Vikan

Eksemplar

Vikan - 10.05.1973, Side 44

Vikan - 10.05.1973, Side 44
Dularfullir atburftir i 'eybimörkinni. örn .Indiánanna.'Guðinn Hytur Skugga marz 1956 lýsti hann í smáat- riðum manninum sem setjast myndi í fjórða stól í þriðju röð vinstra megin í safni 1 Verona — og lýsingin reyndist rétt. Hæfileikinn til þess að sjá inn í framtíðina birtist á ýms- an hátt. Spákonur og menn lesa í spil, krystalkúlur og kaffibolla, en spár hafa líka ver ið framkvæmdar milliliðalaust. Hann sá Xitanicsylsið fyrir. Árið 1898 gaf óþekktur ame- rískur rithöfundur, Morgan Ro- bertson, út bók, sem hann kall- aði Fánýti og lýsti í henni slysi, sem henti skipið Titanic. Skipið, sem byggt var í bók Morgans Robertson, var 800 feta langt, hafði þrjár skrúfur og gat tekið 3000 farþega. Bú- inn kerfi vatnsþéttra hólfa átti Titan ekki að geta sokkið og þess vegna voru einungis 25 björgunarbátar á skipinu. Samt sem áður voru dagar Titans taldir þegar skipið rakst á ís- jaka með 25 hnúta hraða. Það gerðist þegar jómfrúrferð þess var að verða lokið og það átti skammt ófarið að strönd Banda- ríkjanna. Mörg hundruð far- þegar, sem ekki komust í björg- unarbátana, hurfu sporlaust í hafið. Þetta voru álitnar tómar ímyndanir 1898. Ekkert skip þeirra tíma var búið vatnsþétt- um hólfum og hlutir eins og þrjár skrúfur og of fáir björg- unarbátar voru svo ósennileg- ir, að fólk brosti bara að þeim. Meira en fjórtán árum síðar, aðfaramótt 14. apríl 1912 sökk risavaxið skip, mjög líkt því sem Robertson hafði lýst, ekki langt frá strönd Ameríku eftir að það hafði rekizt á ísjaka á 23 hnúta hraða. Það var 882 feta langt, á því voru 2500 far- þegar, þrjár skrúfur og 25 björgunarbátar. Skipafræðing- ar töldu að það þyrfti ekki á fleirum að halda þar sem Ti- tanic var búinn 16 vatnsþéttum hólfum, sem áttu að verja skip- ið „gegn öllum tæknilegum áiföllum". Þegar Titanic lét úr höfn í Southamton fjórum dög- um áður, skrifaði blaðamaður í Daily Echo: „Ekki einu sinni Guð getur látið Titanic sökkva!" Nokkrum mánuðum áður en bók Robertsons kom út, kom önnur bók á markaðinn í Eng- landi. Höfundur hennar var Matthew Philip Shiel, sem var vel þekktur höfundur á þeim tíma. í henni er sögð harmsaga Evrópu. Hún hefur fallið í hendurnar á hóp glæpamanna, sem stjórna konimgdæmum og lýðveldum. Þeir taka mikinn fjölda saklauss fólks af lífi. í einum kafla bókarinnar er lýst ofnunum, sem glæpamennirnir brenna menn, konur og börn í. Það merkilega er, að Shiel kallaði þessa glæpamenn SS. Það var að vísu ekki skamm- stöfun fyrir stormsveitir held- ur Spörtusambandið. Leiðum hugann að skyggni og spádómsgáfu. Hugsum um hæfileika mannsins til þess að skynja heiminn án hjálpar skilningarvitanna, óháðir tima og rúmi. Maðurinn stendur á þröskuldi alvizkunnar, fyrsta eiginleika guðs. Hugsum okkur ennfremur það, að menn geta haft áhrif á hluti án þess að snerta þá. Maðurinn nálgast al- mættið — annan eiginleika guðs. Við hljótum að skelfast við tilhugsunina. Er maðurinn smám saman að nálgast það stig, sem hann var á í hinni glötuðu Paradís? Eða er það fyrst núna, að maður- inn nálgast ókunn öfl eftir aldalangar þrengingar reynsl- unnar? Eða skiptist á Ijós og myrkur, stjórnað af almáttugri og algóðri hendi guðs? Rétt er að minnast japanska munksins, sem strikaði undir þessa setningu í Oðru bréfi Páls postula til Korintumanna: „Hið gamla er forgengilegt, sjá hið nýja mun koma“. ☆ 44 VIKAN 19. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.