Vikan


Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 41

Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 41
NÝTT FRÁ ÖNNU BERGMANN mmgm STUTTPItS BARNABUXUR ANNA BERGMANN Dalshrauni 1, Hafnarfirði — Sími 52533 ust íljótandi að styttri tíma liðnum en Stjarnan afði til- tekið. En einhvern veginn er eitthvað fjarska óheimspekilegt við tilraun þessa, af hálfu Stjórnarblaðsins, til að hrekja hina almennu fullyrðingu Stjörnunnar — með því að til- færa sérstök dæmi, sem brjóta í bága við fullyrðinguna. Hefði verið hægt að tilgreina fimmtíu í stað fimm dæma um lík, sem hefðu fundizt á floti að tveim eða þrem dögum liðnum, hefði samt með réttu mátt líta á þessi fimmtíu dæmi aðeins sem und- antekningar frá reglu Stjörn- unnar, þangað til að þvi hefði komið, að reglan sjálf yrði af- sönnuð. Ef reglan er viður- kennd (og StjórnarblaSiS neit- ar ekki að gera það, heldur bendir aðeins á undantekning- ar frá henni), er ekki haggað við krafti röksemdafærslu Stjörnunnar; því að samkvæmt þeirri röksemdafærslu er aðeins fjallað um líkurnar fyrir því, að líkið hefði flotið upp á yfir- borðið á skemmri tíma en þrem dögum; og þessi líkindi styðja aðstöðu Stjörnunnar, þangað til að dæmin, sem á svo barna- legan hátt er bent á, eru orðin nógu mörg til að mynda gagn- stæða reglu. Þú munt strax sjá, að allar röksemdir um þetta atriði ættu að beinast gegn reglunni sjálfri ef þær eru á annað borð notað- ar; og í þessum tilgangi verð- um við að rannsaka grundvöll- inn, sem reglan er byggð á. Nú er það svo, að mannslíkaminn er yfirleitt hvorki miklu léttari né miklu þyngri en vatnið i Signu; það er að segja, eðlis- þyngd mannslíkamans i eðli- legu ástandi er um það bil hin sama og þyngd jafnrýmis hans af fersku vatni. Líkamir feitra og holdugra manna með lítil bein, og kvenna yfirleitt, eru léttari en líkamir horaðra og stórbeinóttra kvenna, og karl- manna: og eðlisþyngd árvatns breytist lítillega vegna áhrifa frá sjávarföllum hafsins. En ef við leiðum sjávarföllin hjá okk- ur, má segja, að mjög fáir mannslíkamir munu yfir höfuð sökkva aj sjálfu sér, jafnvel í r'ersku vatni. Næstum allir, sem falla i á, munu geta haldizt á floti, ef þeir láta eðlisþyngd vatnsins vaxa miðað við sína eigin eðlisþyngd — það er að segja, ef hann lætur allan lik- ama sinn vera undir yfirborð- inu, að sem fæstum líkamshlut- um undanskildum. Hin rétta staða fyrir mann, sem kann ekki að synda, er hin upprétta staða manns, sem gengur á landi með höfuðið keyrt aftur og i kafi; en aðeins munnurinn og nasirnar eiga að vera yfir yfir- borðinu. í þessari stellingu komumst við að raun um, að við fljótum auðveldlega og á- reynslulaust. Það er þó auðsætt, að eðlisþyngdir likamans og vatnsins, sem hann ryður frá sér, eru næstum alveg þær sömu og að hve lítið sem er eykur aðra og minnkar hina. Ef til dæmis handlegg er lyft upp úr vatninu og hann þannig sviptur stuðningi sínum, er það nægur viðbótarþungi til að setja allt höfuðið á kaf, en hins vegar er örlítil spýta nægileg hjálp til að geta lyft höfðinu til að litast um. En í umbrotum þeirra, sem ósyndir eru, er örmunum ævin- lega lyft upp, á meðan tilraun er gerð til að halda höfðinu i sinni venjulegu, lóðréttu stell- ingu. Afleiðingin er sú, að munnurinn og nasirnar fara í kaf, og að vatn er tekið inn í lungun, meðan reynt er að anda í kafi. Mikið fer líka niður i magann, og allur líkaminn þyngist sem nemur mismuni þyngdar þess