Vikan - 06.12.1973, Side 45
eldri'börnin alltaf með okkur, þangað til þau
fóru að ganga i skóla, og nú er sá yngsti alltaf
með okkur á ferðalögum.
— Hvar i heiminum heldurðu, að þið eyðið
mestu af ykkar tima? I loftinu kannski?
— Stundum finnst mér við dvelja lengst af i
flughöfnum. Staðir eins og London Airport og
Kennedyvöllurinn i New York eru orðnir eins
og annað heimili fyrir okkur, þessi endalausa
bið getur verið óskaplega þreytandi stund-
um. Annars erum við liklega mest um kyrrt i
London, vegna þess að þar spilar maðurinn
minn inn á plötur, hann er á samningi hjá
Decca.
— Ætlið þið ekkert að fara að minnka við
ykkur ferðalögin?
— Jú, við viljum reyna að skipuleggja
þetta betur, þannig að við séum heima lengri
tima i einu. Það er nauðsynlegt, þegar börnin
eru bundin við skóla hér heima.
— Eru þau hneigð fyrir tónlist?
— Stefán byrjaði að læra á flygil 6 árá. Við
otuðum honum ekki út i það. Hann ep.mjög
músíkalskur, en ég veit ekki, hvort það V'erð-
ur nokkuð alvarlegt. Nadja byrjaði i tónlist-
arskólanum i haust. Hún er reyndar ekkert
spennt fyrir þvi, en mér finnst tónlist hrein-
Þórunn Jóhannsdpttir ásamt Dimitri Þór og
Nödju Lisu.
lega eiga að vera liður i allri undirstoðu-
menntun, og hún lærir þarna söng og að lesa
nótur. Það þýðir ekki, að húri eigi að verða
músikant, alls ekki. Annars er hún i ball^tt og
er voða spennt fyrir þvi.
Heimili Askenazyf jölskyldunnar ber
greinilega með sér, að hljómlistin skipar þar
ÖDdvegi. Fjögur magnarakerfi eru i húsinu,
eitt i stofunni, eitt i stúdióinu, eitt i leikher-
berginu óg eitt i hjónaherberginu.
— Við erum alls staðar meðmúsik, m.a.s. i
svefnherberginu- Nú, þetta, er i lifi manns
hvort eð er, segir Þórunn.
Veggirog hillur i æfingasal Askenazys eru úr
ljósum viði, og dökkblágrænar sessur eru á
bekkjunum. Flugvélamódelin, sem skreyta
allar hillur i herbcrginu, eru skemmtiiega
táknræn fyrir það lif„sem þessi fjölskylda lif-
ir.
ur. Auk þess, sem upp er talið, er flygill i einu
horni stofunnar og „quadro" hljómflutnings
tæki.
Dökkbrúnt lcðursófasett og lágt sófaborð
meö glerplötu mynda aðra setugrúppuna. A
veggnum cr ofið teppi eftir Asgerði Búadótt-
49. TBL. VIKAN 45