Vikan

Issue

Vikan - 10.05.1973, Page 18

Vikan - 10.05.1973, Page 18
SVARTSTAKKU R Að húsinu lá malarstígur, bakatil. Hann tók tvo flókaleppa, steig ofan á annan þeirra, setti slöan hinn skrefi framar, steig yfir á hann og tók siðan þann fyrri upp. Þannig tókst honum að ganga alveg hljóölaus. Undir eins og hann kom yfir á grasiö, tók hann upp báða Ieppana og stakk þeim á sig. Huröin var úr tré og með venjulegri læsingu. 1 annaö sinn, þessa nótt notaði hann þjófalykil til þess að opna skrá, en I þetta sinn gekk það slindrulaust og þarna var enginn slagbrandur. Hann opnaði dyrnar ofurlltiö en stakk siðan hendinni inn fyrir, til að finna, hvort þarna væri nokkur þjófabjalla, eða leiðslur, en þarna var ekki önnur leiösla en sú, sem lá að dyrabjöllunni. Hann steig inn I húsið, kveikti á vasaljósinu sínu og aðgætti, hvort þarna mundi vera nokkur þjófa- bjalla. Hún reyndist enginn vera. Hann lokaði dyrunum og stóð slöan kyrr. Allsstaðar var dauða- þögn. Sá sem teiknað hafði þetta hús, hafði sýnilega háft lltið hugmyndaflug til að bera. Enda þótt húsið væri stórt, voru herbergin mörg og lltil. Húsgögnin voru viðkunnanleg, en ekkert skrautleg og yfirleitt bar allt þarna vott um sæmilegan efnahag en heldur ekkert meira. Þarna voru tveir stigar, annar framantil I húsinu en hinn bakatil. Hann gekk upp þann slöarnefnda og komst upp á loft, þar sem voru þrjú léleg svefnherbergi, semhöfðu sýnilega veriö ætluð hjúunum. Þarna var llka þvottaherbergi meö handlaug en engu baðkeri, svo að honum datt I hug, að upprunalegi húseigandinn hefði ekki ætlazt til mikils hreinlætis af hjúum slnum. Frá stigagatinu þarna bakatil var hægt að komast að aðal- svefnherbergjunum gegnum dyr, en fyrir þeim var þykk tréhurö, með læsingu sem var - þótt hlægilegt kunni aö virðast, miklu vandaðri en læsingin á útidyrunum. En hún var bara ekki læst og hann gekk nú hindrunarlaust fram á fremra loftið. Þarna voru sjö svefnherbergi, en aðeins tvö þeirra voru skipuð, svo var lesstofa, sem virtist ein- hverntlma hafa verið svefnherbergi og loks tvö baöherbergi. I lesstofunni var eitthvert hrafl af bókum sumar voru tæknilegs efnis en flestar þó reyfarar. Þarna var stórt skrifborðog nokkrir skjalaskápar og skjöl á vlð og dreif. Ein skúffan á einum skjalaskápnum var opin til hálfs, og á vegg að baki skrifborðsstólnum var Dawson- málverk af skipi undir fullum seglum. Málverkið lá flatt að veggnum en var ekki hengt á slána, sem til þess var ætluð og Svartstakkur varð siöur en svo hissa, þegar hann fann járnskáp, felldan inn I vegginn, bak við myndina. Hann gekk nú út úr lesstofunni og inn I annað herbergið, sem maður var I. 1 hjónarúmi lá þykkleitur maður, sem vel gæti verið Mathews, eftir lýsingu hans að dæma, og hraut, eða þvi sem næst. Innbyggður skápur handan við rúmið hafði inni að halda eina sex alfatnaði - vandaða að gerö en i vösunum á þeim var ekkert, sem áhuga gæti vakið Svartstakkur gekk út og siöan inn I hitt herbergið. Þar lá maður,sem virtist svipaður að aldri og útliti og Mathews, I öðru eins manns rúminu, sem þarna var. Jakkinn hans hékk á stól og I innri brjóstvasanum á honum var veski og vegabréf. I veskinu voru 150 þýzk mörk I 10 og 20-marka seðlum, og 75 sterlingspund i 5 og 10-pundaseðlum, og svo meira en 1000 mörk i feröamanna- ávlsunum. Nafnið I vegabréfinu var Georg Leber, búsettur I Nurnberg. 