Vikan

Tölublað

Vikan - 13.09.1973, Blaðsíða 18

Vikan - 13.09.1973, Blaðsíða 18
í fullri alvöru ■ 'V n Uppi dottar englasveit, enda er drottinn lotinn, ber þess vottinn Watergate: víöa er pottur brotinn. Það er eilitið kyndugt aö sjá orðiö Watergate bera uppi svo rammfslenzka ferskeytlu, en hún birtist i lesendadálki eins dag- blaðsins fyrir skömmu. En engan veginn verður sagt, að það komi eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Watergate er orðið, sem tekið hefursér stöðu við hliðina á Vietnam aö undanförnu og hljómað um gervalla heimsbyggðina viku eftir viku og mánuð eftir mánuð. Þegar fyrstu fregnir bárust af máli þessu og ljóst var, að flett haföi verið ofan af einu mesta stjórnmálahneyksli okkar daga, varð mörgum aö vonum ónota!°ga við. Sumir reyndu að bera i bætifláka fyrir stórveldið i vestri með þeirri röksemd, að það sýndi einmitt styrk lýðræöisins’ í landi þar, að upp skyldi komast um svinaríið fyrir tilverknað frjálsra blaða. Litlu verður Vöggur feginn, segir máltækið. Og ekki hefur röksemdin hrifið, þvi að liklega njóta Bandarikin um þessar mundir minna álits í heiminum en nokkru sinni fyrr. Watergate-málið sýnir vel eðli spillingarinnar: hvernig hún þró- ast smátt og smátt og slævir siðferðiskennd manna jafnt og þétt. Byrjað er i smáum stil, en fyrr en varir eru menn, að njóta álits og virðingar, komnir svo langt á óheillabrautinni, að stutt er i hrein aí- brot og óhæfuverk. Watergate-hneykslið er fyrst og fremst áfall fyrir alla þá, sem lifðu i þeirri von og vissu, að þróunin stefndi yfirleitt i átt til betra og fullkomnara lifs, þótt hægt færi. Tækni og vísindi hafa tekið stór- stigum framförum, en menn vöruðu sig ekki á þvi, að henni haföi lika verið beitt til að útiloka persónufrelsið og gera kleift að hléra hvert einasta orð, sem líður fram af munni manns. Einnig var það hald margra hrekklausra sálna, aö stjórnmálaþroski stórveldanna heföi heldur farið vaxandi en hitt. En heimurinn vaknaði sem sagt skyndilega við vondan draum og ekki i fyrsta skipti. Á sinum tima sýndi innrásin I Tékkóslóvakiu svart á hvitu, að við stóðum enn i sömu sporum. Ekkert hafði áunnizt. Það sem átti að heyra fortiðinni til og var jafnvel tekið að falla I gleymsku, birtist þá aftur ljóslifandi i hrikalegri nekt sinni. Menn lýstu hver i kapp við annan vonbrigðum sinum og hryggð yfir þeim ótiðindum, rivar i flokki sem þeir stóöu. Einna sárust voru að sjálfsögðu mótmæli þeirra, sem um langt skeið höfðu fylgt málstað þess stórveldis, sem sýndi nú sitt rétta andlit, svo að ekki varð um villzt. Þeir sem höfðu afturá móti fylgt hinu stórveldinu að málum, gengu hreinlera ber- serksgang. Þéir töldu hafa sannazt i eitt skipti fyrir öll, að þeir heföu alla tiö veðjað á réttan hest, en hinir rangan. Meö Watergate-málinu snýst dæmið viö. Nú eru það aödáendur roðans i austri, sem berja sér á brjóst sigurglaðir og vigreifir og smjatta ánægjulega á „vatnsgatinu” i vestri. Hvort tveggja er jafn ógeðfellt og furðulegt, að menn skuli ekki geta fordæmt stórveldi, sem reynist gjörspillt og siðlaust, án þess aö krjúpa um leið I duftiö fyrir öðru stórveldi, sem er engu betra. G.Gr.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.