Vikan

Issue

Vikan - 10.05.1973, Page 14

Vikan - 10.05.1973, Page 14
músík með meiru ALICE COOPER „Alice, Alice, Alice,” öskruöu nokkur hundruö hálf-brjálaöra aödáenda, þegar bláa, rauða og hvita þota hljómsveitarinnar, Alice Cooper, lenti á Prestwick flugvelli i Glasgow i upphafi þessa árs. Það var upphaf á margumræddri Evrópuferö hljómsveitarinnar. — Þegar þeir gengu niður landganginn, mjög svo ánægðir meö þær góöu við- tökur, sem þeir fengu, breyttust skyndilega kringumstæður. Hinir áköfu aðdáendur höfðu brotið niður hindranir, sem voru á milli þeirra og hljómsveitarinnar, og streymdu i átt til þeirra félaga, sem urðu að taka á sprett upp i bilana, sem biðu þeirra. Hurricane Alice eða Hvilfirbylgja Alice, eins og Glasgow blöðin kölluðu hann daginn eftir, var komiö I öruggt fylgsni i Central hótelinu. Næstu 24 timar urðu þeir ægilegustu og kannski eftir- minnilegustu i sögu hljóm- sveitarinnar. Upphaf hryllingsins. Forleikur þess, sem verða átti, varö i Glasgow, tveimur dögum áöur en hljómsveitin kom þangað. Alice Cooper, þá i New York, las um ólæti, sem orðið höfðu viö knattspyrnuleik i Glasgow. Mynd á forsiðu London Times sýndi unga stúlku borna burt af leikvanginum með hnif á kafi i höfðinu. Ahrifamáttur poppstjörnunnar sýndur svart á hvitu. Keimlikt atriði er aö finna i prógrammi Alice Cooper. — Skyldi einhver ekki vita hvernig hljómleikar Alice Cooper eru, þá samanstanda þeir af hryllings- atriðum og tónlist. Alice er hengdur, hálshöggvinn og þar fram eftir götunum. Allt er þetta Alice Cooper: t Munchen kom heill sirkus á flugvöllinn til að taka á móti honum og hann hélt inn til borgarinnar á baki fils, sem flutti hánn til sirkus- tjaldsins, þar sem hljómleikar kvöldsins skildu haldnir. Hann er þjóöarhetja i Þýzkalandi. Fyrsta L.P. platan hans, Prettys for you, var bezt stjórnaða L.P. platan fyrir fjóru og hálfu ári siðan. gert mjög raunverulegt. Myndirnar hér i opnunni tala annars sínu máli um þann fjölbreytileika og „aksjón”, sem sjá má á hljómleikum Alice Cooper. — En þegar fyrrgreindur atburður á knattspyrnuleiknum i Glasgow varð ljós, hætti Alice Cooper viö samsvarandi atriði i prógramminu. Það var þvi engin furða, þó þeir félagar væru litið eitt smeykir við sjálfa sig, þegar þeir komu til Glasgow. t fyrstu virtist, sem1 verstu hu|sanir þeirra ætluðu að koma fram, umkringdir hundruðum æstra aðdáenda, var þeim haldið föngum á hótelinu. Fjörutiu lif- vöröum hafði verið bætt við þá, serh fyrir voru, þegar hljóm- sveitin kom til Playhouse, þar sem hl jómleikarnir skyldu haldnir. Hinir þrjú þúsund aðdáendur, fögnuðu Alice með ólátum og skrflshætti, sem aldrei fyrr hafði sézt i hinu virðulega Skotlandi. Aður en stjarnan haföi á sviðið komið, höfðu hundruð stúlkna brotizt i gegn um varnarraðir lögreglumanna og brotið niður þrjár sætaraðir um leið. Þá skyndilega varð mikiö reykský á sviöinu og þegar það hægt en sigandi eyddist, birtust Alice Cooper og félagar i allri sinni dýrö, Alice iklæddur gulli og svörtu leðri, með svartan farða i kringum augun, leiddi hljóm- sveitina þar inn i upphaf hljóm- leika, sem liklega verða skráðir með gulli i sögu hljóm- sveitarinnar. Með hreyfingum, sem sæma myndu hvaða ballerinu sem væri, svlfur hann um sviðið. Gæludýrið hans, snákurinn Yvonne, hringar sig af ástúð um háls hans og mjaðmir og lætur sig siðan renna með þokkafullum hreyfingum niður á milli leggja hans. Alice svéiflar sverði umhverfis sig, svo áhorfendur hálftryllast af hræðslu. Skyndilega hefur hann tekið sér brotna flösku i hönd og ógnar trommuleikara hljóm- sveitarinnar, Neil Smith. Allt i einu stingur hann flöskunni á kaf milli herðablaða Smiths. „Hengið Nýyfirstaðin Evrópuferð, gerði Alice Cooper að eftirlýstasta manni heims. Margrét prinsessa fór fram á sérstakan konsert og að öllum likindum fer hann til Englands i þessum mánuði tif að halda enn fleiri hljómleika. hann”, hrópa áhorfendur i tryllingsæði. Þeir eru hrifnir með, blóðþorstinn leynir sér ekki. Alice er bundinn og dreginn I átt til gálgans, ólæti brjótast út meöal áhorfenda og um stundar- sakir virðist sem Alice hafi tapað stjórn á aðdáendum sinum. Skozkir lögreglumenn draga nokkra unglinga burtu i skyndi og sýningin heldur áfram meö trumbuslætti. Það var verið að setja snöruna um hálsinn á Alice. Skyndilega var sem allt væri yfir- staðið. Alice dinglaði I snörunni 14 VIKAN 19.TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.