Vikan

Tölublað

Vikan - 13.09.1973, Blaðsíða 36

Vikan - 13.09.1973, Blaðsíða 36
HANN GEYMDI MINN- INGUNA UM ELSKADA Framhald af bls 19. Þó að Marie Antoinette hafi lát- ið lífið i Paris árið 1793, var það ekki fyrr en 20. júni 1810, sem harmleik hennar sem konu lauk. Þvi að hvort sem Axel von Fersen var bara náinn vinur hennar eða elskhugi, þá var það hann sem varðveitti minningu hennar, ekki sem ákærðrar drottningar, held- ur sem elskandi konu. HVER MAN EFTIR VERONICU LAKE? F'ramhald af bls. 21 — Forsetinn er veikur.... Hann er með krabbamein. Aður en nokkur annar visssi það, var Veronicu Lake einni sagt það. Hvað var það við Lake, sem olli þvi, að hin stolta frú Roosevelt létti á hjarta sinu einmitt við hana? Veronica segir, að hún hafi aldrei skipt ser af pólitik. „Stjórnmálamenn eru eins og Kinverjar: þeir virðast allir eins”. Hún bjó nú á bóndabæ með Bandi og dóttur sinni og var mjög hamingjusöm. Fjölskyldan hafði 15 hunda, einn úlfalda, kjúklinga endur og hesta. Veronica fékk enn eitt lélegt hlutverk i lélegum söngleik, ,,Out of this World”. Peninganna var þörf.Bandi nennti ekki að vinna, eyddi allt of miklu og fór fram a að fá flugvél að gjöf frá konu sinni. Hann fékk hana. Það eina sem Veronica fékk, var sonur, Mike. „Hann var fallegt barn, en augun i honum hræddu mig stundum.” Þegar hún lá á fæðingarheimilinu og átti von á öðru barni sinu með Bandi, varð hún fyrir áfalli. Móðir hennar, hin heimska frú Keane, stefndi henni. Veronica hafði stöðugt sent henni peninga. En upp á siðkastið hafði hún ekki haft peninga til að senda henni. Bandi var of dýr i rekstri. Fyrir utan stofuna, þar sem hún átti að fæða beið sægur blaða- ljósmyndara. Og þegar Veronica sá i fyrsta fyrsta skipti dóttur sina, uppgötvaði hún sér til skelf- ingar, að barnið bar svip móður hennar. Frú Lake sneri aftur til heimilisins i sveitinni og byrjaði að drekka of mikið. Hún fékk eitt kvikmyndahlutverk til viðbótar. Þar á eftir ekkert.Hún byrjaði að sökkva til botns, til botns whisky- flöskunnar. Hjónabandið var misheppnað og aftur kom til skilnaðar. Veronica Lake, áður skærasta stjarna Hollywood steig upp i flugvélina sneri sér við horfði yfir bæinn og sagði að skilnaði — Farðu til helvitis Hollywood! Frægðarferill hennar var á enda. Hin örðuga ganga niður á við var hafin. Veronica tók þátt i sjónvarpsþáttum i New York, ferðaðist til smábæja úti á landsbyggðinni og kynntist tónskáldinu Joe McCarthy. Þau giftu sig. Hjónabandið varði hálft fjórða ár og var óhamingjusamt. Veronica drakk. Börnin voru á sifelldum þeytingi á milli hennar og feðra þeirra. Veronica hafði hræðzt sonin Mike strax i vöggu, vegna augna hans. Hin raunveru- lega ástæða til, að Veronica og McCarthy skildu, var hvorki áfengi né rifrildi. Mike, fjórtan ára gamall, reyndi aö myrða stjúpföður sinn með hnif. Veroniea var einmana á ny. Hún ver rekin út úr ibúð sinni i fátækrahverfi New York. Mike hafði skorið veggina i sundur. Það var árið 1959. Hversu margir voru þeir, sem mundu eftir Veronicu Lake? Fólk er svo fljótt aö gleyma, og nýjum stjörnum er skotiðupp... Veronica fékk vinnu i verksmiðju við að lima blóm á gálga. Af næsta starfi sinu varð hún svo fræg á ný, komst aftur i sviðs- ljósið. Þó á sorglegan hátt. Blaða- maður hitti hana, þar sem hún vann sem frammistöðustúlka á sóðalegu hóteli i New York. Það vakti mikla athygli., myndir af henni birtust i heimspressunni. Og fólk sló saman höndum og sagði undrandi: VERONICA LAKE? Er það mögulegt? Margir vorkenndu henni og sendu henni peninga. En stjarnan fyrrverandi endursendi þá. Staðreyndin var sú, aö hún var hamingjusöm sem frammistöðu- stúlka á barnum á The Martha Washington Hotel. Þar öðlaðist hún friö. Þeir sem, þangað komu, áttu lika i erfiðleikum með áfeng- ið, með peninga, með lifið. Yfir barnum var sjónvarp. „Stundum voru myndir minar sýndar. Þá var hægt að heyra saumnál detta. Allir horfðu....” Og þar stóð frammistöðustúlk- an og horfði á sjálfa sig, meðan hún hvildi þreytta fætur. A barn- um þar sem