Vikan

Tölublað

Vikan - 13.09.1973, Blaðsíða 19

Vikan - 13.09.1973, Blaðsíða 19
oT o Gustavsberg Mikilvægustu „húsgögn" baöherbergisins eru auövitaö hreinlætistækin, - handlaug, baökar, salernisskál og undirlífsskál. Annaö eru fylgihlutir sem auka nota- gildi, öryggi og þægindi. Allir slíkir smáhlutir gegna aukahlutverki samanboriö viö hina mikilvægari. Hönnun baöherbergisins miöast þannig fyrst og fremst vió hreinlætistækin, einkum þar sem þau eru fast- tengd. Þegar þeim hefur einu sinni veriö búinn staöur fá þau venjulega aö vera þar kyrr. Þeim mun mikilvægara er því aó skipuleggja vel frá upphafi. Gera þarf ráö fyrir nægu rými og velja „baöherbergishúsgögnin", sem henta vel jafnvel þótt stærö og venjur fjölskyldunnar kunni aö breytast. GUSTAVSBERG postulínshreinlætistækin eru úr þétt- stroknu kísilhrúðri og hafa haröa sprunguþétta glerhúó. Allir fletir eru aögengilegir og auðhreinsan- legir. Baókörin eru framleidd úr úrvals stálplötum og glerungurinn er skv. bestu alþjóðlegu gæöaflokkun. BYGGINGAVÖRUVERZLUN BYKO KÓPAVOGSSF NÝBÝLAVEGI 8 SÍMI:41000 HANN GEYAADI AAINN- INGUNA UAA ELSKAÐA KONU í HUGA SÉR. Framhald af bls 9. 21. janúar 1799: ,,Eg hef verið sorgbitinn i allan dag. Ég hef ekki getað gleymt þvi, að á þess- um degi var Lúðvik XVI. tekinn af lifi. Allt mitt lif' mun ég minnast hans með virð- ingu”. En hann leið samt mest fyrir flóttann til Varennes. Aftur og aftur snerust hugsanir hans um 21. júni 1791. 20. júni 1794: ,,Ég get varla hugs- að um þennan dag árið 1791....” 20. júni 1797: ,,t dag er dagur sem ég gleymi aldrei. Þá var ég ham- ingjusamur....” 20. júni 1X00: ,,Ég er enn að hugsa um þennan sama dag fyrir niu ár- um og hlut minn i flóttatilraun- inni”. Hugsanir hans um Varennes hafa bitran undirtón: ,,Það hefði verið betra fyrir mig”, skrifaði hann vini sinum, ,,að ég hefði dáið þann 20. júni”. Árið 1810, nitján árum eftir flóttann til Varennes höfðu Sviar sett Gustav IV. Adolf konung sinn af. Karl hertogi, bróðir Gustavs III. hafði verið valinn til konungs og var nefndur Karl XIII. En vegna þess að hann var orðinn roskinn og var barnlaus, varð einnig að velja rikisarfann. Fer- sen var andvigur þvi að velja Karl-August af Holstein — Augustenburg eins og þingið gerði, og það olli þvi að hann féll i ónáð hjá Karli XIII. og almenn- ingsálitið snerist gegn honum. 1 þessu óörugga andrúmslofti fékk rikisarfinn hjartaslag og féll af hestbaki, með þeim afleiðing- um að hann lést hinn 18. júni 1810. Hershöfðingjarnir höfðu byggt áætlanir sinar á þvi að Karl-Aug- ust yrði konungur og dauði hans hafði þvi gifurleg áhrif. Daginn, sem jarðarför rikisarf- ans fór fram, var mikil ólga i Stokkhólmi. Lögreglan gerði miklar varúðarráðstafanir til þess að reyna að koma i veg fyrir valdbeitingu, ef Fersen yrði við- staddur greftrunina. Einn hinna fáu vina, sem Frsen átti enn meðal hirðarinnar, var de Suremain hershöfðingi. Hann snæddi morgunverð með Fersen jarðarfarardaginn og bað hann um að taka ekki þátt i likfylgd- inni. En Fersen hlustaði ekki á viðvaranir hans, þvi að eins og Suremain segir i endurminning- um sinum ,,var samvizka hans hrein og þess vegna kenndi hann einskis ótta”. De Suremain hershöfðingi get- ur ekki hafa vitað, að þennan dag fyrir nitján árum, hefði Fersen viljað deyja. Það er freistandi að álykta, að það hafi haft sitt að segja, þegar Fersen horfðist ró- legur i augu við þann möguleika, að hans biði hryllilegur dauðdagi. Ekkert