Vikan - 13.09.1973, Blaðsíða 35
Framhaldssaga eftir Gunnar Berg. Fimmti hluti
ÓENDANLEGUR
DAGUR
Þetta var all saman henni, Cillu, að kenna. Ef hún
hefði komið nógu snemma um morguninn, þá hefði
þetta aldrei komið fyrir. En hún kom ekki nógu
snemma. . . .
)
Dagmar læst inni i skýli Curts,
slösuð, kannski dáin! Ef þessi
maður, sem sagðist heita Harald
Isaksson, væri ekki búinn að
myrða hana, þá var hann mjög
liklegur til að gera það.
Cillu var ljóst, að hún var al-
gjörlega á hans valdi. Það var
ábyggilegt, að ef hún færi ekki al-
veg að vilja hans, þá yrðu örlög
hennar þau sömu og systur henn-
ar, og það sém verra var,
minnstu mistök gætu orðiö þess
valdandi, að verr færi fyrir Dag-
mar, ef hún var þá ekki dáin.
Eina von hennar, var að Staffan
Jernberg kæmi, eins og hann
hafði lofað. Hún varð að tefja
fyrir Isaksson, reyna aö halda
aftur af þessum óöa manni. Hún
barðist við flökurleika og reyndi
af alefli að vera róleg. Eina
björgunarvonin, var að vera nógu
róleg.
— Þekkti yöur? spurði hún.
Harald Isaksson þóttist ekki
heyra spurningu hennar. Hann
þagði þrjózkulega.
— Þetta hefði ekki þurft að ske,
sagði hann. — Ég var að fara.
Hún fylgdi mér út að hliðinu. En
svo snerist hún á 'hæli og tók til
fótanna, heim að húsinu. Hún
sagði eitthvað i þá veru, að hún
hefði ekki vitaö hve framoröiö
var orðið og að ég þyrfti ekki að
loka hliðinu.
— Þá skildi ég, sagði hann og
lagöi áherzlu á hvert orð, —• aö
hún hafði þekkt mig og ætlaöi að
segja til mln.
— Þá elti ég hana, hélt hann
áfram. — Já, mikið rétt, hún stóö
við simann. Hún var greinilega að
bíða eftir svari, og ég heyrði hana
segja aftur og aftur, að þetta væri
mjög áriöandi. Svo leit hún upp og
kom auga á mig. Það var ljóst aö
hún var óttaslegin. Þá var ekki
nema um eitt að ræöa fyrir mig.
Eg reif simann úi* sambandi. Ef
hún hefði ekki fengiö æði og ráðist
á mig, þá hefði þetta aldrei þurft
aö ske.
Hann þagnaði og leit niður, eins
og hann væri að reyna að muna
eitthvaö sérstakt. <
Cilla sat hreyfingarlaus and-
spænis honum. Hún vissi vel
hvert Dagmar hefði verið að
hringja.
Þetta var allt henni, Cillu, að
kenna.
Ef hún heföi ekki verið svona
sein i tiðinni, þá hefði Dagmar
ekki þurft að verða hrædd. Þá
hefði hún ekki þurft að hringja á
skiptiboröið I verksmiðjunni, til
aö vita hvort Cilla hefði hringt.
Hún hafði ennþá simasamband
gegnum skiptiborðið i fyrirtæk-
inu, eins og meðan Axel var á lifi.
Það var góð tilhögun fyrir hana,
þar sem hún bjó eiii. Þá var eins
og hún hefði simaþjónustu gegn-
um fyrirtækið, enda fannst henni
hún eiga rétt á þvi, þar sem hún
var ein af aðaleigendunum.
Þennan morgun haföi hún veriö
að sýna þessum ókunna manni
garöinn sinn, svo hún heföi ekki
heyrt i simanum, þótt Cilla hefði
hringt. Þaö var þvi ljóst, aö hún
var að tala viö simastúlkuna,
þegar maðurinn kom inn aftur.
— Ég ætlaði aðeins að tala við
hana, sagöi maöurinn, eins og
barn, sem reynir að útskýra ó-
happ. — Ég ætlaði bara að segja
henni rólega frá ástæðum minum,
en hún vildi ekki hlusta á mig.
Hún fór að öskra á hjálp. . . kalla
á einhverja Ingeborg, eða hvaö
það nú var. . . og ég hafði ekki
skert hár á höfði hennar! En þér
getið sagt yður sjálf, hvernig mér
leið? Hugsið yður að þessi Inge-
borg hefði nú komið! Ég var
hreinlega neyddur til að þagga
niður i henni og koma henni ein-
hvers staðar fyrir. Að sjálfsögðu
ekki i húsinu, þar myndi hún
strax finnast. Þetta var ekki auð-
velt, þvi að hún öskraði allan tim-
ann, klóraði og beit, eins og villi-
köttur. Hann horfði á hendur sln-
ar, svo sagði hann, eins og afsak-
andi: — Ég er hræddur um að ég
hafi ekki fengið þessar rispur á
þann hátt sem ég sagði yður i
fyrstu.
Reykurinn úr sigarettunni hans
liðaðist upp I loftið og hann fylgdi
honum með hálfluktum augum,
eiginlega letilega.
Cilla barðist við ógleðina, sem
helltist yfir hana við og við. Ef
hún hefði ekki gleymt sér við
blaöaúrklippurnar i morgun, þá
hefði hún komiö i tæka tið og Dag"-
mar ekki þurft að verða svona
óttaslegin. Ef hún hefði komið;
meðan þessi maöur var þarna i
morgun, þá hefði ekkert skeð,
Þetta var allt saman henni að
kenna.
Hún leit i kringum sig i fallega
eldhúsinu, þar sem allt var svo
einstaklega vel hirt, og hún leit á
Harald Isaksson, sem leit út fyrir
að vera ósköp venjulegur maður,
frekar snotur og vel upp alinn og
hún varð ofsalega reið, þegar hún
hugsaði um harmleikinn, sem hér
hafði verið leikinn fyrir svo
skömmu siðan.
Hún sá þetta allt fyrir sér: Dag-
mar á flótta, hrópandi á hjáip,
hún sá hvernig hún missti af sér
hattinn á flóttanum, og annan
skóinn. . . Heföi ég bara komiö
nógu snemma og haft byssu, þá
hefði ég skotið glæpamanninn,
hugsaði hún.
En ef hún færi nú aö gera eitt-
hvaö i æði, þá yrði það til þess
eins, að gera allt verra. Hún varð
Framhald á bls. 41
37. TBL. VIKAN 35