Vikan - 06.12.1973, Side 39
Smásaga eftir Helmut Busch.
Þaö vissi Jónas ekki neldur.
Hann var sjálfur litið hrifinn af
svinakjöti, vildi miklu heldur
pylsur með frönskum kartöflum,
með miklu sinnepi og tómatsösu.
Emma frænka stundi þungan
og fór i kápuna. Hún ætlaði út til
að verzla. Hún ætlaði að kaupa
það sem hún þyrfti á að halda
yfir hátiðina, svo hún losnaði við
að fara út aftur, og hún ætlaði að
láta senda vörunar heim.
Jónas fylgdi henni. niður stig-
ann. 1 honum miðjum mættu þau
Almqvist gamla, sem staulaðist
með erfiðismunum upp stigann
og reyndi að hitta á skráargatið
með skjálfandi fingrum. Hann
kinkaði kolli og tautaði ein-
hverja kveðju. Fyrir utan stóð
Johnson. Hann stóð þarna alltaf
við aðaldyrnar og virti fyrir sér
fólkið, sem gekk fram hjá. Hann
fór ekki inn, fyrr en honum
var orðið svo kalt, að hann varð
að fá sér kaffisopa, til að ylja sér
á. Hann kinkaði kolli i kveðju-
skini, svo var eins og hann ætlaði
að segja eitthvað, sem ekkert
varð úr.
Já, hugsaði Jónas, gamalt fólk
er kyndugt. bað kinkaði bara
kolli og tautaði eitthvað fyrir
munni sér, en talaði vist aldrei
saman. Eins og til dæmis hún frú
Frederiksen á þriðju hæð, og
samt var hún sifellt að kvarta.
undan þvi, að enginn kærði sig
neitt um hana. Og karlinn með
valbrána, hann hét Valmér, en
hann kinkaði ekki einu sinni kolli
eða bauð góðan dag.
Mamma Jónasar var ennþá
meira önnum kafin en venjulega,
þegarhún kom heim. Það var svo
margt, sem hún þurfti að gera
fyrir jólin, svo margt, sem hún
þurfti að pakka inn og setja niður
i töskur, þvi að þau ætluöu öll að
vera hjá foreldrum hennar, afa
og ömmu, um jólin.
—• Það er þó dásamlegt að þurfa
ekkiaðelda mat.andvarpaði hún,
en hún var samt ekkert glaöleg.
Pabbi myndi koma á eftir þeim,
hann hafði svo mikið að gera.
Allir höfðu mikið að gera, þegar
leið að jólum. Jónas hefði ekki
verið neitt hrifinn af jólunum, ef
ekki væru þaö jólagjafirnar. Full-
orðna fólkið var eitthvaö svo
taugaveiklað fyrir jól og alls ekki
vingjarnlegt. Það var nú annars
skrýtið, hvernig þaö breyttist svo
á sjálfum jólunum.
— Getum við ekki tekið Emmu
frænku með okkur til afa og
49. TBL. VIKAN 39