Vikan

Tölublað

Vikan - 13.09.1973, Blaðsíða 43

Vikan - 13.09.1973, Blaðsíða 43
MIM fyrir þeim skilaboð og þurfið ekki að svara neinum spurningum. bað sem svo skeði, var tákn- rænt dæmi upp á tilviljunarkennd atvik. Harald Isaksson skaut sim- anum til Cillu og hallaði sér aftur á bak i sófanum. Sófinn stóð i horninu undir glugganum. Dag- mar hafði látið gera gluggakist- una sérstaklega fyrir pottablómin sin. Hún hafði pantað dökka eik i gluggakistuna, en þegar viðurinn kom, var það ljós eik. Dagmar var ekki ánægð með þaö og hætti ekki fyrr en hún var búin að fá rétta efnið. bað var smiðanemi, sem hafði verið sendur til að koma sólbekknum á gluggakist- una. Hann vantaöi eina skrúfu, en þar sem hann nennti ekki að sækja nýja skrúfu, notaði hann eina af þeim gömlu, sem passaði ekki vel i skrúfugatið. Nú, þrem árum siðar, hafði skrúfan losnað og stóð dálitiö út. Isaksson var oröinn óþolinmóður og sló út frá sér með hendinni, en rak hana þá i skrúfuna, meiddi sig svo það blæddi úr. Blóðið draup á gólfið. niður á buxurnar hans og borðið. Hann reyndi aö stöðva það með vasa- klútnum, en það tókst ekki. Cilla reyndi að láta hann ekki sjá, hve mikla eftirtekt hún veitti honum. bað hafði vaknað hjá henni ný von. — Sitjið ekki þarna eins og auli! öskraði Isaksson. — Finnið eitthvað til að stöðva þetta blóð- rennsli! Er ekki til gasbindi i hús- inu? — 1 lyfjaskápnum i baðher- berginu. bar eru lika dauöhreins- aðar sáraumbúðir og sáravatn. Hún reyndi að gripa þetta tæki- færi. — A ég aö ná i það? — Já!. . . nei. . . fjandinn hafi þaö, þufrkið heldur upp hérna. Hann vafði blóðugum vasaklútn- um um höndina, reif simann úr sambandi og gekk með hann undir handleggnum inn i baðher- bergið. Cilla reyndi að hugsa fljótt og framkvæma það. Hún fór fram i eldhúsið, sótti vatn i fötu og klút og þurrkaöi borðið. Svo þurrkaði hún sér um hendurnar og fór að leita i töskunni sinni eftir fri- merkjum, sem hún vissi aö voru þar. Hún hélt sig hafa stungiö þeim i hólf utan á töskunni, en þar voru þau ekki. Frh. i næsta blaði. HÆTTULEGT AFDREP Framhald af bls. 17 vörðurinn. Hann litur við og við hingað lil þess að vita hvort nokkur siðbúinn er á ferö. Hann ætlaði að fara að fara heim. Charles ók hægt og við reyndum að sjá númerin. Eftir nokkra stund tókst okkur að finna herbergi okkar. bað voru tvær stofur og steinlagður gangur á milli þeirra. Við bárum farangur okkar inn. Charles sá um að dótið rnitt og James færi i annað her- bergið og þeirra farangur i hitt. — bað er kaffihús skammt héðan, sagði Charles, þegar við höfðum komið okkur fyrir. Ég skrepp á bilnum og aðgæti, hvort ég get fengið eitthvað handa okkur að borða. Vantar nokkuð handa James, Anne? Hann reyndi að láta á engu bera, en honum gekk það illa og ég hálfkenndi i brjósti um hann. — Vertu eftir hjá Anne, Joan. bað er hlýrra hér en i bilnum. Um leið og bilhljóðið dó út, spurði Joan. — Er mjög erfitt fyrir þig að láta James frá þér? Hún var þreytuleg, en alveg ró- leg. Bara að við gætum hjálpað þér til að hafa hann. Ég starði á hana. Var hún bara að vera vingjarnleg, eða meinti hún i rauninni það, sem hún sagði? Ég var i vafa. Ég vissi, að hún varð að fá að vita allan sann- leikann fvrr eða seinna og Charles hafði lofað að tala við hana i kvöld. bað gaf mér kjark til að segja það, sem mér bjó i brjósti. — Ég veit að það er heimskulegt af mér að halda honum hjá mér, þegar ég get varla séö fyrir sjálfri mér en — æ, Joan ég get ekki látið hann frá mér. bað varð algjör þögn i stofunni. Að lokum rauf Joan þögnina. — Veit Charles hvað þér liður? — Já. Hún sat þögul og hugsanirnar hringsnerust i höfðinu á mér. Verður hún eins og Charles sagði, aö hún myndi bregðast við, fer hún að gráta? — Leyfðu mér að hjálpa þér til að hafa hann, Anne, sagði hún. Ég gat ekkert sagt. — Charl- es. .. Charles, stamaði ég. — Charles þarf ekki að vita neitt, sagði hún. Ég á sjálf dálitið af peningum og þú þarft ekki aö borga mér þá aftur fyrr en þú vilt og getur. — En vilt þú, vilt þú ekki fá hann? Ég skildi ekki neitt i neinu. — Mig langar meira til þess, en nokkurs annars. Meira en þú get- ur imyndað þér. En mér kom ekki i hug að taka James að mér, nema af þvi að Charles sagði, að þú ætlaöir hvort sem væri að gefa hann. — En Charles sagði — ég þagn- aði. Charles hafði sagt, að Joan myndi missa vitið, ef hún fengi ekki James. — Hvernig á ég að geta tekið hann frá þér, ef þú vilt hafa hann sjálf? — Hvað ætlar þú að segja Charles? — bað veit ég ekki enn, ságöi hún rólega. Mér dettur eitthvað i hug. 37. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.