1 vasanum var einnig lltill poki úr vaskaskinni .... Svartstakkur athugaöi hann vandlega — hann var eins og þeir, sem oft eru notaðir undir de- manta. *Hann sneri aftur inn I lesstofuna. Hann setti vasaljósiö á boröið þannig að geislinn féll á læsinguna á járnskápnum, sem hann tók svo að fást við aö opna. Hann vildi siður brjóta læsinguna og láta þannig sjást verksummerki, en aö opna hana hinsegin útheimti mikla kunnáttu og leikni, auk áreynslu. En áður en hann hóf verkið, svipaðist hann samt um á skrifborðinu, ef ske kynni, að leiðarvlsir um læsinguna væri þar geymdur einhversstaðar til minnis - en slikt haföi stundum skeð, þótt ótrúlegt kunni aö virðast. En þarna hafði hann ekki heppnina með sér: þarna var ekkert slikt að finna. Þarna voru þrjár sklfur með tölum á, enda var Svartstakkur meira en hálfa klukkustund að finna réttu stillinguna. En með þolinmæðinni tókst það samt og hann opnaði skápinn. Inni I honum voru ýms verzlunarskjöl, nokkur einkabréf, myndavél með mjög kúptu gleri og skartgripakassi með flauelsfóöri. 1 honum voru sex demantar, slipaðir en umgerðalausir. Hann athugaði demantana vandlega, eftir þvi sem birtan af vasaljósinu leyfði. Fimm þeirra voru góðir steinar, sem þannig óuppsettir gætu verið svo sem þúsund sterlingspunda virði hver. En sá sjötti var stór, velslipaður demantur, sem gaf dásamlega birtu, þrettán til fjórtán karat aö þyngd og áreiðanlega tuttugu þúsund punda virði. Svartstakkur minntist vaskaskinnpokans, sem hann hafði fundið I jakkavasa Lebers, og fannst þarna vera sönnun þess, að ekki væri aðeins einn, heldur tveir svikarar I plastverksmiðjunni. Meö nokkrum söknuði kom hann demöntunum fyrir aftur á sinn stað lokaði læsingúnni og stillti hana eins og hún haföi áður veriö. Áöur en fimm mlnútur voru liðnar var hann kominn út úr húsinu, og öðrum fimm mínútum seinna ók hann burt frá staönum þar sem hann hafði skilið bilinn sinn eftir. Næsti dagur - miðvikudagur - var heitur og sólrikur, sem sá fyrri.öll blöðin voru full af þessum venjulegu hugleiðingum um góða veðrið, en nú var þurrkur yfirvofandi, sundlaugar voru fullar af fólki, isrjóma- framleiðendur höfðu ekki undan, og veitingakonur sunnanæands höfðu sézt brosa. Wright kom I skrifstofu slna klukkan hálfnlu um morguninn, næstum án þess að taka eftir góða veörinu . . .Hann var maður gæddur miklum dugnaði og skipulagsgáfu, og það var sannmæli, að vinnan væri honum afþreying - þegar eitthvert stórmál var á ferðinni, komst ekkert annað að i huga hans. Svona einbeitni við vinnuna lagði oft þungan kross á herðar starfsmanna hans, en hvað þá snerti, þá var góður árangur erfiðisins þeim mikil uppbót á fyrirhöfnina. Georg Hamilton, rúmlega þritugur, laglegur og frjálsmannlegur maöur, baröi að dyrum hjá Wright og gekk inn. — Þér voru að kalla eftir Bob, en hann er ekki kominn I dag. — Hversvegna ekki? spurði Wright önugur. — Hann hringdi og sagðist vera veikur. 18 VIKAN 19. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.