Vikan

Tölublað

Vikan - 13.09.1973, Blaðsíða 40

Vikan - 13.09.1973, Blaðsíða 40
ið. En ég reyni að gleyma þvi sem gerðist. Lifið verður að ganga sinn gang. Og mér finnst ég hafa það gott. En stundum vakna ég upp við að mér finnst ég sitja föst i leðjunni. Sem afgreiðslustúlka var Ragnhild tryggð. Tryggingin veitir henni lifeyri. Og 200 þúsund krónur af þvi fé sem safnaðist i landssöfnuninni eftir náttúru- hamfarirnar voru settar i sjóð tii að veita henni fjárhagsaðstoð við endurmenntun til annars starfs. Ekkert varð af skólagöngunni en fjárhæðinni hefur hún fengið að verja ti! að létta sér lifið. Yfirvöldin hófust strax handa. Margir vinnuflokkar voru sendir á vettvang og nýr þjóðvegur var geröur á 9 dögum. Tveim vikum eftir jarðskriðið var járnbrautin komin i samt lag. Umferðin um ána var komin i eðlilegt horf eftir 6 vikur. Fyrir þá húsnæðislausu var byggt nýtt þorp meö nýjum hús- um á fjórum mánúðum. A degi hverjum gengur Allan Alenfors hér og viörar hundinn sinn. Hann býr i húsi nálægt slys- staðnum. Hús hans hvarf i jarð- skriðinu... — Ég var i lestinni og varð þvi ekki fyrir jarðskriðinu. Gullborg, kona min hafði ný stigið upp i áætlunarvagninn við þjóöveginn. Hún hafði heppnina með sér. Veg- urinn hrundi fyrir framan og aft- an vegninn með 35 farþega en vagninn stóðst. Sjálfur fór ég með fiskbil til baka frá Agnesberg, þegar ég heyrði um atburöinn. Það var hræðileg sjón. Húsið var á hliðinni húsgögnin brotin og innbúiö ónýtt, en það var ekki mikil leöja i húsinu. — Viö bjuggum i þrjú ár i nýja ibúöarhverfinu i Skadoll, en kon- una langaði til baka og 1953 flutt- um við i tvibýlishús sem hafði flotið um 100 metra við jarðskriö- ið er var þá búið að gera við. — 1 fyrstu var það erfitt. Hræðslan við nýtt skrið sat i manni. 1 fimm ár fór ég upp á næturnar og leit út. Ég stillti vekjaraklukkuna svo ég vaknaöi örugglega á nóttunni. FÁNASTÖNGIN BROTNAÐI Bo Johansson kaupmaður var sjónarvottur að skriðinu i Surte. Hann kom hjólandi eftir veginum. — Allt i einu geystist steinlagð- ur vegurinn á móti mér. Hjólið valt um koll. Jörðin steyptist yfir mig. Mér tókst að ná handfestu og sveifla mér upp... — Þegar ég kraup á jörðinni sá ég hús rakarans koma á fleygi- ferð á mótj'mér. Ég man enn vel hvernig flaggstöngin brotnaöi og stefndi á mig. Þegar Bo Johansson tókst að komast heim tii verzlunarinnar var húsið i tveim hlutum. Olga, móðir hans, hrópaði úr öðrum helmingnum. Hún hafði vakað hjá móður sinni um nóttina og var ný komin heim. — Ég hafði lagt mig á legu- bekkinn til aö hvila mig smá stund. Þá sá ég skyndilega að þakið var byrjað að gefa eftir og var aö detta ofan á mig. Hvaö er að ske hrópaöi ég á manninn minn. — Hann hrópaði, aö viö yrðum að reyna að komast út. Hann hljóp út á tröppur og hvarf meö þeim. Sjálf reyndi ég aö komast út i gegnum eldhúsið, en fékk eld- hússkáp yfir mig. Einum meter frá mér klofnaöi húsiö. — Mér varð mikiö um, þegar ég kom út aftur og sá hvaö haföi gerzt. Maðurinn minn hafði flotið meö húshelmingnum sem brotn- aði frá en hann sat niðri á enginu næstum þvi ómeiddur, segir Olga Johansson VERKSMIÐJAN FÉLL SAMAN Föstudag sjö árum seinna varö árdalurinn fyrir ööru áfalli, Hinn 7. júni 1957 klukkan 11.25 klofnaöi verksmiöjuhús efnaverksmiöj- unnar Göte Sulfitfabrik AB fyrir utan Lilla Edet, sem er nokkrum kilómetrum fyrir neðan Surte i tvennt. Ytri endi verksmiöju- hússins rann niður i á. Stórar öld- ur brotnuðu á hinum árbakkanum þegar leirstraumurinn steyptist i rúmlega 100 metra breiða ána. Byggingar féllu, oliugeymar sprungu og þykk olian dreifðist um allt svæöiö. Járnbrautartein- Hrúts merkið 21. mari — 20. aprfl Af einhverjum ástæð- um ertu miöur þin og starfskraftar þinir nýtast ekki sem skyldi. Þú munt verða fyrir töluverðum von- brigöum.en þegar llða tekur á vikuna mun rætast úr málum þin- um. Nauts- merkiö 21. aprfl — 21. maf Þú stendur i þakkar- skuld við nákomna persónu, og þér þykir leitt að geta ekki endurgoldið vináttu og hlýhug hennar. Misklið eða mis- skilningur, sem gert hefur þér lifið leitt að undanförnu, verður til lykta leiddur í vikunni Tvlbura- merkiö 22. mai — 21. júnf Þú átt þvi láni að fagna að geta losaö þig við tvær skuldir, sem þú hefur lengi haft áhyggjur af. Þetta verður vika viöbrigða. Venjur, sem þú hefur tamið þér i sumar, geta oröið þér til traf- ala, svo þú verður að aölaga þig nýjum aðstæðum. Krahba- merkið 22. júni — 23. júlf Þú hefur áhyggjur af að geta ekki staöið i skilum við verk þín, að þú sért of seinn og hægfara og aö seina- gangur þinn muni valda þér óvinsæld- um. Þetta eru ástæðu- lausar áhyggjur, og engin ástæða til svart- sýni. Ljóns merkiö 24. júlf — 24. ágúst Tilhneigingar þinar til sparsemi eru farnar að likjast hreinni nlzku! Gættu þin sem sagt. 1 rauninni ertu að eðlisfari frekar gjafmildur. Meyjar merkið 24. ágúst — 23. sept. Þú ert ekki einn af þeim, sem gleymir gömlum vinum. Ein- mitt þess vegna verð- ur vikan ánægjuleg. Stjöiimspá 40 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.