gagnslitlar og eru raunar von- lausar, ef þær eiga að koma að fullum notum. Ef við ætlum okkur að vera með í kapphlaupi þjóðanna á sviði keppnisíþrótta er nauðsyn, að þessi mál í heild verði end- urskoðuð og eitthvað gert, t.d. aðstoð í formi hlunninda og greiðslu vinnutaps. Ef e'kkert verður að gert drögumst við jafnt og þétt aftur úr. ☆ HJA6UÐI skrifad Framhald af bls. 13. eyddi snjónum. ísana leysti. Og að lokum skrifaði húh honum aftur, um nótt, var mjög fljót að því og gerði það betur en nokkru sinni fyrr. Hann svaraði ekki. Tíminn leið og hann svaraði ekki, og því fylgdi tilfinning um bíð- andi þögn sem er endir. Það var fyrst nú, þegar von- brigði hennar voru slík að hún gat ekki einu sinni létt á brjóst- inu með því að syngja, að hún hélt sig skilja hverju hún hefði vonazt eftir. Það var ekkert annað ^en að verða sú, sem hann skrifaði þegar hann ætti erfitt, þegar hann ekki gæti unnið, þegar hann efaðist um sjálfan sig og væri einmana. Það hefði getað orðið löng og dásamleg bréfaskipti, sem feng- ið hefðu gildi og fegurð af því að þau hittust aldrei, ekki í eitt einasta skipti fyrir dauða annars þeirra. Á öllum tímum höfðu listamenn staðið í þann- ig bréfasambandi við konur, skrifað þeim og fengið frá þeim dýrmæt, andrík bréf sem gef- ið höfðu síðari tímum alveg 6. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.