Vikan

Tölublað

Vikan - 13.09.1973, Blaðsíða 7

Vikan - 13.09.1973, Blaðsíða 7
byggðarlaga. Að visu átti svo að heita, að vegarsambandi væri komið á milli Spangareiðis og Mandal fyrir aldamót, en vegur- inn var ófullkominn og ferðin tók fjórar klukkustundir meö hest og kerru, svo að flestir kusu að fara sjóleiðina, ef þeir áttu erindi i bæ- inn. Oftast var „bæjarbátnum” róið, en stundum undu menn upp segl. En nú hefur billinn leyst „bæjarbátinn” af hólmi sem flutningatæki Spangareiðisbúa og á hverju sumri flykkjast ferða- menn til þessa friðsæla byggðar- lags, sem áður var svo fjarri al- afaraleið. Spangareiði er ein af elztu byggðum Noregs. Sjálf lega stað- arins gefur til kynna, að þar hljóti að hafa risið byggð jafnskjótt og menn fóru að taka sér bólfestu á strandlengjunni. Spangareiði er kunnugt úr fornum ritum, m.a. er þess viða getið i konungasögum. Það segir þó ekki alla söguna, þvi aö þar hafa verið grafnar úr jörðu mannvistarleifar bæði frá járnöld og bronsöld. Sjálft heitið Spangareiði er dregið af orðinu spöng, sem merkir mjór landrimi, og staður- inn ber nafn með rentu. Ef litið er á kortið, sést glöggt, að Spangar- 'eiði liggur á mjóum rima milli Njerve-fjarðar og Lene-fjarðar. Yfir þetta lága eiði, sem er aðeins nokkur hundruð metrar á breidd, drógu menn skip sin áður fyrr til að losna við áhættusama siglingu fyrir Liðandisnes. Til eru sagnir um að skip hafi verið dregin yfir eiðið þegar á vikingaöld, og þó að ýmsir sagnfræðingar dragi þær frásagnir i efa, verður ekki i fljótu bragði séð, hvað hefði átt að vera þvi til fyrirstöðu, þar sem vitað er, að langskipin mátti auð- veldlega draga á land. Spangareiði er einnig þekkt úr fornaldarsögum. Bæði Völsunga- saga og Ragnars saga loðbrókar greina frá hinu fræga ævintýri, sem nefnt hefur verið fyrsta ástarsaga Suður-Noregs. Sagan segir, að maður nokkur, Heimir að nafni, kom haustkvöld eitt til bæjar þess, er heitir á Spangareiði og beiddist gistingar. H'ann var kominn um langan veg og klæddur förumannsklæðum, en fátækur var hann ekki. Hann var fóstri Aslaugar, dóttur Sig- urðar Fáfnisbana og Brynhildar. Heimir bar meö sér hörpu eina, og var svo haglega gerð, að i henni faldi hann Aslaugu, er þá var þrevetra, og gnægð gulls, silf- urs og dýrra klæða. Þegar mærin grét, sló hann hörpuna. Þá þagn- aði barnið og hlýddi á strengleik- inn. A Spangareiði bjó karl sá, er Aki hét, og kerling hans Grima. Aður fyrr drógu menn skip sin yf- ir ciðið til þess að losna við hættu- lega siglingu fyrir Líðandisnes. Húsin i Höllen eru umkringd görðum og grasflötum. vorið kemur snemma og haustin hly. Kerling sá kögur á dýru klæði hanga út úr hörpunni. Einnig sá hún glitta I gullhring undir tötrum förumannsins, er hann bakaöist við eldinn um kvöldið. Hún eggj- aði þvi Aka að drepa Heimi á meðan hann svaf. Eftir dráp Heimis braut Grima upp hörpuna til að ná gersemum hans, en fann þá Aslaugu. Hún var hið fegursta barn, er menn höfðu augum litið. Aki og kona hans voru ófrýnilegri en almennt gerðist og til þess að menn efuð- ust ekki um að hún væri þeirra eigin dóttir, bar Grima tjöru i höfuð henni og kallaði hana Kráku. Dag einn kom Ragnar konung- ur loðbrók skipum sinum við Spangareiði. Hann sendi mat- sveina sina á land til bæjar Aka til að baka brauð, en þeir komu aftur með brennt brauð, þvi að þeir höfðu séð konu svo fagra, að þeir ætluðu, að engin mundi henni vænni vera i veröld, og höfðu þvi gleymt að gæta bakstursins. Kon- an var Kráka, sem nú var gjaf- vaxta mær og hafði greitt sér og þvegið, þegar hún sá til manna- ferða. Þá gerði konungur boð eftir henni. Hún átti að koma hvorki klædd né óklædd, hvorki mett né ómett og ekki einsömul, en þó mátti henni enginn maður fylgja. Og Kráka kom. Hún hafði sveipað um sig silunganeti og lét utan yfir falla hár sitt, sem huldi hana alla. Hún hafði bitið I lauk og hund lét hún fylgja sér. Konungur fékk þegar ást á Kráku, en hún neitaði að fara með honum. Vildi hún, að hann lyki fyrstþeirri för sinni, er fyrirætluð var, og ef hann yrði sama sinnis að þvi búnu, skyldi hann aftur koma og mundi hún þá verða drottning hans. Konungur var sama sinnis, er ferðinni var lokið, hann kom aftur að Spangareiði og hafði á burt með sér drottningar- efni sitt. önnur gömul sögn greinir frá þvi, að eitt sinn er þeir voru staddir á Spangareiði Ölafur kon- ungur Tryggvason og Einar þambarskelfir, hin annálaða bogaskytta, hafi þeir orðið ásáttir um að eiga saman skotkeppni til þess að úr þvi fengist skorið, hvor Framhald á bls 36 U?*i O 37. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.