lofts, sem áður fyllti þessi holrúm, og þyngdar vökvans, sem nú fyllir þau. Þessi mismunur er nógu mikill til þess, að likaminn sekkur yf- irleitt; en hann er ekki svo mikill, þegar um er að ræða menn, sem eru smábeinóttir eða hafa óeðlilega mikið af skvapi eða fitu utan á sér. Slíkir menn fljóta jafnvel eftir að þeir eru drukknaðir. Likið, sem við hugsum okk- Ur að sé á árbotninum, verður þar áfram, þangað til að eðlis- þyngd þess verður á einhvern hátt aftur minni en jafnrýmis þess af vatni. Þetta verður við rotnun, eða á annan hátt. Við rotnunina myndast loft, sem þenur út frumuvegina og öll holrúmin og sem veldur hinu uppblásna útliti, sem er svo hræðilegt. Þegar þessi þensla er orðin svo mikil, að rúmtak líksins hefur aukizt verulega án samsvarandi aukningar á efnis- rnagni þess eða þunga, verður eðlisþyngd þess minni en vatns- ins, sem það ryður frá sér, og þá kemur það strax upp á yfir- borðið. En óteljandi atriði hafa áhrif á rotnun — óteljandi or- sakir flýta eða seinka henni; til dæmis má nefna hita eða kulda árstímans, málminnihald eða hreinleika vatnsins, mikil eða lítil dýpt þess, straumur eða kyrrð í því, hitastig líksins, sýking þess eða heilbrigði fyrir dauðann. Það er þannig ber- sýnilegt, að við getum ekki til- tekið neinn ákveðinn tíma, með neinni nákvæmni, sem á að líða, þangað til að líkinu skýt- ur upp vegna rotnunar. Við viss skilyrði mundi þetta gerast inn- an klukkustundar; við önnur skilyrði mundi það kannski alls ekki gerast. Til eru efnablönd- ur, sem hægt er að nota til að halda dýralíkömum lausúm við rotnun óendanlega lengi; tvi- klóríð kvikasilfurs er eitt slíkt efni. En auk rotnunarinnar get- ur verið, og er venjulegast, um að ræða loftmyndun í maganum vegna súrrar gerjunar jurta- efna (eða í öðrum holrúmum af öðrum orsökum) þannig að út- þenslan verður svo mikil, að líkaminn kemur upp á yfir- borðið. Þau áhrif, sem það hef- ur að hleypa úr fallbyssu, eru einfaldur titringur. Hann getur annaðhvort losað líkamann úr mjúkri leðjunni eða aurnum, sem hann er fastur í, og þannig gert mögulegt, að hann komi upp, þegar aðrar orsakir hafa þegar búið hann undir það; eða^ hann getur unnið bug á sam- loðun einhverra rotnandi hluta frumuvefjanna, svo að loftið getur þanið út holrúmin. Þar sem við nú höfum fyrir framan okkur alla fræðikenn- inguna um þetta efni, getum við auðveldlega notað hana til að prófa staðhæfingar Stjörn- unnar. „Öll reynsla sýnir“, seg- ir þetta blað, „að lík drukkn- aðra manna, eða lík, sem kastað er í vatn strax eftir dauða, sem leitt hefur af ofbeldi, þurfa að liggja í vatninu í sex til tíu daga til þess, að nægileg rotn- un eigi sér stað til að láta þau fljóta uppi. Jafnvel þegar hleypt er af fallbyssu yfir líki og það flýtur uppi, áður en það hefur legið að minnsta kosti fimm eða sex daga í vatninu, sekkur það aftur, ef ekki er við því hreyft." Öll þessi málsgrein hlýtur nú að líta út sem ósamkvæm og sundurlaus athugasemd. Öll reynsla sýnir ekki, að lik drukknaðra manna þurfi frá sex til tíu daga til þess, að rotnunin verði nægileg til þess, að þeim skjóti upp. Bæði vis- indin og reynslan sýna, að tím- inn, sem líður, þangað til að þeim skýtur upp, er, og hlýtur að vera, óákveðinn að lengd. Enn fremur er það svo, að hafi lík komið upp á yfirborðið vegna fallbyssuskots, mun það ekki „sökkva aftur, ef ekki er við því hreyft“, fyrr en rotnun- 6. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.