Vikan

Tölublað

Vikan - 13.09.1973, Blaðsíða 28

Vikan - 13.09.1973, Blaðsíða 28
 „Hófaslögin háttum bundin... nesr um skeið. Hún hefur alltaf ætlað koma hingað í snjó og velta sér nérna niður hólinn, en af þvi hefurekki orðið ennþá. Þessi hóll hefur lengi verið vinsæll á vet- urna og oft verið barnmargt á honum. Einhverra hluta vegna fór ég einu sinni heldur lengra með strætisvagninum, en ég var vanur. Þetta var um vetur, og hóllinn var þakinn börnum, sem voru að leika sér i snjónum. Fyrir framan mig i vagninum sátu tvær eldri konur og ég heyrði að önnur sagði: „Satt er það. Mikill fjör- maður er hann Sigurður. Mikil lifandisósköp á hann af börnun- um”. Það var skrýtinn á þeim svipurinn, þegar ég gekk fram hjá þeim og út úr vagninum. Þegar Sigurður var orðinn þekktur fyrir söng sinn i útvarpi og á hljómplötum, fóru dreif- býlismenn að sækjast eftir að fá hann til sin til að syngja fyrir sig. Sigurður hefur sungið á skemmt- unum i flestum sýslum landsins og auk þess að skemmta á minni háttar samkomum Húnvetninga, hefur hann lagt þeim lið á Húna- vöku oftar en einu sinni. — Það var einu sinni á Húna- vöku, að ég gisti hjá Snorra vini mlnum á Hótel Blönduósi. Það haföi verið skemmtun um daginn og ég var að hvila mig fyrir kvöldskemmtunina. Þá kemur Snorri til min og segir, að það sé kona niðri, sem vilji endilega fá að sjá mig. Ég spurði, hvort hún gæti ekki beðið þangað til á skemmtuninni um kvöldið. Hann sagöist ekki geta losnað við hana, svo aö það varð úr að ég lét hann koma með hana upp. Þegar aum- ingja konan sér mig, dettur hrein- lega af henni andlitið. Ég áttaði mig fljótt á þvi, að ég stóðst ekki samanburð við það, sem konan hafði Imyndað sér um mig og segi viö hana: ,,Þú hefur haldið, að ég liti öðru visi út?” Hún játar þvi og segist hafa haldið, að ég væri hár grannur og ljóshærður. Ég vildi reyna að bæta aumingja konunni vonbrigðin, sem hún hafði orðið fyrir með útlit mitt, og spurði hana hvort hún héldi sérstaklega upp á eitthvert ákveðið lag. Hún sagöist hafa mikið dálæti á „Fjallinu eina”. Ég lofaöi henni, að ég skyldi syngja það fyrir hana um kvöldið. A skemmtuninni söng ég þetta lag siðast og kynnti það með þvi að segja, að i salnum væri stödd kona, sem væri komin langt að til að sjá mig. Hún væri búin að þvi og hefði orðið fyrir Soffia Karlsdótfir hafði ekki sungið opnberlega í sextán ár, þegár hún og Siguröur komu fram isjónvarpinu og sungu gamanvis- ur. miklum vonbrigðum, en hún héldi mikið upp á þetta lag og ég ætlaði að syngja það sérstaklega fyrir hana. Ég sá hvar konan sat i saln- um og það var eins og hún lækk- aði i bekknum. En einhvern veg- inn vildi svo til, að ég varð að syngja lagið þrisvar. Þegar ég hafði lokið söngnum, fór ég beint á hótelið og þangað kom blessuö konan og sagði við mig með sinni bllðu rödd: ”Það gerir ekkert til hvernig þú litur út. Þú syngur al- veg jafn vel fyrir það”. Sigurður hefur skemmt íslend- ingum um allt land lengi og vel, en annar þáttur söngstarfs hans er ekki ómerkari. Það er söngur hans við jarðarfarir. Þeir eru ófá- ir, sem hafa óskað eftir þvi að Sigurður syngi yfir moldum þeirra og iðulega hefur hann sungið við tvær og stundum við þrjár útfarir sama daginn. Það var þvi eðlilegt að vikja að jarðarfararsöngnum og þá komN upp úr dúrnum, að söngferill Sig- urðar hófst á harla óvenjulegan hátt. — Þegar ég var i siðasta bekk Miðbæjarskólans, heimsótti bekkur úr Austurbæjarskólanum okkur. Þá fluttu tveir nemendur úr hvorum skóla einhver skemmtiatriöi og ég var dubbað- ur upp i að syngja. Meöal lag- anna, sem ég söng, var „Hátt ég kalla” eftir Sigfús Einarsson. Sama vorið voru kyrtlarnir teknir úr mér, en ég hafði lengi verið slæmur i hálsi vegna þeirra. Önefndur læknir var svo al- mennilegur við mig að rifa þá úr mér og hann lét sér ekki muna um að taka úfinn með. Þess vegna segir konan min stundum, að ég súpi stórt vegna þess að ég sé úf- laus. Eftir þessa læknisaðgerð lá ég lengi með hita og var mállaus að kalla. A endanum braggaðist ég samt og þá fór ég til Jens Jó- hannessonar heitins læknis. Hann leit upp I mig og sagði strax, að þetta væri skaðabótaskylt, en þá þekktust skaðabætur varla, svo að ekki varð meira úr þvi máli. Atriði úr „Leðurblökunni”. Jens hafði einhvern tima heyrt mig syngja og hann sagði við mig setningu, sem snart mig mjög illa og ég hef aldrei getað gleymt. „Þú getur aldrei sungið framar Siggi minn”. Það var eins og eitt- hvað brysti i mér, þegar hann sagði þetta. Á sokkabandsárun- um, sem nú eru vist kölluð tán- ingaár, voru kunningjar minir 28 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.