Vikan - 06.12.1973, Qupperneq 33
HYER
ER
LAUREL?
Claire Rayner
Hún horfði á hávaxna manninn, sem sat
á hækjum sér fyrir framan hana. —
Sunny, sagði hann. Hún hafði aldrei séð
hann áður. En samt var eitthvað i djúpi
hugans, sem minnti á hann... Sunny...
Sunny...
— Þú getur ekki imyndaö þér
hvernig þaö er, aö geta ekki
munaö neitt frá fortiö sinni, ekki
einu sinni æskuárin, aö finna til
sektar i hvert sinn, sem maður
horfir á eiginmann sinn og barn,
að muna einhver brot, sem svo
hverfa jafnskjótt. Að búa viö
þann hræöilega ótta, að þetta geti
alltaf skeð aftur hvenær sem er,
aö finna allt þurrkast út i minnis-
leysi....
Myra var oröin náföl, svo
Laurel ákvað aö segja henni ekki
frá lifshræöslu sinni. Þaö gat lika
hljómaö illa, ekki sizt þegar tekiö
var tillit til þess, að hún var að
koma heim af geðspitala.
— Hamingjan hjálpi mer,
Laurel, ég get varla trúað þessu!
Getur lækuirinn ekki gert eitt-
hváö fyrir þig.
Jú, hann er að reyna það. Ég á
aö fara vikulega til hans og segja
honum ævisögu njina, þetta litla
sem ég man. Og svo lét hann mig
hafa lukkutöflur.
Hún brosti biturlega.
— Það er ekkert smáræöi, sem
þú hefir oröið aö þola, þennan
tima siöan þú vaknaöir þarna i
eyðimörkinni, tautaði Myra. —
Nú förum viö inn og sækjum
Jimmy. Hann getur sjálfsagt gert
meira fyrir þig en allir læknar
samanlagt.
Jimmy haföi stækkaö og það
þurfti lika aö klippa hann. Hann
sat á gólfinu i dagstofunni hjá
Colleen með þumalfingur i munn
inum og ók plastbil yfir fótleggina
á Sherrie.
— Jimmy!
Hann leit upp og sá hana standa
i dyrunum milli Colleen og Myru,
en hann hreyfði sig ekki. Laurel
fann sáran sting fyrir brjóstinu,
þegar hún sá svipinn á honum.
Hann þekkti hana alls ekki. Hann
treysti henni ekki lengur. Þetta
varekkieins og hún haföi hugsaö
sér endurfundi þeirra og henni
leiö illa.
— Jimmy, nú er mamma
komin heim aftur og ætlar aö
vera hjá þér, sagöi hún bliðlega
og settist hjá honum á gólfið.
Myra og Colleen fóru fram i
eldhús og tóku Sherrie með sér.
— Nú förum viö heim til aö
boröa.
Hann lét eins og hann sæi ekki
útrétta hönd hennar, en stóö samt
upp og gekk fram aö dyrum.
Jimmy haföi ekki eingöngu
hækkað i lofti,meöan hun var I
burtu, hann haföi lika elzt, hann
var ekki eins háöur henni og áður.
Þaö gat ekki veriö of seint, ekki
ennþá. Hún varö aö reyna að
finna sjálfa sig og geta allt til aö
fá minnið aftur, finna aftur árin,
sem hún haföi glataö. Hún varö
aö gera þaö, hvaö sem tautaði og
raulaði. Hún gæti aldrei lifað
lifinu, svona eins og hálf mann-
eskja. Hún mátti heldur ekki gera
það Jimmys vegna. Vegna
Jimmys og Michaels. Hún vonaöi
aöeins, aö henni gæfist tóm til
þess. Aö ekkert kæmi fyrir hana,
áöur en hún yröi nógu sterk til aö
taka þvi, sem aö höndum bæri,
nógu sterk til aö mæta- hætt-
unni.!..
Ekkert hafði tekiö breytingum T
litla húsinu I fjarveru hennar. Allt
var svo ...eðlilegt. Jimmy stóð
hjá henni meö þumalinn i
munninum. Hún gekk fram i
eldhús og smurði handa honum
ostasamloku. Þegar Jimmy hafði
boröaö brauðiö og drukkið
mjólkurglas, fór hann aftur að
sjúga puttann. Hann hafði ekki
sagt eitt einasta orö við hana,
ekki sent henni bros, ekki sýnt
neina ánægju yfir þvi,aö hún væri
komin heim. Hun fékk að hátta
hann, en svo klifraöi hann sjálfur
upp I rúmið og sneri viö henni
baki, til að sofna miðdegis-
blundinn.
Hún hafði gert sitt bezta, til að
leyna þvi hve vonsvikin hún var,
reynt að vera glaöleg. En þetta
varð henni ofraun, hún gekk fram
I baöherbergið og grét sáran, en
réyndi að kæfa grátinn með hand-
klæðinu, svo hann heyrði ekki til
hennar. Að sjálfsögðu hafði
honum fundizt að hún heföi svikið
hann. Hann haföi treyst henni, og
hann þurfti svo á henni að halda.