hún vann vissu allir hver hún var. Hver hún hafði verið. Og Andy kom inn. „Hann er dáinn núna. Og ég unni honum heitt”. Andy hér hann Elickson og var af norrænum ættum. Hann var sjómaður. — Hefur þú alltaf verið frammistöðustúlka? spurði hann. — Nei. Ég hef verið kvik- myndastjarna. Hann trúði henni ekki. Hvaða máli skipti það? Hún varð ást- fangin af honum, og hætti aö vinna 1962 og fylgdi honum upp frá þvi. „Við vorum skritið par, býst ég viö, ég, greyið, gömul kvik-myndastjarna, og hinn kröftuglegi skipstjóri, sem aldrei hafði heyrt talað um kvikmynda- stjörnuna og vildi bara vera með mér . . . Það var eins og að vera aftur orðin barn með heimsins stærsta bangsa. Hið eina, sem ég vildi, var að halda um bangsann minn eins oft og ég gat og finna traust . . .” Veronica og Andy byrjuðu að búa saman og unnust heitt. Bæði drukku of mikið — en drukku saman. Svo veiktist hann. Stund- um fór Andy til sjós, það var starf hans. Veronica beið og drakk. „Það er ekkert eins fráhrindandi og slagandi, dauðadrukkin kona, sem hangir á bar . . . Það sé ég núna”. I apríl 1965 tók lögreglan hana fyrir fylleri. Veronica Lake eyddi nóttinni i steininum og fékk að borga 25 dollara. „Bg átti það skilið. Við eigum öll skilið það, sem við fáum . . .” Var ennþá til eyja I Kyrrahaf- inu sem hét Veronicu-eyja? Andy kom til baka fárveikur, með áfengiseitrun. „Ég eyddi næstum mánuði i aö fylgjast með Andy deyja”. Veronica bjó til barnamat fyrir hann. Hann mátti ekki drekka. En Veronica stóð i eldhúskróknum og grét og drakk gin. Andy var með óráði. — Hugsarðu nokkurn tima um græna dalinn, Connie? spuröi hann. Hann kallaði hana Connie, hinu rétta nafni hennar. Hún hugsaði alltaf um græna dalinn. Þar vildi hún búa með Andy. En svo varð ekki. Fjölskyldan leyfði henni ekki einu sinni að vera við- stödd jarðarförina. Veronica fékk vinnu við sumar- leikhús á guðsglötuðum knæpum. Nafn hennár dró enn að forvitna. Hún var að hugsa um aö skrifa matreiðslubók, „einfaldir réttir til að sulla saman, þegar maöur er þreyttur eða fullur, — eða bæði þreyttur og fullur”. „Allt mitt lif hefur verið leit að ró”, skrifaði Veronica. Hún flutti til Miami eftir lát Andy, lifði ró- legu lifi, hitti fáa. Loksins gat hún lifað venjubundnu lifi, i friði og ró, þar sem hver dagur byrjaði meö Coca-Cola blandaö mjólk, — uppáhaldsmorgunverður hröpuðu stjörnunnar. Siðustu árin var hún stuttklippt. Hinn heimsfrægi lokkur, sem breytti henni i „eineygt skrimsli”, hvarf. „Heimurinn er öðruvisi séður með báðum aug- um. Hann fær nýja vidd”. Hún kunni vel við að gera ekki neitt, þvi að eins og Veronica sagöi: „Geri maðurekkert, getur manni ekki mistekizt”. Og nú er hún horfin og bráðum er hún gleymd. Og það koma nýj- ar eins og hún, jafn fallegar, jafn örvæntingafullar. Blessuð sé minning hennar! SPANGAREIDI__________________ Framhald af bls. 7 þeirra bæri af hinum að bogfimi. Þeir bjuggust um á Klónhaugi skammt þar frá sem nú heitir Höllen og skutu örvum sinum i vesturátt. Það var Einar þambarskelfir, sem bar sigurorð af konungi i keppninni og varla annars að vænta, ef höfð er i huga sú mynd, er hinar síðari konungasögur draga upp af þessu þrekmenni úr Þrændalögum. ör Einars kom niður allnokkru framar en ör kon- ungsins, og á báðum stöðum voru reknir niður bautasteinar til minja um keppnina. Báöa þessa steina má sjá enn þann dag i dag á Spangareiði. Sagnfræðinga greinir á um sann- leiksgildi þessarar sögu. Fjar- lægðin frá Klónhaugi vestur að steinunum er u.þ.b. einn kiló- metri og hinir vantrúaðri segja, að svo langt dragi ekki hin ágæt- asta bogaskytta með ör sinni. En ýmsir eru á annarri skoðun. Þeir halda þvi fram, að viking- arnir hafi kunnað að gera sér ótrúlega sterka boga, og seinni tima rannsóknir hafa sýnt, að sú frásögn ólafs sögu helga fær staðizt, að Einar þambarskelfir hafi skotið með bakkakólfi — hnúöyddri ör — i gegnum hrá- blauta uxahúö. En vikingarnir eru ekki þeir einu, sem sagnir geymast um á 36 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.