Vikan

Tölublað

Vikan - 13.09.1973, Blaðsíða 38

Vikan - 13.09.1973, Blaðsíða 38
EINNI & PINNI kannskc þá . . . þó að hún hafi smá hita. Það fylgir nú, svo að segja. Inga fúkk sér göngutúr eftir kaffið áður en hún fór til sjúkra- hússins. Hún gekk létt og rös)<- lega i nýju vordraktinni. Hað var ekki bara hreyfingin og ferskt loftið, sem gaf kinnum hennar lit. Hún hugsaði um Eyvind. Atvikið meðstúlkuna . . . það mundi færa þau Eyvind nær hvort öðru á eðli- legan hátt . . . Skammastu þin, sagði hún við sjálfa sig. En hún skammaðist sin ekki. Kannske kæmi hann til sjúkrahússins. En ef hann kæmi ekki, gæti hún hringt i hann og sagt honum frá stúlkunni. Inga var vel kunnug „einangr- uninni”, litlu stofunni til vinstri, þegar maður kom inn. Það var þar, sem mamma hafði dáið. Stúlkan var rjóð i kinnum og augun glansandi. Hað var hitinn. En hún hló til Ingu og rétti henni höndina. — Takk, fyrir hjálpina, sagði hún. — Barnið mitt, sagði Inga. Hún hélt litlu hendinni i sinum og sett- ist á rúmstokkinn. — Hvað . . . hvernig . . . ja, þetta var sorglegt atvik. — Ég gerði það ekki sjálf, sagði stúlkan með skyndilegri ákefð. Ég gerði ekki neitt. Ég tók aldrei pillurnar hans! Sem að auki hefðu hvorki gert til né f'rá . . . Ég vildi . . . . á einhvern hátt vildi ég eign- ast þetta barn, þó það ætti aum- ingja að föður. — Ég veit. sagði Inga. Það var utanlegsfóstur, sagði læknir- inn. Svoleiðis getur næstum aldrei lukkazt, þú veizt . . . Stúlk- an var litil og barnaleg, þar sem hún lá, alveg án förðunar og með hitagljáa i augum. Það var eðli- legt að þúa hana. En hver . . . Já, ekki af þvi að það komi mér við, auðvitað. En gæti ekki íaðirinn hjálpað þér núna? Fjárhagslega. Svo þú getir tekið þér fri? Þið haf- ið ekki hugsað ykkur að gifta ykk- ur? Stúlkan hló þurrum, smáum hlátri. Siðan byrjaði hún að hósta. — Ég vildi ekki fá hann, þó svo að þú byðir mér hann á silfur- bakka, sagði hún að lokum. Siðan gerði hún smáhlé. Og af þvi að Inga sagði ekkert, byrjaði hún allt i einu að tala, hratt og lágt. — Vist krafði ég hann svara, þegar ég áttaði mig á hvernig ástatt var með mig. Ég skildi ekki neitt i neinu, fyrr en ég hafði verið hér i bænum i nokkrar vikur. Tiö- ir minar hafa verið óreglulegar áður, en þegar mér leið svo illa á morgnana og það leið ekki hjá, þá skildi ég. Hann var ekki i bænum þá, en þegar hann kom heim . . . Ég sagði honum, að nú væri það vel viðeigandi, að við færum til bæjarfógeta. En hann trúði mér ekki. Reyndar trúði ég þvi tæpast sjálf, þó að ég vissi hvers kyns var. En það var lika bölvuð óheppni, ha? Eitt einasta skipti. En ég hafði ekki tekið pilluna sið- ustu vikurnar, þvi fótleggir minir þrútnuðu af þeim, og ég fcar hrædd um að fá blóðtappa. Þetta eina skipti . . . Það var þegar viö höfðum ákveðið um starfiö og hann bauð upp á kampavin á hótelinu, þar sem hann bjó, og svo ......ja, ég býst við, að mér hafi þótt hann glæsilegur. En ég vor- kenndi honum lika dálitið. Þvi hann var gamall. Og einmana, sagði hann. En það geri ég ekki lengur. — Ef það er satt, sagði hann, ef það er satt, verðum við að sjá til þess að þú fáir fóstureyðingu! Taktu þessar pillur. Og svo lét hann mig hafa nokkrar pillur. Pillur, ha . . . ég nennti ekki einu sinni að athuga, hvaða pillur þetta voru, heldur henti ég þeim strax. Það skritna er, að ég vildi halda barninu. Sjálf er ég alin upp á barnaheimili, svo ég hef aldrei átt neinn að. Nú ætlaði ég að eign- ast það. Já, það kom dálitið of snemma. En þegar ég hef lokið verklega náminu, kem ég til með að hafa góðar tekjur. Svo ég hefði haft efni á að halda barninu. Lika, ef ég hefði ekki getað fundið barn- inu föður, þvi hann vildi ekki. Hann hafði aðrar ráðageröir. Röddin þagnaði. Inga rétti úr sér, lyfti hökunni, sat þráðbein. Það var hálfrokkið i stofunni. Ljósið á veggnum var dauft og lýsti bara niður. A borð- inu var glas með ávaxtasaft og tvær gular pillur. Að baki glugga- tjaldanna blánaði mót kvöldi. Siðan hélt röddin áfram: — Það gengur ekki vel hjá hon- um. Maður gæti jú haldið . . . já, allir halda, að allt sé i sómanum. En ég tók fljótlega eftir þvi. Þeg- ar reikningarnir streyma inn og ein lyfjaverksmiðjan hefur jafn- vel lokað fyrir viðskipti sin. Eöa að minnsta kosti hótað þvi. Svo nú hefur hann hugsað sér að gifta sig til fjár, þú skilur. Einhverri gamalli kerlingu, hef ég heyrt . . . Einhver æskuást kannske. Sem veður i peningum. Það varð grafarþögn. Stúlkan opnaði augun. — Ertu að fara? hvislaöi hún. — Já, sofðu nú, hvislaði Inga. Og hafðuengar áhyggjur. Ég skal hjálpa þér eins og ég get. Hún gekk til dyra, en stað- næmdist með höndina á húninum. Hún sneri sér mæðulega, en ekki nógu mikið til aö sjá rúm stúlk- unnar. Þegar hún byrjaði að tala undraöist hún, hversu áherzlu- laus röddin var. — Svo það er Eyv-, apótekar- inn sem er faðir að þvi þá? — Já, Eyvindur, sagði stúlkan undrandi, hátt og skýrt. Fingur Ingu þreifuðu um hún- inn. Þurfti alltaf eitthvað að deyja frá henni i þessari stofu? Hann beiö i anddyrinu. Hún sá, aö hann var fölur. Hún gekk rösk- lega fram hjá honum, beint út i gegnum garðinn. — En Inga þó! Ingalunda! Blddu, ég verð að fá að þakka þér. Hann hafði náð henni og stungið hendi sinni undir arm hennar. Hún hristi sig lausa, jók hrað- ann. En hann hélt áfram að ganga við hlið hennar. — Ingalunda, hlustaðu á mig. Mér þykir það mjög leitt, að þú varðst fyrir öllu þessu ónæði. En ég vissi ekki, — ég haföi ekki hugmynd um að stúlkan . . . — Ekki? spurði hún þurrlega. — Sérðu nú, Ingalunda. Við skulum ekki láta þetta koma upp á milli okkar. Nú þegar við loks erum . . . — Eyvindur. Barniö, sem hún bar undir belti sér, var þitt! 38 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.