Vikan


Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 49

Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 49
sagði hann. — Ég trúi því ekki að þeir hafi sökkt honum? Þeir hafa aðeins talið honum trú um það. Það fyrsta sem þú verður að gera í fyrramálið, Ross, er að leita í víkunum við strönd- ina. Við verðum að finna Rita Rina, ef við eigum að komast héðan. Hann virtist glaður yfir þess- ari hugmynd og ég vildi ekki taka frá honum þessa veiku von, sem hann treysti á í hálfgerðu óráði. Ég vildi leyfa honum að lifa í trúnni um að við gætum frelsað Jacky og Jonathan. Mooney var áhyggjufullur. —■ Hvernig líður þér, Hektor? Querol leit á Mooney og sagði við mig: — Þú verður að reyna að koma honum í skilning um að- stæður okkar. Vesalingurinn heyrir ekki neitt. Hann skilur auðvitað að eitthvað er að, en hann veit ekki hvað það er. Ég kinkaði kolli. Ég kenndi líka í brjósti um Mooney. Þetta hlaut allt að vera dularfullt í augum hans. Querol hélt áfram: — Svo verðum við að bjarga Jacky og Jonathan úr klóm Leighs. Þú verður að reyna að komast að því hvað vakir fyrir honum, Ross. Hvað það er sem hann hefir í huga og hverju hann er að bíða eftir. Drengurinn fór nú að bera sig illa. — Ég er svo fjarska- lega svangur. Mér finnst mag- inn í mér dragast saman í krampa. Hve langt er síðan við höfum fengið matarbita? Því meir sem ég hugsa um mat, verð ég svengri. Ég sagði við hann: — Reyndu að hugsa ekki um mat. Við hljótum að finna eitthvað ætilegt á morgun. En hvar áttum við að fá mat? Kananga var alger auðn. Áttum við að grátbiðja Leigh um mat? Hann hafði örugglega nægar matarbirgðir. En til hvers þurfti hann á þeim að halda? Eftir hverju beið hann? Bát, sem átti að sækja hann til Kananga ... Hann var búinn að vera á eynni í fjóra dag! Hversvegna kom báturinn ekki. Hvað var hann að brugga? Þessum spurningum varð ekki svarað. Það var nú farið að hvessa og mjög kalt í kapell- unni. Mér var kalt og tennurn- ar glömruðu í munninum á drengnum. — Mér er svo kalt, kveinaði hann. Ég átti ekki von á að nokkur okkar gæti sofið um nóttina, þótt við værum allir uppgefnir. Þreyttur hugur minn var hjá Jacky. Hvernig áttum við að bjarga henni. Mér fannst óbærilegt að vita hana í Gu/lfoss feróir 1972 KYNNIÐ YÐUR FERÐATILHÖGUN. PANTIÐ FARMIÐA YÐAR TlMANLEGA. i/f VL H.E EIMSKIPAFÉLAG H ÍSLANDS FARÞEGADEILD PÓSTHÚSSTRÆTI 2 - SÍMI 21460 Ferðaáœtlun nvs Gullfoss 1972 ' —***!■£+&& Sendið þessa úrklippu og þér fáið senda Feróaéæthjn m/s Gullfoss fciflfn H»imili klóm þessarar skepnu. Drengurinn tuldraði í sífellu: — Mér er svo hræðilega kalt! Og Mooney fór að kvarta um hungur. — Það er eins og verið sé að slíta úr mér innyflin. Ef hér væri aðeins rotta, myndi ég éla hana hráa, jafnvel lifandi! — Ó, þegiðu! hrópaði dreng- urinn og brast í grát. Mooney horfði á hann með áhyggjusvip. — Hann deyr ,ef hann fær ekki mat. Hann frýs í hel. Hann er svo hræðilega magur! En að lokum sofnuðu þeir, einn eftir annan. Querol átti erfitt um andardrátt. Mooney hraut með galopinn munninn og drengurinn bylti sér í svefn- inum. Honum leið verst, hann var jafnvel verr haldinn en QueroL þrátt fyrir að Querol var særður. Ég hallaði mér upp að köldum steinveggnum og hugsaði um Jacky. Ég vonaði að hún færi ekki að reyna flótta, eða gera eitthvað, sem vekti tortryggni Leighs. Það var nógu erfitt að hugsa um hrottaskap hans. Hann gæti fundið upp á því ótrúlegasta gagnvart henni... Drengurinn vaknaði Hann starði á mig, stjörfum augum, svo tautaði hann: — Mig dreymdi... — Reyndu að sofa. Það er ekki komin dögun ennþá. En hann settist upp — Mér er svo kait. Tennurnar glömruðu. — Og ég er svo hræðilega svangur. Heldurðu að þeir hafi mat þarna í skýlinu? Jacky myndi reyna að koma til mín mat, ef hún vissi... Mér er svo kalt að ég held ég sé að deyja! Mér varð órótt vegna hans. Hann var verr settur en Querol. Ég hlustaði á hann um stund. Hann muldraði eitthvað óskilj- anlegt og það var greinilegt að hann var orðinn eitthvað rugl- aður. En svo þagnaði hann. Hann hafði oltið út af. Ég fann að ég var lika að sofna. Ég krosslagði armana á hnjánum og hallaði mér svo fram og sofnaði. Það var farið að birta, þegar ég vaknaði. Loftið var þungbú- ið, en þokunni hafði létt. Querol og Mooney sváfú ennþá; Querol lá afturábak á plönkunum en Mooney hallaði sér upp að veggnum með opinn munninn. En drengurinn var horfinn. f fyrstu varð ég ekki svo áhyggjufullur. Það gat verið að hann hefði farið rétt út fyrir, eða þá niður að ströndinni, til að vita hvort ekki værS eitt- hvað ætilegt þar, þar sem hungrið var að gera út af við hann. Ég fór út og gekk í kring- um kapelluna, fram hjá minnis- merkinu og fikraði mig svo nið- ur að ströndinni. Ég var líka farinn að finna sárt til hungurs. Ég leit á skeljarnar í fjöruborð- inu. En þrátt fyrir hungrið, bauð mér við að borða skelfisk- inn hráan. En hve lengi gætum við haldið matarleysið út? Hungrið, kuldann og þessar öm- urlegu aðstæður .Gat það verið að drengurinn hefði verið svo ruglaður að hann hefði farið til skýlisins, til að reyna að fá mat? Sólin brauzt nú fram úr skýjaþykkninu og það varð skellibjart. Nú sást vel til skýl- isins og hafflöturinn var skín- andi bjartur. . Og sólin skein líka á dreng- inn, sem lá alblóðugur og líf- vana rétt við fæturna á mér. Hann var kominn hálfa leið að skýlinu. Svo hvarf sólin bak við ský og umhverfið varð grátt og skuggalegt. Ég varð stjarfur af skelfingu. Gat það verið að Leigh hefði skotið drenginn með köldu blóði, þegar vesalingurinn kom skríðandi hálfdauður af kulda og hungri... Leigh gat aldrei stafað nein hætta af honum! Reiðin náði tökum á mér og ég þaut fram úr runnanum til drengsins. — Skjóttu! öskraði ég, frávita af reiði. — Dreptu mig líka! Skjóttu, djöfulsins þorparinn þinn! Framhald í nœsta blaði. 6. TBL. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.