Vikan - 06.12.1973, Page 27
ÞEGAR EG
ÁTSLÖNGUNA
Jónas Guðmundsson bregður upp
svipmynd af einum degi í la Sieba i
Honduras.
ur og hrumleikinn var mestur i
augnaráðinu og hvitu hárinu.
Hann var að baða sig á bryggj-
unni.
Vatnsleiðslan var eitt fet frá
bryggjunni. Þetta var sver leiðsla
og glutraði vatn úr opnum endan-
um. Þarna tók sá gamli sjer bað
fyrir allra augum, kviknakinn og
spengilegur. Hann nuddaði öllum
likamsfleti sinum, höfði, baki,
löppum, handarkrikum og rass-
opi inn i rörið og að lokum stakk
hann getnaðarlimnum inn i rörið
og þá leið honum best og hann
brosti, svo það skein i hvitar tenn-
urnar. Svo fór hann i buxurnar og
setti bananaknippi á bakið og fór
heim að sofa.
Við áttum fri eftir hádegi, ég
og min vakt, og nú hvrjaði að
rigna. Aldrei áður hafði rignt
svona mikið, þetta var einsog að
sautjánda júni hefði borið upp á
sunnudag hvað það snerti og
vatnið streymdi úr himninum.
Við ætluðum i land, Zambrano
og ég, en nú urðum við að biða
eftir uppstyttu, til að geta hlaupið
upp lánga bryggjuna og inn 1 bæ-
inn, sem rotnaði i sólinni og regn-
inu.
Ef við kæmumst upp i bæinn,
væri okkur borgið, þvi þar gátum
við leitað skjóls undir pálma-
trjánum, eða sólskyggnum hús-
anna og þurftum ekki að láta
okkur rigna niður. Og svo þegar
uppstytta kom, hlupum við upp
bryggjuna einsog reiðir fuglar og
ég fann blóðbragðið i kverkunum.
A skipum hleypur einginn neitt og
nota bara innyflin af likamanum.
Hausinn og útlimina ekkert og þvi
geta þeir ekki hlaupið neitt, nema
fá blóð i kverkarnar, — og við
mörðum það gegnum hliðið og
undir griðarstóra pálma, sem
stóðu við bryggjusporðinn. Þar
var mikið af svörtu fólki, rauðu
fólki og brúnu fólki, sem ætlaði út
á skipin, þegar gufuflautan segði
þvi, að törnin væri byrjuö eftir si-
estuna.
Fólkið horfði á mig einsog horft
er á sýslumenn i sveitum á Is-
landi, logagylltan meö skúf á .öxl-
um, en Zambrano var hinsvegar
algengari útlits, þvi hann var
Suðurá'meriku-Indiani, blandaður
út i blóði manna, sem lagt höfðu
undir sig mikil úthöf á smáum