i fari Fersens benti til þess, að honum væri órótt innan- brjósts, þegar hann steig upp i gylltan vagn rikismarskálksins um hádegisbilið þann 20. júni 1810. Hann sat einn i vagninum og á honum sáust engin svipnbrigði. Vagn hans var fremstur i lik- fylgdinni. Það var ósækilegt fyrirkomulag: f jaðraskreyttur vagn dreginn af sex hvitum hest- um og þjónarnir i rauðum ein- kennisbúningum „stungu mjög i stúf við einfaldleik likvagnsins”. Þegar vagninn nálgaðist þröng- ar götur gömlu borgarinnar, þétt- ist mannfjöldinn og hópaðist að vagninum, allt annað en vin- gjarnlegur. Allt i einu hrópaði einhver: „Svikari!” Og undir hrópið var tekið með enn alvar- legri ákæru: „Morðingi!” Ein- hver kastaði steini að vagninum og braut þannig gluggann. Grjót- kastið jókst. Þegar likfy lgdin kom inn á Kornhamnstorg, byrj- aði mannfjöldinn að rifa upp götusteinana og kasta i vagninn. Flokkur hermanna úr lifverði konungsins var á torginu, en þeir ekkert til að koma i veg fyrir árásina. Likfylgdin elti stór- skemmdan vagn Fersens inn á Stóru-Nýgötu eins og ekkert hefði i skorizt. Þar náði múgæsingin hámarki. Gatan var svo troðfull af fólki, að vagninn komst ekki áfram. Fersen var særður og blæddi það mikið, að hann varð að liggja á vagnsætinu. Allt i einu kom Ulfsparre ofursti og sex lif- verðir á vettvang. Ofurstinn opn- aði vagndyrnar og skipaði rikis- marskálknum að stiga út og leita skjóls i húsi hinum megin götunn- ar. Ulfsparre gaf mönnum sinum fyrirmæli um að halda vörð um dyrnar, á meðan hann sækti liðs- auka. 1 húsinu, sem Fersen leitaði hælis i, hafði hópur manna safn- ast saman til að horfa á likfylgd- ina. Einhver leiddi Fersen upp tröppurnar og kom honum fyrir i litlu herbergi og sótti vatn og handklæði. Til allrar óhamingju komst fólkið fljótt að þvi, að Fer- sen var i næsta nágrenni, og her- bergið fylltist af óvinveittum mönnum. Tilgangur þeirra var fyrst og fremst að biðja honum bölbæna. Einhver sagði hann hafa verið „orsök” frönsku stjórnarbyltingarinnar. Svo steig einhver fram og skipaði honum að taka af sér serafakeðjuna, sem hékk um háls honum. Fersen neitaði þvi og sagði, að konungur- inn hefði gefið sér hana og enginn annar en hann gæti tekið hana af sér. Þá var keðjan slitin af hon- um, árásarmennirnir hentu henni fyrst á milli sin, og svo út um gluggann til fólksins, sem lét ó- friðlega á götunni fyrir utan. „Hendið honum lika út’„ hróp- aði múgurinn. „Við skulum drepa hann! ” Aðgerðirnar voru komnar á það sfig, að valdsmennirnir gátu ekki lengur látið sem ekkert væri. Nú fyrst kom yfirhershöfðingi Stokk- hólmsborgar Silversparre á vett- vang. Hann gerði tilraun til að dreifa mannfjöldanum, en það gerði aðeins illt verra. Siðan ráð- lagði hann Fersen að láta hand- taka sig og flytja á öruggan stað i ráðhúsinu. Fersen sá að þetta var eina von hans um undankomu og studdi sig við Silversparre niður tröppurn- ar. Einhver náði taki á honum og fleygði honum til jarðar, þar sem hann lá án þess að geta hreyft sig. Nokkrir menn stukku til og gripu i fætur honum og drógu hann út á götuna, þar sem múgurinn steypti sér yfir hann. Framan i liðssveit Silversparres var Fer- sen misþyrmt til dauða. Þegar hann hafði gefið upp andann, var likinu enn misþyrmt. Morðið hefur veriö kallað „mesta svivirða Svia”. Abyrgðin á morðinu á Axel von Fersen báru Isaac Lars Silversparre og Karl XIII. konungur. Framhald á bls 36 37. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.