Vikan

Tölublað

Vikan - 13.09.1973, Blaðsíða 8

Vikan - 13.09.1973, Blaðsíða 8
bau voru enn tuttugu mínútum á undan Drouet, þegar þau komu til Varennes klukkan ellefu um kvöldiö. Og þau höföu sex tfma forskot á undan eftirförinni, sem þeim var veitt frá París. Ef hest- ar heföu veriö til taks, eins og ráögert haföi veriö, heföu hesta- skiptin ekki tekiö nema tiu minút- ur og þá heföu tiu minúturnar, sem afgangs voru, nægt þeim til aö komast til Stenay, þar sem Boillés beiö þeirra meö menn sina. Handan brúarinnar milli borgarhluta Varennes var björg- unin. En hestarnir voru ekki til staö- ar. Og hestasveinarnir neituöu aö láta hestana frá Clermont halda áfram, þeir, höföu fyrirmæli um aö koma aftur meö hestana þá um nóttina, til þess aö láta þá vinna á ökrunum daginn eftir. Á meöan konungsfjölskyldan reyndi aö fá þá til þess aö aka aö minnsta kosti til gistihússins hinum megin brú- arinnar, komu tveir riddarar riö- andi — Drouet og fylgismaöur hans. Drouet og fylgismaður hans byrjuðu á þvi aö loka brúnni meö vöruvagni fullum af húsgögnum. Að þvi loknu sneru þeir sér aö þvi aö hefta för flóttafólksins og fengu Sauce borgarstjóra i lið meö sér. Aöur en komið var aö brúnni var miöaldahvelfing yfir þröngri og brattri götunni, sem vagn kon- ungsins varö aö fara eftir. Douret sjálfur kom sér fyrir ásamt nokkrum öörum mönnum viö fjarlægari enda þessara ganga. Þar földu þeir sig i útskoti og biðu komu konungsvagnsins. Þeir voru vopnaöir. Á þeim tima, sem þaö haföi tek- iöDrouetaö undirbúa þetta, haföi Marie Antoinette tekizt aö fá hestasveinana til aö aka þeim yfir brúna til Hotel du Grand Monar- que, þar sem þau heföu fengiö ó- þreytta hesta. Vagninn fór hægt af staö og nálgaöist brekkuna, þar sem hvelfingarnar mynduðu göng. Vagninn var risastór og viö lá aö hann fyllti út i göngin, svo aö hann smámjakaöist áfram. Þau höföu ekki fariö nema örfáa metra, þegar farþegarnir heyröu skipunina, sem þeir höfðu óttazt allan timann. Þvi fylgdi hringl i vopnum: „Stööviö!” t myrkrinu mótaöi fyrir sex eða sjö mönnum. Einn þeirra bar ljósker, þaö var Sauce borgar- stjóri. Hann kom nær og lyfti ljós- kerinu svo aö hann sæi framan i farþegana og spuröi hvert þeir væru aö fara. „Til Frankfurt”, sagöi einhver. „Þá hafiö þiö villzt af leiö”, sagöi Sauce. Hann baö um aö fá aö sjá vegabréf þeirra. Feitlaginn maöur, sem leit út fyrir aö vera þjónn feröalanganna, rétti honum þau. Innan úr vagninum skipaði konurödd honum aö flýta sér. Fjórða og síðasta greinin um vináttu Ax- els von Fersen og Marie Antoinette. Hér segir frá hörmulegum endalokum þeirra beggja, eftir að flóttatilraun konungs- hjónanna misheppnaðist. Marie Antoinette (1755—1973). Myndina geröi Kucharski á sfö- asta aldursári drottningarinnar. Axél von Fersen (1755—1810). J. Hoviing geröi þessa mynd, sem varöveitt er í Lövstadshallar safninu. Sauce gaumgæfði vegabréfin. Þaö var gefiö út handa de Korff barónessu og fylgdarliði hennar og var undirritaö af konunginum og Montmorin utanrikisráöherra. Sauce sá enga ástæöu til þess aö véfengja aö þetta væri de Korff og sagöi, aö þau mættu halda áfram. Flestir hinna voru sama sinnis. En þá steig Drouet fram og beindi þessum oröum til Sauce: „Eg tel fullvist, aö konungurinn og fjölskylda hans séu i vagnin- um. Þau ætla aö flýja til útlanda. Ef þér leyfiö þeim aö halda á- fram, er hægt að ákæra yöur fyrir stórsvik”. Sauce breytti ákvöröun sinni samstundis. „Ég