Vikan

Tölublað

Vikan - 13.09.1973, Blaðsíða 16

Vikan - 13.09.1973, Blaðsíða 16
Ég starði á Charles án þess að geta sagt orö. — Ég hefði ekki spurt þig, hefði ég ekki vitaö, að þú ætlaðir hvort sem var aö láta hann frá þér. Ég hélt, aö þú yrðir glöð. Þú hefur dvalizt hjá f jölskyldunni og veizt, hve gjarnan við viljum taka hann og hve annt við munum láta okkur um hann. Hann verður okkar eigið barn og ef þú segir ekki frá neinu, fær enginn að vita, aö hann er ekki fæddur okkur. Ekki einu sinni hann sjálfur. — En hvað um sjúkrahúsið? — Þú varst lögð inn sem Joan Sanders. — En fæðingarvottorðið? spurði ég lágt. — Á þvi stendur, að James Wiíliam Sanders sé sonur Joan og Charles Sanders. Ég fann, hvernig ég roðnaöi. Hann haföi ekki verið órólegur og áhyggjufullur vegna Joan þá úm nóttina. Hann hafði skipulagt þetta allt og látiö lita út eins og ég yæri eiginkona hans. — Anne þú verður að fyrirgefa mér og reyna að skilja. Ég vissi, að Joan myndi aldrei ala barnið. Ég vissi lika, að þú varst ákveðin I að láta James frá þér. Og þetta virtist bezta lausnin fyrir okkur bæöi. Eg hélt, aö þú yrðir glöð. Nú geröi ég mér grein fyrir, hversvegna hann var svona órór. Það var vegna þess, að hann vissi hve mikið reið á, að ég segöi já. — Hann verður sonur okkar, Anne. Hann verður Sanders. Ég stóð upp og gekk til James, sem lá I vöggunni sinni og leið vel. Ég varö aö reyna að gleyma öllu ráðabrugginu, sem hafði verið gert á bak við mig. Það skipti engu máli. Það sem máli skipti var framtlð James. Gat ég gefið honum stærri gjöf, en örugga framtlð sem sonur Joan og Charles? Ættleiðingaskrifstofan myndi gera hvað hún gæti til þess að finna honum gott heimili, en þegar ég léti hann frá mér á þann hátt, væri hann horfinn fyrir fullt og ailt. Og ég vissi, að ég myndi hugsa um, hvað hefði komið fyrir hann, hvort hann væri hamingju- samur, hvort nýju foreldrarnir elskuðu hann eins mikið og ég hefði gert. Hvers vágna hikaði ég þá? Ég gat ekki haldið honum. Væri það rétt gagnvart James að koma I veg fyrir, að hann fengi drjúgan skerf Sandersmilljónanna, þegar allt, sem ég gæti gefið honum, var ég sjálf? Þetta var I annað sinn, sem Charles bauð mér lausn á vanda- málum minum, lausn, sem var miklu betri en allt, sem ég gat látiö mér detta I hug. — Ég vildi gjarnan, að það yröuö þið sem fengjuð hann, sagði ég- Það var eins og ég hefði feykt burtu mánaðalöngum óróleika. Allt háttalag Charles breyttist og hann slakaöi alveg á. Hann var með tárin i augunum. Hann gekk til mln og kyssti mig. — Hvergi getum við nokkurn tlma fullþakkað þér, Anne? Við gerum hvaö sem þú vilt, fyrir þig. íbúðina geturðu haft eins lengi og þú vilt og við borgum reikningana fyrir þig. Ég er búinn að opna bankareikning handa þér og þangað sendi ég ákveðna upphæö mánaðarlega. Það er fyrir út- gjöldum þlnum —. Ég heyröi varla það, sem hann sagði. Nú þegar ég hafði ákveðiö mig, var eins og ég næði ekki and- anum og ég hefði þeytzt eitthvað langt út I buskann. Ég vildi bara vera ein. Charles var að fara. Hann sá, að ég var þreytt og bjó um rúmið fyrir mig. — Heldurðu, að þú getir gefið James pelann? spurði hann. — Já, það get ég. — Er nokkuð fleira, sem ég get gertáöur en ég fer? Hann var svo hamingjusamur, ákafur og óró- legur allt I sömu andrá, að það snart mig. — Nei, þakka þér fyrir, ég hef allt, sem ég þarfnast. Þú hefur séð fyrir öllu. Hann hló aöeins við og var 1 þann veginn að fara út úr dyrunum, þegar hann hikaði. — Anne, erum við sammála um aö láta þetta gangá fljótt fyrir sig? Þvl fyrr því betra, ekki satt? Ég kinkaði kolli. Þegar ég var orðin ein, undir- bjó ég fyrsta og siöasta kvöldið með syni mlnum. Ég yljaði pelann hans og skipti á honum. Ég gaf mér góðan tima viö aö skipta á bleiunum og þegar hann var orðinn þurr, lagði ég hann I rúmið. Hann sofnaði fljótt og ég. horföi á hann I fallega rúminu, sem var eins og tákn þess ljfs, sem hann átti I vændum á Sanders Hall. Viö og við gaf James frá sér lágvær hljóö I svefninum og i hvert skipti stökk ég á fætur til þess að gæta að, hvort vel færi um hann eða hvort hann væri aftur oröinn svangur. En það var eins og hann vissi lika af skilnaði okkar. Hann var þurr og gaf hljóðin frá sér I svefni. Og ég var þakklát fyrir að þurfa ekki að halda á honum, þvl minna sem ég myndi eftir ylnum og þunga hans, þvl betra. Nóttin var komin og ég lá i rúminu og hugsaði. Ef allt hafði fariö eins og bezt varö á kosiö hjá mér, þá haföi það lika gert það hjá Joan og Charles. Þaö var Hvers vegna hikaði ég þá? Ég gat ekki haldið honum. Var það rétt gagnvart James að koma í veg fyrir, að hann fengi drjúgan skerf Sandersmilljónanna, þegar allt, sem ég gæti gefið honum, var ég sjálf? næstum eins og það heföi verið skipulagt frá upphafi. Skipulagt! Charles hafði lagt mig inn á sjúkrahúsiö sem eigin- konu sina. Hann sagði, að það væri einfaldara þannig. A fæðingarvottorðinu stóð James William Sanders. Þau höföu vitað, að annað hvort myndi Joan ekki ala barnið, eða þá, að það myndi ekki lifa lengi. Þau höfðu leitað að einhverri til þess að vera I félagsskap Joan,. einhverri, sem llka átti von á barni. Einhverri ógiftri, sem sagði pft og mörgum sinnum að hún ætlaði ekki að halda barninu, heldur gefa það. Hann hafði séö þessa einhverja á ættleiöingaskrifstofunni, þar sem hann var að undirbúa nauðsyn- legar aðgerðir. Hvaö sem fyrir Joan og barnið kæmi, hafði hann séð um, aö barn væri fyrir hendi, ef þau þyrftu á þvi að halda. Og hann hafði búið svo um hnútana, að enginn fengi nokkurn tlma að vita, að þau ættu ekki barnið sjálf. Hvað haföi Walter ekki sagt fyrsta kvöldið. — Hann er stór- kostlegur. Það er hættulegt aö hlýða ekki Charles — og Frances — Charles er eins og pabbi, hann eryfirvegaður, ákveðinn og skyn- samur. - K 16 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.