Vikan

Tölublað

Vikan - 10.05.1973, Blaðsíða 11

Vikan - 10.05.1973, Blaðsíða 11
ER HÚN SÚ BEZTA? Þessa spumingu hefur Harriet Andersson ekki heyrt um sjálfa sig fyrr en eftir leik sinn i nýjustu mynd Ingmars Bergman „Hvisl og hróp”. Þó hefur hún heyrt flest og einnig lagt sitt til málanna. En nú hefur hún hljótt um sig. Harriet er lifshættuleg. Þeir sem vinna með henni vita aldrei hvort þeir eiga von á barsmið eða kossi frá henni. Hún ris upp gegn öllu og öllum. Alla ævi hefur hún leitað manns, sem gæti haft stjórn á henni, en i þess stað er það hún sem stjórnar karlmönnunum. En hún er frábær leikkona, kannske bezta kvikmyndaleikkona heims. Hún liggur ekki á skoðunum sinum og hræðist hvorki vatn né eld. Það eina sem hún ber óttablandna virðingu fyrir er Ingmar Bergman. Ef til er það þess vegna sem samvinna þeirra ber svo rikulegan ávöxt. Vissulega er það Ingmar Bergman, sem hefur virkjað hæfileika þessarar frábæru leik- konu. 1 ,,Hvisl og hróp” skapar hún eina eftirminnilegustu manngerð, sem sést hefur i kvik- myndum. Mynd hennar af deyjandi konu, sem elskar lifið en berst við kvalafullan dauða hefur unnið hug bæði áhorfenda og gagnrýnenda. r Það er ekkert óvenjulegt að Harriet Andersson veki athygli. Nafn hennar minnir á sögur af fátæku stúlkunni sem varð heimsfræg og þó enn fremur á hina, af stúlkunni sem byrjaði með þvi að sýna likama sinn nakinn, en sýnir nú sálina. En sagan af fátæku stúlkunni á ekki við hana. Foreldrar hennar voru ekki fátækir og að lokinni skólagöngu vann hún fyrir sér með lyftuvörzlu og blaðaútburði. Fristundir sinar notaði hún til leiklistarnáms hjá Calle Flygare. Það leið ekki á löngu áður en leikstjórar og kvikmyndaframleiðendur komu auga á hana. Hún hóf leik i kvik- myndum en vakti ekki umtals- verða athygli fyrr en i kvik- myndum Bergmans. Sú fyrsta var ,,Sumarið með Móniku.” Hún lék lika á sviði undir stjórn Bergmans, en kemur fyrst fram sem fullþroska leikkona i ,,Sem i skuggsjá.” Eins og áður segir hefur Harriet ekki legið á skoðunum sinum. blaðamenn hafa kallað hana „Lýðveldið Andersson”, þvi að hún semur sér sin eigin lög. Myndatökumenn hafa kallað hana „stjórnandann”, þvi að hún hefur skammað þá blóðugum skömmum unz þeir hafa samþykkt að mynda nef hennar og sál frá réttu sjónar- horni. Harriet Andersson er einstæð á fleiri en einn máta. Það er ekkert undarlegt við það að hún skuli ekki bera á móti þvi að hún sé bezta leikkona heims. Henni hefur svo oft tekizt að sanna að hún hafi rétt fyrir sér . . . 19. TBL. VIKAN 1 1

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.