Vikan


Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 47

Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 47
Loftblásarar af öllum stærðum og gerðum. Dynjandi sf. - Skeifan 3 hefir ekki þorað að gera neitt. Hann þorði ekki einu sinni að reyna. Hann sat aðeins kyrr, hélt höndum fyrir andlitið og það ieit helzt út fyrir að hann væri að gráta og hann tautaði eitthvað um að þú hefðir farið um borð í Yabbie og að þú hefðir verið eitthvað svo und- arlegur. Það kom mér til að leita þig uppi. Hann var hugsandi um stund, en svo sagði hann: — Þetta var nokkuð sniðugt hjá honum. Hann kom mér af stað, án þess að Leigh yrði tortrygginn. Ég er ekki eins hræddur um Jacky nú, þar sem Jonathan gat kom- ið þessu til leiðar ... Þó getum við ekki vitað hvað hefir skeð í fjarveru okkar. Hann herti gönguna. Mooney, drengurinn og ég drógumst aft- ur úr. Mig verkjaði í allan lík- aman eftir aðgerðir Freds. En hugur minn var allur hjá Jacky og Jonathan. Hún var aðeins stúlka og Jonathan bæklaður maður og þau voru hjálpar- vana gagnvart Leigh Rowan, sem ekki myndi hika við að skjóta þau, ef honum byði svo við að horfa. Við komum svo að grýttu sléttunni við eystri tindinn. Quero! nam staðar og horfði á mig. — Hér skildum við við þau. En þar var enginn. — Er það víst að þau hafi verið hér? spurði ég. — Já, örugglega! Mooney kippti í handlegginn á Querol. — Hvað er að, Hek- tor? Það gerði Querol ofsareiðan. — Hvernig á ég að tala við þig. Þú ert heyrnarlaus, fíflið þitt. Hann sneri sér að mér. — Við verðum að dreifa okkur. Þú tekur drenginn með þér og heldur austur fyrir tind- inn. Mooney og ég förum í vestur. Leigh sagði að þeir hefðu haft aðsetur í skýlinu sunnan á eynni. Hann leit á mig. — Hvernig líður þér? Ja, ég er ekki að spyrja af háttvísi einni saman. En ef þú hittir Leigh, þá getur þú búizt við hverju sem er. Getur þú tekið á móti, ef hann ræðst á þig? — Já, sagði ég. Hann greip um handlegg Mooneys og dró hann áfram með sér Ég lagði af stað með drenginn í hina áttina Það var mjög erfitt yfirferð- ar. Þokan, sem ennþá var kol- dimm, gerði okkur erfiðara fyr- ir. Það var eitthvað svo óend- anlega vonlaust við þessar til- raunir okkar. Við fikruðum okkur áfram eftir klettabrún- unum og vissum að hvert spor gat haft hættur í för með sér, það mátti engu muna, svo að við steyptumst ekki fram af og í sjóinn. Mér hitnaði, að minnsta kosti, en drengurinn var jafn fölur og kuldalegur. Hann er allt of magur, hugsaði ég, þeg- ar ég leit á hann. Hann hafði ekki mikið þol eftir. Við kom- umst kringum tindinn og að malarsléttu, þar sem nokkrar þúfur voru á strjálingi. Engin mannvera var þar sjáanleg. Ég hóf upp raust mína og kallaði: — Jacky! Jonathan! Drengurinn sagði: — Eigum við ekki að kalla á þennan Leigh Hka? Þetta var skynsamlega hugs- að. Við kölluðum báðir: — Leigh! Jacky! Jonathan! En enginn svaraði. Við þrömmuðum áfram. En alveg að óvörum rákum við okkur á þverhníptan kletta- vegg. Querol hafði ekki talað um fleiri tinda. Það tók mig nokkurn tíma að finna að þetta var ekki klettaveggur, heldur steyptur veggur. Undrandi þreifaði ég mig áfram með veggnum og fann að annar lægri veggur lá í vinkil út frá honum og þar voru dyr með fúnum dyrakörmum. Ég gekk varlega inn um dyrnar og sá þá að þetta voru leifarnar af kap- eilunni. Austurveggurinn var næstum fallinn, en mislitu gluggarnir stóðu ennþá. Þetta var greinilega kapellan, sem Querol hafði sagt mér frá. Henni hafði ekki verið haldið við eft- ir andlát föðursins, sem hafði byggt hana til minningar um börnin sín. Hvenær var það? Árið 1912? Það var einkenni- legt að gluggarnir skyldu enn- þá vera heilir. Þegar ég kom nær, sá ég að miklar sprungur voru i glerinu, en litirnir voru ennþá greini- legir og málningin var næstum óckemmd. Þetta voru myndir af fjórum börnum og nöfnin voru ennþá læsileg: St. Abigail, St. James, St. Richard og St. Lucy. Ég ho:rfði lengi á þessar myndir. Svo sá ég haug af fún- um spítum, sem lágu á gólfinu, það hafði að öllum líkindum einu sinni verið altarið. í miðj- um haugnum voru kertastjak- ar úr messing, sem voru græn- ir af elli og ennþá voru í þeim kertisstúfar. Gat það verið að kertin væru jafngömul stjök- unum. Þau voru nöguð, eins og eftir mýs. Mér fannst ótrúlegt að nokkur mús gæti haldið lífi þarna í þessari auðn. Fleira var ekki þarna í kap- ellunni, nema lítill snepill af gólfmottu. Hann var rakur, þeg- ar ég snerti á honum. Hafði hinn einmana faðir notað hann til að hvíla kné sín á, þegar hann bað fyrir börnum sínum? Það var eitthvert vonleysi yf- ir þessum stað og ég var farinn að skjálfa af kulda. Ég flýtti mér út og drengurinn kom á eftir mér. Hann hafði ekki sagt eitt einasta orð. Skyldi hann hafa heyrt söguna um Sybil Flynn, eða lagði hann sínar eig- in hugmyndir í það sem hann hafði séð? Fyrir utan vegginn, neðan við myndagluggann, fann ég minnisvarðann og nöfnin voru ennþá vel læsileg. Þar stóð: Helgað minningunni um Ric- hard, Lucy, James og Abigail, lieittelskuð börn Thomasar Moorehead. Fjórar saklausar sálir, sem fórust með Sybil Flynn 2. september árið 1874. Líkamir þeirra hurju í hafið, 6. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.