Vikan - 06.12.1973, Síða 19
um framhaldslif og dulræn efni.
IRÞÚÁ
MHALDSLÍF?
Árni Bergmann,
blaðamaður.
1. Hjá ýmsum mætum mönnum má lesa rök-
semdafærslur um það, aö maðurinn komist
ekki af iheldur andsnúnum heimi nema hann
trúi á persónulegt framhaldslif. .Um þessa
skoðun verður þvi miður ekkert annað ságt
en það, aö menn sem svo hugsa þurfa á
hramhaldslifi að halda. Þetta er mjög per-
sónuleg þörf og ætti að fara meö hana sem
einkamál og leyndardóm.
2. Ég geri ráð fyrir að hér sé fiskað eftir
reynslu manna annaðhvort af þjóðlegri
draugatrú eða spiritisma, nema hvort-
tveggja sé. Svarið er neitandi. Ofangreind
fyrirbæri eru mér aöeins mismunandi
skemmtisögur söguefni og upplýsing um
þann sem segir frá. Þvi miður er skemmtun-
in mjög á úndanhaldi i hinu yfirnáttúrulega
tali á Islandi, á undanhaldi fyrir mærðarfullu
daðri viö öll trúarbrögð og allar eilifðar-
kenningar. Maður freistast til að taka undir
við Georg gamla Brandes, sem kvaðst aldrei
hafa reynt neitt yfirnáttúrulegt á sinni ævi.
Ásgerður ólafsdóttir,
kennari.
1. Ég á erfitt meö að imynda mér, aö lif okkar
hér á jörðu sé það eina lif, sem við lifum. Ég
lit fremur á jarölffið sem hlekk i langri keðju.
Að visu er erfitt að gera sér i hugarlund, hvaö
tekur við eftir dauða likamans, en mér finnst
liklegast að við höldum áfram að lifa okkar
andlega lifi og verðum áfram sem hugsana-
verur, þó 'að likaminn deyi. Mér þykir trú-
legast að lifið eftir dauðann lúti allt öðrum
lögmálum en lifiö hér á jörðinni, en ég trúi að
það sé til að minnsta kosti á meðan annað
veröur ekki sannað.
2. Sjálf hef ég aldrei orðið vör við framliðiö
fólk, en ég er sannfærð um að ég hef notið
hjálpar „andalæknis”, þó að ég telji ástæðu-
laust að rekja það nánar hér.
Ævar R. Kvaran, ritstjóri
timaritsins Morguns.
1. Fyrri spurningunni svara ég hiklaust ját-
andi. Þykist ég hafa fengiö persónulegar
sannanir fyrir þvi, þótt ekki verði greint frá
þeim hér. Þeir, sem ekki trúa á annað lif
veröa aö horfast i augu viö afleiðingar þeirr-
ar skoðunar, aö þá er llfiö með öllu tilgangs-
laust og auk þess getur þá ekkert réttlæti
veriö til. I þessu jarðlifi gætir svo gífurlegs
misréttis og gæfumunur er svo óskaplegur,
að þetta eina lif sýndi rikjandi magnaöasta
óréttlæti og riúgulreið i tilveru mannsins.
Nei, það er einungis likami mannsins, sem
leysist upp við svonefndan „dauða”, en and-
inn er eilifur i eðli sinu.
2. Slöari spurningunni svara ég einnig ját-
andi. En það sem komið hefur fyrir mig I
þeim efnum er svo persónulegs eðlis, að ég
hef ekki I hyggju aö birta það á prenti. En
vegna þess hvernig spurningin er orðuö, vil
ég geta þess, að ég álit ekki neitt til sem er
„yfirnátturlegt”. Það getur ekkert veriö
yfirnáttúrlegt. Allt er háð náttúrlegum lög-
málum. Þar sem fólk talar um yfirnáttúrleg
fyrirbæri, er aðeins um að ræða verkanir
afla, sem enn eru ókunn visindunum. Þau
munu smátt og smátt verða afhjúpuð á
Vesturlöndum, þegar menn hafa losaö sig
betur úr viðjum efnishyggjunnar.
49. TBL. VIKAN 19