Vikan

Tölublað

Vikan - 13.09.1973, Blaðsíða 26

Vikan - 13.09.1973, Blaðsíða 26
I TEXTI: TRAUSTI ÓLAFSSON „Hófaslögin háttum bundin hrynja aö söngrödd gleöimanns” Vikan heimsækir Sigurð Ólafsson, söngvara Fá íslenzk dægurlög hafa notið eins mikilla vinsælda og verið jafn langlif og „Sjómannavals- inn”, sem Sigurður Ólafsson söng inn á plötu fyrir mörgum árum. Valsinn einn hefði nægt til þess, að margir Islendingar könnuðust við nafn Sigurðar, en hann lét ekki sitja við hann einan. Sigurð- ur söng lengi með danshljóm- sveitum og aragrúi af hljómplöt- um með söng hans hefur verið gefinn út og flestar eru þær ófá- anlegar. Þess utan kom Sigurður töluvert við sögu leikhússlifs á IsteTTdi um nokkurt skeið og söng i fjöldanum öllum af kabarettum og revium. Hann söng lika i óper- um, óperettum og söngleikjum og einu sinni tók hann við Shake- spearehlutverki af Ævari Kvar- Gletta vann Glettubikarinn á Þingvölium árið 1!)(>2 og þá var þessi mynd tekin. A henni eru talið frá vinstri: Glettingur, undan I.itlu- Glcttu, Ilrollur, Litla- Gletta, Sigurður á Völsungi, ættmóðirin Gletta og Gula-Gletta. Illaðin fegurð, hýr á svip. Ileimtar veg til spretta. Engin dregur f þin grip, yndislega Gletta. Þessa visu um Glettu gerði Valdi- mar Benónýsson. Myndin var tekin kappreiðum Fáks árið I!)57, en þá var Gletta tuttugu vetra. an, sem fór á leiklistarkynningu til Bandarikjanna skömmu eftir frumsýningu. — Það var i ,,As you like it”, eða „Sem yður þóknast” eins og það var kallað á islenzku. I fyrstu var talað um að ég tæki bara sönginn, en einhver nemenda leiklistarskólans tæki leikatriði hlutverksins. En þegar á hólminn var komið, treysti enginn þeirra sér til þess. Ég gat þetta náttúr- lega alls ekki, en Lárus Pálsson var leikstjóri og hann taldi mér trú um, að ég gæti það. Svo æfði Haraldur Björnsson mig heima hjá sér og niðri i leikhúsi og alls staðar. Þetta fór allt saman sæmilega. Að minnsta kosti var ég ekki skammaður fyrir það að ráði. En þetta var hörkutamning og harðtamning hjá Haraldi. — Þú söngst i Rigoletto? — Já, það var glæfralegt ævintyri að stökkva eins og hver annar áhugamaður inn af götunni og fara að syngja á móti Guð- 26 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.