Vikan

Tölublað

Vikan - 13.09.1973, Blaðsíða 15

Vikan - 13.09.1973, Blaðsíða 15
NÚ MÁLAIl HÚN MÁFA. Kim Novak er farin að mála. Hún þykir efnileg með pensilinn og skemmtilegasta mótifið segir hún vera sjó og sjávarfugla. Hér gefur að lita sýnishorn af árangrinum og leikkonuna, sem löngum hefur þótt ásjáleg. HOLLENZKIR PRINSAR. Þetta eru synir Beatrix Hollandsprinsessu og Claus prins og þeir heita Wilhelm Alexander, Constantijn og Jo- han Friso. Nýjustu fréttir af foreldrum þeirra herma, að þau séu hamingjusamari en nokkru sinni fyrr. IIÚN A SÉR KÖLLUN. Kannski man einhver les- enda eftir þvi, þegar þessi fallega stúlka sór ólympiueið- inn á ólýmpiuleikunum i Míinchen. Hún heitir Heidi Schúller og stóð sig vel i þeim greinum, sem hún keppti i á leikunum. Siðan þá hefur hún m.a. séð um iþróttaþátt i þýzka sjónvarpinu og henni hafa borizt tilboð um að gera fjölda margt, sem ungar stúlkur dreymir oft um að gera. En Heidi á sér köllun. ,,Ég ætla að verða barnalækn- ir, þvi að ég er viss um að i þvi starfi einu finn ég þá lifsfyll- ingu, sem ég leita að”. Heidi er vel á veg komin með lækn- isfræðinámið og við treystum okkur til að fullyrða að feðurn- ir verða ekki latir við að fara með börnin i læknisskoðun, þegar hún verður farin að starfa.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.