Vikan

Tölublað

Vikan - 13.09.1973, Blaðsíða 41

Vikan - 13.09.1973, Blaðsíða 41
ar brotnuðu eins og eldspýtur. Járnbrautarvagnar lágu á við og dreif, bryggjur og kranar eyöi- lögðust. Eins og hálf kilómetra landflæmi hrundi niður i ána. Jarðfræðingar voru sendir á vettvang. Um 11 leytið fyrir há- degi byrjaði sprungan að breikka. Þeir sem unnu i hreinsuninni voru á mesta hættusvæðinu. Gunnar Patriksson var verkstjóri og flýtti sér til hreinsunarinnar til að vara við hættunni. Þegar hann kom þangað riðaði öll byggingin. Gunnar Patriksson kom of seint. Húsið féll saman. Þrir fórust þegar bitar úr þakinu hrundu ofan á þá. Þrir aðrir hlutu alvarleg meiðsl. MEST HÆTTA A HAUSTIN Landskriðið er ekki neitt nýtt fyrirbæri i árdalnum, en hvers vegna fer jörðin af staö?. Bakkarnir eru samansettir úr stórum leirklumpum sem hvila á bjargi. Straumurinn i ánni ryöur i bökkunum og jafnvægi jarövegs- ins rofnar. Langt rigningartima- bil getur haft I för með sér, að botnlög árinnar leysist upp og leirinn sem breytist i leðju fari af stað. Hættan á þessu er mest á regnvotum haustum á eftir þurr- um sumrum. Unnið hefur verið að styrkingu árbakkanna fyrir milljónatugi. Erj alltaf er hætta á nýju skriði i árdalnum. ÓENDANLEGUR DAGUR Framhald af bls. 35 að reyna að vera köld og róleg, þangað til einhver hjálp bærist. — Þér segiö, að hún hafi kallað á hjálp. Kom þá enginn? Enginn nágranni? — Ef þér haldið*að nágrann- arnir hér um slóðir séu að skipta sér af einhverju, sem gæti orðið óþægilegt, þá skjátlast yður. 1 hæsta lagi heföu þeir kannski litiö inn, og þegar ekkert var að sjá, þá farið rólega i burtu og ekki hugsað frekar um þetta. Var hann að segja sannleik- ann? Þetta var allt svo ótrúlegt. Það var engin ástæða fyrir hann, að ráðast á Dagmar. Það gat ver- ið að hann væri einfaldlega lyg- ari, — lygari, sem gerði þetta að gamni sinu. Hún hafði heyrt sagt frá fólki, sem laug upp á sig glæp- um, til að striða lögreglunni. — En hvers vegna komu ð þér hingað aftur? spurði hún. — Það hefði veriðeðlilegra aðþér hefðuð komið yður sem lengst i burtu. — Þér skiljið þetta ekki, skiljið ekki hvernig manni er innan- brjósts, þegar þetta kemur fyrir. Þaö gerir enginn. 1 fyrsta lagi var ég alveg uppgefinn, eftir að berj- ast við hana. Ég gat ekki meir. Ég þurfti nauðsynlega að fá mér hvild eða sofna um stund. Cillu fannst kalt vatn renna sér milli skinns og hörunds, þegar henni datt i hug, það sem Jern- berg hafði verið að hugleiða um sálfræði glæpamanna: Maður skilur ekki hvað er aö brjótast um i þeim. . . að þeir skuli jafnvel geta farið heim til pabba og mömmu og lagzt til svefns, eins og ekkert hafi skeð! En Isaksson hélt áfram, eins og með sjálfum sér. — Svo neyddist ég til að þvo af mér blóðið eftir klórið og ég varð að fá eitthvað að borða. Þess utan voru ábyggilega einhverjir hlutir hér, sem gott gat veriö aö taka með sér. Hann haföi þá ætlað að koma aftur til að stela og til að fá sér að boröa. Cilla varð dálitið vonbetri: Getið þér prjónað allt sem þér óskið? já — Á BROTHER PRJÓNAVÉL! Ný sending er komin — Kynnið yður hina mörgu kosti BROTHER PRJÓNAVÉLA Fullkomnasta prjónavélin Tvær gertir: KH 800 prjónar munstur eftir gatakorti og hefir sjálfvlrkt gataprjón (lace) og tvo bandleiðara. Slétt prjón og brugðið I BROTHER prjónabókinni eru yfir 1000 munstur og auk þess getið þér út- búið hvaða munstur, sem yður dettur i hug, á gatakortin KH 588 prjónar ekki eftir gatakorti, en hefirannarssama útbúnaðogKH 800, svo sem sjálfvirkt gataprjón. Með báðum gerðum er hægt að fá snið reiknara, þannig að stykkin koma sniðin úr vélinni. Verð frá kr. 21.145.00 (kennsla innifalin). BORGARFELL HF Skólovörðustíg 23 • Sími 1-13-72 Vogar- merkift Dreka- merkiB 24. sept. — 23. okt. Þú gerir nokkrar tilraunir til aö fá leyst úr spurningum, sem valdiö hafa þér heilabrotum lengi.Þú ferö til gamals vinar og biöur hann að leysa úr spurningum þinum. Eftirlátsemi aö ákveönu marki getur borgað sig I vikunni. 24. okt. — 23. nóv. Eitthvað, sem hendir erlendis, mun hafa áhrif á þig. Þú verður dálitið seinn á þér i vikunni og þar af leið- andi hefur þú allt á hornum þér, þegar þú uppgötvar, aö þú ert oröinn of seinn. Bogmanns- merkiö 23. nóv. — 21. des. Þessi vika veröur nokkuö vafa- söm.Umfram allt skaitu ekki lofa meiru en þú getur örugglega staöiö viö, og haföu það hugfast, að ekki er vist, aö þú búir við þinar núverandi aðstæöur ævilangt. Geitar- merkiö 22. des. — 20. jan. Vikan veröur skemmtileg.Þú færö nóg aö starfa, þvi þetta er vika fram- kvæmdanna. Þú kynn- ist mörgu nýju fólki og endurnýjar kunning- skap þinn við gamla félaga. Vatnsbera- merkiö 21. jan. — 19. febr. Vikan veröur með ein- dæmum skemmtileg. Margt af þvi, sem þig hefur lengi langað til, kemst i framkvæmd, og gleðskapur verður mikill. Einhver frétt eða smáatburður mun þó veröa til að skyggja á gleði þina, en það verður ekki stórvægi- legt. Fiska- merkið 20. febr. — 20. marz Heyndu ekki mikið á þig þessa vikuna. Haltu þig heima við og óráölegt er að ráöast I itórframkvæmdir. Ferðalög eru óráðleg, vegna þess aö ein- hvern tima i vikunni mun veröa nauðsyn- legt fyrir einhverja persónu að hafa samband viö þig 37. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.