Vikan


Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 19

Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 19
móðurbróðir Soisénitsyns. Hér er hann við stýrið á lúxuskerrunni, en 1910 voru aðeins níu Rolls-Roycebílar í Rússlandi. Einn þeirra átti Róman. aftur í Irina kona hans oq móðir Solsénitsyns. ■1111 1 „ . fjjpp * 3 gerði fyrnefndur yfirhershöfð- ingi, stórfursti Nikolaj Niko- lajevitsj, kröfu til lúxuskerru þessarar til eigin afnota. Eftir árin átta í þrælkunar- búðunum var Solsénitsyn send- ur í útlegð til Kasakstan, og þaðan slapp hann ekki fyrr en 1956, enda Stalín þá fyrir nokkru dauður. Þá heimsótti hann írinu í Georgiévsk og spurði hana lengi og grand- gæfilega út úr sögu fjölskyld- unnar. Sumt af því sem hún sagði honum skilaði sér svo í skáldsögunni Ágúst 1914. Róman og írina bjuggu á landsetri er afi Solsénitsyns hafði átt, og nefnir rithöfund- urinn gamla manninn ekki Sér- bak í bókinni, eins og hann raunverulega hét, heldur Tóm- tsjak. Hann lýsír þeim atburði er afinn, ,,þessi óheflaði, litríki Suður-Rússi... i borgarfötum, sem raunar minntu á karnival- búning", gekk á fund forstöðu- konu eins stórvirðulegs heima- vistarskóla fyrir stúlkur í Ros- tof, til að koma dóttur sinni Seníu þar að. „Tómtsjak gat aldrei talað lágt, og ekki einu sinni í eðlilegri hæð. í vinnu- herbergi skólastýrunnar hróp- aði hann svo hátt, að engu lík- ara var en hann væ'ri að yfir- gnæfa skrölt í uxakerrum eða jarm í stórri sauðahjörð.11 Senía er það nafn, sem Sol- sénitsyn í sögunni gefur Taisíu móður sinni. Um hana skrifar rithöfundurinn: „Þegar Senía kom heim í fríum, náði hræðsl- an, sem alin hafði verið upp 5 henni frá barnsaldri, aftur yfir- tökum. Einu sinni kom hún með Sonju (vinkonu sína sem var Gyðingur) með sér, og sá þá með hennar augum óslípaðan durgsbrag heimilis síns skýrar fyrir sér en nokkru sinni fyrr og var yfirkomin af skömm.“ Sérbak gamli barði konuna sína og var einu sinni kominn að því að ráðast með hnífi á Róman son sinn, er þeir deildu. írinu geðjaðist ekki að fjöl- skyldunni, sem hún giftist inn í að vilja föður síns. „Þetta voru durgar," segir hún. Hún lýsti þeim vandlega fyrir hinum fræga venslamanni sinum. „Jarðdrottnar okkar," sagði hún, „höfðu lífshætti svína. Þeir voru fylliraftar spilafífl og hór- karlar." Um móður Solsénitsyns sagði hún: „Hún lauk námi sínu með ágætiseinkunn og leit út fyrir að vera ívið skynsamari en þeir, sem hún umgekkst. I raun og veru var hún hroka- fullt og íhaldssamt flón.“ Foreldrar Solsénitsyn gengu í hjónaband 1917 á vígstöðvun- um, þar sem faðir hans barðist þá sem ungur liðsforingi. 1918 sneri hann aftur til eigna fjöl- skyldunnar í Sablía. Borgara- stríðið, sem fylgdi byltingunni, var þá hafið. Rauði herinn hundelti stórjarðeigendur. Margir þeirra voru skotnir. Dag einn fékk írina símskeyti frá móður Solsénitsyns, svohljóð- andi: „ísaj er i lífshættu.“ Þau hjón brugðu við og sáu föður Solsénitsyns á sjúkrahúsi, særð- an til ólífis. Sagt var að hann hefði orðið fyrir slysaskoti á veiðum en almennt var grun- að að hann hefði framið sjálfs- morð. Fáeinum mínútum áður bn hann dó sagði hann við írinu: „Annastu son minn. Ég er viss um að það verður sonur.“ Tai- sía var þá komin á þriðja mán- uð. Alexander Solsénitsyn fædd- ist í húsi írinu. Eignir fjölskyld- unnar höfðu rauðliðar þá gert upptækar. Taisía fékk vinnu hjá lögreglunni í Rostof sem hrað- ritari. Alexander var fyrst um sinn hjá írinu. Roman vann fyrir sér sem áætlunarbílstjóri. Hann dó 1944, og hafði írina þá ekkert til að lifa af. Seytján dögum síðar dó Taisía úr berkl- um. Um þær mundir var Alexand- er Solsénitsyn á vígvöllum síð- ari heimsstyrjaldar sem liðsfor- ingi. Hann hafði stundað stærð- fræði og eðlisfræði í háskólan- um í Rostof og hlotið ágætis- einkunn í báðum fögum. Á stríðsárunum gekk hann að eiga Natösju, dóttur kaupmanns af Gyðingaættum. 1953, þegar hann var laus úr fangelsinu, fylgdi kona hans honum ekki í útlegðina. írina ' Sérbak segir þar um: „1956 kom Sanja (Al- exander) aftur. Hann fór til konu sinnar, sem bjó nálægt Rostof. Hún bjó þá með öðrum manni. Sanja tók sér það mjög nærri. Hann settist að í Rjasan, borg hundrað og áttatíu kíló- metra frá Moskvu. Þegar hann hafði fengið dável launaða stöðu sem stærðfræðikennari, vildi Natasja koma til hans aft- ur. Sanja heimsótti mig og spurði mig ráða. Ég sagði hon- um að ég virti þær konur ein- ar, sem fylgdu mönnum sínum gegnum þykkt og þunnt. Allar aðrar væru dræsur að mínum dómi. En Natasja var frek og fékk Sanja á sitt mál, flutti svo til hans ásamt móður sinni og einni systur. Þar bjó Sanja svo með þremur konum, uns hann yfirgaf þær í fyrra og tók sam- an við yng'ri konu.“ Síðast hitti írina uppeldisson sinn skáldið 1970, og minnist þeirra endurfunda ekki án bit- urðar. Solsénitsyn hafði boðið henni og sent henni peninga fyrir farinu. „Þegar ég kom út úr lestinni," sagði gamla konan, „sá ég Sanja og Natösju ganga inn í stöðvarbygginguna og hverfa. Ég var svo óskaplega fátækleg í gömlu fötunum min- um, að þau hafa skammast sín fyrir mig. Hefði ég haft ein- hverja peninga, hefði ég snúið við heim rheð næstu lest. En ég átti aðeins tuttugu kópeka." Solsénitsyn var rekinn úr sov- éska rithöfundafélaginu 1969, og fær enga línu að birta opin- berlega þar í landi; lifir samt ekki við neina vesöld, að því er Framhald á hls. 37. 6. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.