reyndi aö láta timann skera úr um máliö”, skrifaöihann vini sinum nokkrum dögum siöar. Og þaö var einmitt þaö sem hann geröi næstu klukkustundirnar. Hann beiö eftir þvi, aö annaö hvort komu boö frá þjóöþinginu um aö taka konung- inn fastan eöa þá aö menn Bouill- ,és kæmu og frelsuöu Lúövik og Marie Antoinette. Hann sagöist ekki geta gengiö frá vegabréfinu fyrr en daginn eftir og bauð feröalöngunum að gista heima hjá sér. A þessari þröngu götu i Varenn- es hafði flótti konungshjórianna veriö stöövaöur. Konungurinn vonaöi i lengstu lög, aö menn Bouillés kæmu á vettvang. En I staöinn riöu tveir hermenn inn i borgina. Þaö voru þeir Bayon og Romeuf og þeir höfðu meöferöis handtökuskipun á hendur kon- unginum og fjölskyldu hans. Þaö sem á eftir fór var önnur raunaleg för til Parisar. Þaö var óttaleg ferö, sem Marie Antoin- ette átti eftir aö lýsa á óttalegan hátt fyrir Fersen Svo hægt var ekiö, aö þau voru fjögur dægur á leiöinni. Hitabylgja lagöist yfir Marnedalinn. I hverri borg og hverju þorpi þyrptist fjöldi fólks aö vagninum og lét reiöi sina bitna á föngunum. Ef þau lokuöu vagndyrunum, kvöldust þau af hita, ef þau opnuöu þær, komu reiöileg andlit i ljós og létu blótiö og ragniö rigna yfir þau. Lúövik og Marie Antoinette, sem veriö höföu tákn franska rikisins, voru nú oröin lifandi tákn alls þess, sem aflaga fór i rikisstjórninni. Þau komust þó heilu og höldnu gegnum hreinsunareldinn. Og þegar þau komu aftur til Tuileri- hallarinnar, hóf Marie Antoinette aö skrifa bréf meö ósýnilegu bleki, sem eftir þetta uröu einu tengsl konungshjónanna viö heiminn umhverfis. Axel Fersen skrifaöi hún: „Ég lifi.... en ég hef veriö óróleg yöar vegna og skil hvaö þér hafiö oröiö aö liöa vegna þess, aö þér hafiö ekki heyrt frá okkur. Þér megið ekki skrifa mér, þvi aö þaö gæti haft hættu I för meö sér. Umfram allt, komiö ekki hingaö undir nokkrum kringumstæöum. Þeir vita, aö þaö voruö þér, sem undir- bjugguö flótta okkar, og þér eruð glataöur, ef þér sýniö yöur hér. Okkar er gætt dag og nótt. En veriö ekki órólegur. Mig mun ekkert saka. Þjóöþingiö vill aö vel sé meö okkur fariö. Adieu.... ég get ekki skrifaö meira....” Punktarnir i þessu bréfi tákna útstrikanir, sem Klinckowström barón hefur gert. Þaö er erfitt aö Imynda sér, aö oröin, sem þar stóöu, hafi veriö stjórnmálalegs eölis. Fersen hlýddi þó ekki ráðlegg- ingum Marie Antoinette um aö snúa ekki aftur til Parisar. En þar haföi margt gerzt, þegar hanq kom þangaö einu og hálfu ári eftir flóttatilraunina. Hann þóttist vera sænskur diplómat á leiö til Portúgal og haföi bréf upp á þaö. Dagbók hans frá þessum tima hefur varöveitzt og henni er þaö aö þakka, aö hægt er að gera sér nokkuö glögga grein fyrir atburö- um, sem geröust I þessari Parls- arferö og margir þykjast sjá af henni, aö hann hafi veriö elskhugi Marie Antoinette. „Ég fór til hennar, og gekk inn eins og ég var vanur”, sagöi Fer- sen einfaldlega. „Mér stóö nokk- ur stuggur af gæzlusveitinni. tbúö hennar var mjög falleg. Ég hitti ekki konunginn....” Svo kemur stuttur kafli, sem strikaöur hefur veriö út og hefur valdiö miklum heilabrotum. Þeir, sem halda aö Fersen hafi veriö elskhugi drottn- ingarinnar, skilja svo orðin resté lá, „ég dvaldist þar”. Aörir segja, aö ekki sé hægt aö túlka þessi orö þannig. Bréfiö hefur veriö ljós- myndaö, röntgenmyndaö og rannsakaö á allan mögulegan 8 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.