Vikan

Tölublað

Vikan - 13.09.1973, Blaðsíða 4

Vikan - 13.09.1973, Blaðsíða 4
f Dósturinn Ef bí trt d: BYGGJA. BREYTA EBA BJETA bá lítti vil i LitnverL bvi bað hefir évellt beroaflsii LITAVER ■! Símar 32262 - 30280 oo 30480 fireosásveoi 22 - 24 ALLAR SEX! Elskulegi póstur! Þú hefur leyst úr svo mörgum vandamálum, en nú erum viö hérna sex stelpur i mjög miklum vanda. Þannig ver mál meö vexti, aö viö erum allar hrifnar af sama stráknum sem er 17 ára og viö höfum allar veriö meö honum eitt eöa fleiri kvöld. Viö erum allar aö drepast úr ást, en hann veit ekkert um þetta. Jæja viö vonum, aö þú leysir þennan vanda okkar og ekki snúa út úr. Fyrirfram þökk fyrir birtinguna. P.S. Hvaö lestu úr skriftinni? Sex I sorg. Máliö er einfalt! Þið skiptiö stráknum á milli ykkar, þannig aö hver ykkar hefur hann eitt kvöld vikunnar. Sú fyrsta á mánudegi önnur á þriöjudegi og svo framvegis. Gefiö svo stráknum fri á sunnudögum svo hann veröi ekki alveg útkeyröur. Skriftin bendir til þó nokkurrar kimnigáfu, þó aö ekki séu allir brandarar jafn góöir. (Þessi var háif lélegur!) Sf^«í?4Srjrír^»iæ? RÉTT TIL ATVINNU! Kæri póstur! Viltu gjöra svo vel aö svara þessari spurningu fyrir mig. Hvor hefur meiri rétt á vinnu, sá, sem er á atvinnuleysisbótum eöa sá, sem er á vinnumarkaöi og sækir um vinnuna, en hefur ekki fengiö bætur? Meö þökk fyrir allt, Kolla. Venjan er sú hjá ráöningar- skrifstofum sveitarfélaga, aö minnsta kosti I Reykjavik, aö sá, sem hefur beöið lengst eftir vinnu fær hana aö öllu jöfnu, enda sé sá hæfur i starfiö. Enginn kemst á atvinnuleysisbætur, nema aö hafa veriö skráöur hjá vinnu- miölunarskrifstofu I minnst þrjár vikur, þannig aö sá, sem er á atvinnuleysisbótum hefur beöiö aö minnsta kosti þrjár vikur eftir vinnu og ef einhver hefur beöiö skemur, sem sækir um sömu vinnu, á sá, sem er á bótunum meiri rétt á vinnunni. Þetta eru reglurnar, en hitt er annaö mál, hvort alls staöar er fariö eftir þessum reglum. Vona bara, aö þú sért komin i góöa vinnu! ER HÆGT AÐ LÆRA YOGA A ISLANDI? Kæri póstur. Ég er ekki I ástarsorg, og ég er ekki ólétt, en mig langar aö biöja þig aö svara fyrir mig tvelmur spurningum. 1. Er hægt aö læra Yoga á ís- landi?, og ef svo er, hvert get ég snúiö mér til aö læra þaö? Meö hjartans þökk fyrir allt gott i Vikunni. Gulla. Þú getur alla vega lesiö þig eitthvaö til um yoga. Blkur um slikt munu fást I bókabúöum, sem hafa eitthvert úrval erlendra bóka. Hér I sumar var einhver Þór Þóroddsson kallaöur fræöari frá Kaliforniu, sem var meö fyrir- lestra um yoga I Reykjavik og á Akureyri. En ég hef ekki hug- mynd um, hvort hann er snúinn aftur til Kalifornfu. Þú getur reynt aö snúa þér til Guðspekifélags islands (stendur i simaskránni), eöa Geirs Vil- hjálmssonar sálfræöings, sem hefur stundaö hugleiöslu og haft námskeiö i sliku. UM ORÐFLOKKA- GREININGU. Pósturinn Vikunni. Viltu gjöra svo vel og greina fyrir mig i oröflokka úr þeirri ein- staklega skemmtilegu sögu úr ís- lenzkri málfræöi fyrir barna- skóla, sem hefst þannig: Friörik mikli, konungur á Prússlandi. Svo kemur þar i frásögninni, aö konungurinn kemur inn i veitingahús, þar sem einn her- maðurinn hans sat meö flösku af * dýru vini fyrir framan sig:. Er oröiö einn I þessu tilviki töluorö? Er þessi setning úr málfræöinni rétt: „Þaö er sá, sem meiddi sig i fótinn”? Ein i vafa. Eftir þvi sem Pósturinn veit bezt er oröiö einn töluorö i þessu tilviki, sést þaö bezt á þvi, aö hægt er aö setja annaö orö, sem tvimælalaust er töluorö t.d. „tveir” i staöinn, án þess aö setningarskipunin raskist. (Þú veröur þó aö sjálfsögöu aö setja oröiö „hermennirnir” i fleirtölu). Hins vegar er rangt aö segja „einn hermaöurinn hans”, þvi hér er veriö aö tala um hluta af ákveöinni heild og er þá réttara aö láta oröiö, sem stendur fyrir heildina, standa I eignarfalli „einn hermannanna” eöa láta þaö stýrast af forsetningunni af „einn af hermönnunum”. Ekki er heldur taliö gott aö hafa ákveðinn greini meö nafnorði, er eignarfor- nafn svo sem oröiö „hans” stendur meö þvi, væri þvi betra aö segja „einn hermanna hans" eöa „einn af hermönnum hans”. Hin setningin, sem þú spyrö um, er heldur ekki rétt aö dómi Póstsins. Yfirleitt er notuð setningarbyggingin „meiöa sig i/á + nafnorö i þágufalli.” Þvi væri réttara aö segja „Þaö er sá, sem meiddi sig á/á fætinum”’. 4 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.