Michael kom snemma heim.
Meðan þau sátu við matborðið,
fannst henni báðir feðgarnir hafa
á henni gætúr, eins og til að vera á
verði, ef hún hagaði sér eitthvaö
undarlega. Eftir matinn settist
Michael meö blöðin, en Laurel
baðáöi Jimmy og las fyrir hann
sögu.
Hann var stifur, þegar hún bar
hann inn i svefnherbergið hans.
En þegar hún beygði sig yfir
rúmiö, fann hún allt i einu mjúka
arma hans um hálsinn, og hann
þrýsti sér að henni, fast og inni-
lega, svo að hún var næstum búin
að missa jafnvægið. En þá settist
hún meö hann i fanginu á rúmið
sitt, kyssti hann og andaði
að sér ilminum af nýþvegnum
barnslikamanum, sem hana haföi
dreymt um og þráð svo heitt,
meðan hún var á sjúkrahúsinu.
Hún þoröi ekki að segja neitt, af
ótta við að hann yrði kannski
hræddur við aö heyra rödd
hennar, og draga sig aftur inn i
skel sina. Þau sátu þarna i rúman
klukkutima, i notalegu rökkrinu,
jafnvel eftir að Jimmy var búinn
að lina á takinu og hallaði sér
mjúklega að barmi hennar, stein-
sofandi. Þrátt fyrir verkinn I
öxlinni, hefði hún viljaö sitja
svona alla nóttina, með Jimmy i
faðminum. En þá kom Michael i
dyragættina. Hann lyfti Jimmy
varlega úr faðmi hennar og lagði
hann i rúmið hans og lagði svo
bangsann við hlið hans. Svo tók
hann um olnboga Laurel og leiddi
hana út úr herberginu.
— Hann elskar mig ennþá,
sagði Laurel og þurrkaði burt
tárin með handarbakinu.
— Hann vissi ekki hvers vegna
þú fórst. Lurel, hann er of litill til
að skilja þetta.
En hún gat ekki hætt að gráta.
Þegar hún gekk fram I eldhúsið,
til að vera i einrúmi, fylgdi hann á
eftir henni. Þau helltu sameigin-
lega upp á könnuna, en þegar þau
voru setzt með kaffibollana inn i
dagstofuna, voru þau jafn vand-
ræðaleg og þau höfðu verið á
sjúkrahúsinu. Hún þakkaði
honum fyrir bilinn, en hann yppti
aðeins öxlum.
— Ég náði loksins sambandi
viö foreldra þina i gærkvöldi. Þeir
hafa verið i Kanada. Faðir þinn
sagði, að móðir þin kæmi kannski
aö heilsa upp á þig fyrir jólin.
Viltu það?
— Það gæti kannski hjálpað
upp á minnið, ef ég sé hana og get
talað við hana.... En skyndilega
fannst Laurel þetta ekki svo
áhugavert lengur.
Michael beygði sig til aö bursta
rykkorn af skónum sinum, eins og
til að losna við að horfa á hana.
— Það... það hefir sjálfsagt
verið erfitt fyrir þig að búa hér
hjá mér, þar sem þú þekkir mig
raunar ekki...
— Það hefir verið ennþá
erfiðara, að þekkja ekki sjálfa
mig .... vita alls ekki hver eða
hvernig ég er. Tárin runnu niður
kinnar hennar, og hann lagði um
hana arminn, þrýsti henni blið-
lega að sér og lofaði henni að
gráta i friði.
Daginn eftir kom Michael með
stóran pappakassa. Jimmy, sem
var orðinn sjálfum sér likur,
dansaði i kringum hann, þangað
til Michael setti kassann á gólf-
ið. Laurel og Jimmy lögöust á
kné við kassann. A gráum teppis-
bleðli sat loðinn hvitur hvolpur.
Svartur blettur viö annað augað
gerði hann svolitið kátbroslegan.
— Má ég taka hann? spurði
Jimmy og greip um hálsinn á
dýrinu, sem stritaðist á móti.
— Ekki svona, Jimmy.
Michael, hann er of litill til að
eiga hund, ég er hrædd um að
hann kyrki hvolpinn.
Ekki litill! sagði Jimmy
ákveðinn.
Hvolpurinn þaut eftir gólfinu,
út I eldhúsið, inn i herbergi
Jimmys og svo aftur inn i dag-
stofuna, sigeltandi. Jimmy æpti
af ákafa og Laurel reyndi
árangurslaust, að bjarga hvolp-
inum undan drengnum. Þegar
hún þaut fram hjá Michael,
heyrði hún aö hann hló glaðlega.
— Þú skalt svei mér fá það!
11. hluti
49. TBL. VIKAN 33