Vikan

Tölublað

Vikan - 13.09.1973, Blaðsíða 20

Vikan - 13.09.1973, Blaðsíða 20
Þegar hún kom í fyrsta skipti til Holly- wood, var hún sextán ára bráðþroska stúlkubarn. Þar beið hennar frægð og frami, en einnig volæði og örvænting. Saga Veronicu Lake er saga stjörnu, sem skein skært, en er nú flestum gleymd. Veronica Lake er látin, fimmtiu og eins árs aö aldri. „Enn i dag”, skrifaði hún fyrir nokkrum árum i sjálfsævisögu sinni, „minnist fólk þess, þegar ég kom inn i höf- uðstöövar Japananna með hand- sprengjuna i brjóstahaldaran- um”. Það atriði var i myndinni „So Próudly We Hail”. En hversu margir eru þeir eiginlega, sem minnast þess? Hvenær hugs- uðu þið siðast um Veronicu Lake? Blómaskeið hennar var fimmti áratugurinn. Þrýstin brjóstin og hárlokkur, sem huldi hægra auga. Stúlkur um viðaveröld öpuðu eftir hárgreiðslunni. En þegar þær voru orðnar þreyttar á að vera eineygðar, hvarf Veronica. Hvert? Hún segir sjálf frá þvi i sjálfsævisögu sinni, sem heitir „Veronica” og er betri lesning en flestar aðrar minningabækur kvikmyndastjarna. Og frásögn hennar er enginn gerviharmleik- ur frá Hollywood. Fyrst hét hún Constance Ockle- man. Móðir hennar giftist manni, sem hét Keane. Þá varð hún Constance Keane. Constance var bráðþroska og brjóst hennar þóttu fljótt augnayndi, svo að hin metnaðargjarna móðir hennar fór með hana til Hollywood, draumaborgarinnar. Og þar fékk hin 16 ára Connie smáhlutverk i mynd, sem hét „Forty Litle Mothers”. Allt mitt lif, segir Veronica, haföi ég reynt að koma i veg fyrir að hárið rynni niður fyrir augað. Það er pirrandi að ganga um hálf-blind. Og hættu- legt. En auðvitað varð það að henda i miðri upptöku. Hárið rann niður og huldi hægra auga. Ég hef eyði- lagt myndina, hugsaði Connie. Það verður að taka allt upp á nýtt. Ég verð aldrei stjarna. En það merkilega var. að leikstjór- anum þótti þetta sérdeilis hag- stætt. — Hún litur út eins og fjár- hundur, sagði stjarna myndar- innar, Eddie Cantor. — Láttu hárið leika frjálst, fyrirskipaði leikstjórinn. Það skilur þig frá öllum hinum. En frægðin lét standa á sér. Stúlkan bráðþroska fékk ekki fleiri hlutverk i bráð. Klám- myndaframleiðendur vildu endi- lega ráða hana til sin, en Connie neitaði. Þegar fram liðu stundir, kom þó tækifærið. Hún fékk hlut- verk sem næturklúbbarósin Sally I „I Wanted Wings”. Áður varð hún að fá sér nýtt nafn. — Þú skalt heita Veronica Lake, sagði framleiðandinn. Þegar hann hafði skýrt hana upp, fór hún að gráta. Móðir hennar hét nefnilega Veronica. Connie var illa við mömmu sina. Myndin var frumsýnd og stúlk- unni hafði verið skotið upp á stjörnuhimininn. Og engan grun- aði, að Veronica litla hafði stigið fyrsta skrefið til gleymskunnar, niðurlægingarinnar, mót sorgleg- um örlögum sinum. Meðan á upp- töku stóð fékk hún lánaðan rauð- an kjól frá saumastofu Para- mount-kvikmyndafélagsins. Þennan kjól hafði Betty Grable borið einhvern tima. 1 þessum rauða kjól stakk hún af giftist framkvæmdastjóra Metro, sem hét John Detlie. Veronica kallaði hann Pops. Þau unnu hvort öðru heitt og voru mjög hamingjusöm. Frú Lake segir stolt i endurminn- ingum sínum, að hún hafi verið ó- snortin þar til á brúðkaupsnótt- inni. Þvi hafa gestir kvikmynda- húsanna ekki trúað. „Við hlið Veronicu Lake er Lana Turner eins og skólastúlka”, skrifaði gagnrýnandi nokkur. Þá var hún sautján ára, krakkinn. Blað nokk- urtútnefndi hana „lélegustu leik- konu ársins 1941”. Allir héldu, að hún vendi hárið niður fyrir augað, og eitt sinn þegar hún og eigin- maðurinn voru úti að skemmta