Vikan

Eksemplar

Vikan - 10.05.1973, Side 13

Vikan - 10.05.1973, Side 13
wLa f . wMzmfflli \ lit. Kjóllinn sem hón var i var sléttur og svartur, og þröngur um brjóst og mjaömir. Hún var, laus viö öll þessi bellibrögö, sem konur nota til þess aö vera kvenlegar út- lits. Og einhvern veginn geröi allt þetta hana ennþá fallegri en nokkra konu, sem ég haföi nokkurn tima séö. — Hún sefur i ekkjusæng, sagði Mantaris og röddin skalf af viö- kvæmni. — Hennar góöi eigin- maður sefur i kaldri moldinni. Hann þagnaði og sleikti þurrar varirnar. — Ég sá hana i skógar- túr meö honum, fyrir nokkrum árum. Hún dansaöi i kvennahóp, hávöxnust þeirra allra. Þá var hún ekki föl á kinn, eins og núna, heldur heit af fjöri og lifsgleði. Ekki eins og þessar tæröu borga- konur, heldur eins og fjallakona, ólgandi af hetjublóöi. — Þú ert oröinn patriarki, sagöi ég, — og sagnfærðingur og sagna- þulur. Hættu nú aö pakka brauð og sneiöa ost, rétt á meöan þú segir mér, hvar hún á heima. Allt i einu var einn löngu fingranna hans kominn á loft og miöaöi á mig eins og byssuhlaup. Leðurkinnarnar skulfu og augun leiftruöu. — Ég þekki þig, sagöi bann. — Þú hefur rán og nauðgun i huga! Hann kreppti hnefann og baröi sér á brjóst. — Þú skilur ekki hina göfugu sorg saknaöar hennar! Að sjá hana nú og muna hana eins og hún var, kvelur mig hérna. Hann lagði höndina á hjartað. Hann brýndi raustina meö fyrirlitningu. — Þig verkjar neöar! — Vinur sæll, sagði ég hóglega. — Þú gerir mér rangt til. Ég kann Hka að meta göfgi sorgarinnar. Þú veröur aö muna, að ég er llka Grikki. Hann yppti öxlum og hvæsti einhverju út úr sér. — Þaö er ekki nema satt, að þú ert Grikki, sagöi hann, — en það eru nú ýmiskonar Grikkir til. Sumir eru af- komendur ljóna en aðrir .... Ég bar fingurinn aö nefinu i eftirvæntingu. — En aðrir eru komnir af geitum, sagöi hann. — Hún er fögur kona, sagði ég. Svipurinn á honum mýktist ofurlitið. — Já, sagöi hann . . .já. — Andlit eins og Helenu, sem gæti komiö þúsund skipum á flot, sagöi ég. Hann hristi höfuðið til sam- þykkis. — Já, sagði hann. — Og brjóstin á henni eru eins og stórir kálhausar, sagði ég. Hann stökk næstum upp I loft. Þegar hann kom aftur niður var hann eldrauöur I framan. Hann sló opnum lófanum á búöar- boröiö. — Þú ert sjálfur meö kálhaus I höfuðs staö! öskraöi hann. — Þú átt ekki virðingu til. — Þú hefur á réttu aö standa, minn gamli uppþornaöi vinur. Framhald á bls. 34 19. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.