sér, heyrði hún frú nokkra segja: — Sérðu þessa gæs þarna! Hver heldur hún, að hún sé eigin- lega? Veronica Lake, eða hvað? Konurnar i hergagnaverk- smiðjunum voru allar með Veronicu Lake-hárgreiðslu. Hið siða hár þeirra festist i vélunum. Háir herrar komu til stjörnunnar og báðu hana um að láta kvik- myndahúsgesti ekki sjá sig með sitt hár, meðan Bandarikin ættu i striði. Og Veronica lék eitt af fá- um gamanhlutverkum á leiklist- arferli sinum i „Sullivan's Travels”, þar sem hið fræga hár hennar var falið undir slæðu. Og hinn frægi barmur hennar var falinn undir gömlum slitnum’ karlmannafrakka. Undir honum faldi hún lika magann. Veronica var þunguð, en það þorði hún ekki að segja neinum af ótta við að missa hlutverkið. Hún fæddi dótt- urina Elaine og lék skömmu siðar i „This Gun for Hire” á móti nýj- um leikara, sem hét Alan Ladd. Veronica hélt mikið upp á Alan Ladd, en var illa við Fredric March. Þegar þau léku saman i „I Married a Witch” átti March að lyfta henni og bera hana smá- spöl. Fyrir upptökuna festi Veronica stórt lóð undir kjólnum. Fredric March rembdist og svitn- aði undir byrðinni. En Veronica hló og sagði: — Duglegur strákur! Ný eyja var uppgötvuð i Kyrra- hafinu, og var skýrð Veronicu- eyja. Rannsókn sýndi, að Veronica Lake var i efsta sæti á vinsældalista bandariska hersins. Þá lá hún á sjúkrahúsi að fæða annað barn sitt, dreng. Barnið var dauðvona og Veronica lét kalla á mann sinn. Hann kom ekki! Og það varð hjónaskilnað- ur. Hollywood beið eftir að fá að stytta hinni nýskildu stjörnu stundir. Þetta var á elleftu stundu glanstimabilsins borgarinnar. Hátindinum. Kvikmyndakóngur- inn Mayer sagði: — Við höfum fleiri stjörnur, en komasl fyrir á hininum. Við miðdegisverðarboð voru siga- rettukveikjarar úr gulli með eiginhandaráletrun gestsins notaðir sem boðskort. Stjörn- unrnar merktu skyrtur sinar og vasaklúta með demöntum.A skrifstofu kvikmyndafélaganna var ilmvatni úðað á gesti. V'ei/lurnar voru yfirgengi legar, og svallið taumlaust. Almenning- ur vænti þess, að stjörnurnar lifðu samkvæmt slúðurkjafta- sögunum. Karlmenni kvikmynd- anna neyddust til að sýna að þeir væru karlmenn i veruleikanum lika. Venjulega voru þeir það ekki. Sá eini, sem V'eronica vissi til, að gæfi orðrómum um sig ekkert eftir, var Erroll Flynn. „Hann var fallegur, sá fjandi”. Stolt skrifar hún: „Erroll reyndi að fó mig i sitt fræga rúm. en það tókst honum aldrei". Tókst Onassis? Frá þvi segir Veronica ekki. Hún segir hinsvegar, að hinn riddaralegi Grikki hafi séð henni fyrir ilmvötnum og nylon- sokkum á skömmtunart ima- bilinu. Veronica gefur upp nöfnin á nokkrum elskhuga sinna. „Ég hef aldrei verið með nema einum i einu. Ég hef alltaf verið mönn- um minum trú". Gagnvart Gary Cooper bar hún sérstakar tilfinningar. „Garv var mér imynd alls hins góða og hreina i heiminum... Ég fékk aldrei að ieika á móti Cooper. En við drukkum okkur full saman.” Það merkilega var, að henni bárust ekki fleiri tilboð um hlut- verk. Að lokum varð Veronicu boðið hlutverk i lélegum söngleik sem hét „Bring on the Girls". Hún tók boðinu. þvi hana vantaði peninga. Þar kynntist hun öðrum eiginmanni sinum. ungverska leikstjóranum André DeToth. sem kallaður var Bandi. Hann átti eftir að reynast henni afar illa. En áður varð siðasti bjarti atburðurinn i lifi hennar: Henni var boðið til Hvita hússins og sat þar við sama borð og Irú Roosevelt og Truman vara- forseti. Frú Roosvelt tók stjörn- una á eintal og sagði: Framhald á bls36

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.