Vikan - 06.12.1973, Síða 56
— Hefurðu alltaf næg verkefni?
— Mig vantar aldrei verkefni. Ég vinn að
vfsu ekki alltaf eftir pöntun, margt af þessu
geri ég bara fyrir sjálfan mig og veit ekki,
hvort ég get nokkurn tima selt það.
— Er glermyndlist ekki frekar notuð til
skreytinga I opinberum byggingum en
einkahúsum?
— Fyrst og fremst er þetta list, sem opin-
berar byggingar hafa notað sér. Emnú á sið-
ari árum hefur hún þó nokkuð birzt inni á
heimilum. Fólk virðist hrifið af þvi að hengja
steindar glermyndir i glugga hjá sér, og
einnig er nokkuð farið að tiðkast að gera
steindar glermyndir á vegg með ljósi á bak
við. Ég gerði t.d, myndirnar,-sem nú skreyta
barinn i Þjóðleikhúskjallarnum og i Súlna-
salnum á Hótel Sögu. Einnig lauk ég nýlega
við glermyndavegg i nýja Landsbankahúsinu
á Húsavik.
— Ég hélt satt að segja, að þessa list væri
naumast annarsstaðar að finna en i kirkjum
og á söfnum.
— Þannig var það til skamms tima.
— Eru bankarnir kannski alveg að taka við
af kirkjunum með alls konar list? Maður sér
þar málverk og höggmyndir, og svo segirðu,
að glermyndlistin sé að_Halda innreið sina i
bankana.
— Já, og1 mér likar það vel. List, hverju
nafni, sem hún nefnist, á heima, þar sem
fólkið er, t.d. i skólurh og alls konar sam-
komuhúsum. Þvi ekki að fá listina t.d. inn i
bióin? Það fara svo margir i bió.
— Vinnurðu þin verk, t.d. heila glugga,
aldrei i samvinnu við arkitekta bygginganna,
sem sagt frá byrjun?
— Nei, ég hef aldrei haft tækifæri til að
vinna á þann hátt, en mig langar einmitt
mjög mikið til þess. Ég hafði samband við
nokkra arkitekta, þegár ég kom heim frá
námi, en það varð ekki úr neins konar sam-
vinnu. E.t.v. ætti ég að leita meira eftir því,
en það er svona með alla myndlist, hún kem-
ur alltaf á eftir. Mósaík er t.d. vegglist og ætti
að vera hluti af arkitektúrnum, en hún kemur
alltaf eftir á. Það er raunar rétt að byrja að
brydda á samvinnu arkitekta og listamanna,
eins og við skreytingu Sigurjóns Ölafssonar á
Búrfellsvirkjun og einhver fleiri verk. Þetta
hlýtur að vera framtiðin. Steint gler er lika
list fy'rir stórbyggingar og ætti að vera hluti
af arkitektúrnum.
— Við vorum sammála um það i upphafi,
að þessi listgrein væri lftt þekkt. Hefurðu
ekki hugleitt að kynna hana betur?
— Jú, mig langar einmitt til þess. Ég hélt
sýningu á verkum minum fyrir fjórum árum,
og nú stefni ég að sýningu i vor. Mig langar
mikið til þess að sýna i Myndlistarhúsinu á
Miklatúni, en það er raunverulega eini staö-
urinn, þar sem ég get sýnt vegna glugga og
birtu. Einnig hefði ég hug á að kynna það,
sem er aðgerast i þessari listgrein hérlendis.
Ég tók mikið af myndum á ferðalögum min-
um i sumar, og ég vildi gjarna sýna þær
myndir hér á sýningunni.
— Allt, sem ég sé hérna á vinnustofunni
hjá þér, er abstrakt. Vinnurðu aldrei figúra-
tivar myndir?
— Ég gerði glugga i Fossvogskapellu i
figúrativu, og eitthvað fleira hef ég gert áf
sllku, en þaö er miklu minna.
— Þú hafðir ekkert kynnzt glermyndlist,
áður en þú fórst i Myndlistarskólann. Hvaöa
listgrein átti þá helzt hug þinn? Málaralistin?
— Já, ág fór I frjálsa myndlist. En ég
þurfti ekki að velta vöngum, eftir að ég hafði
kynnzt glermyndlistinni.
— Og hefur málverkið aldrei freistað þin?
, — Jú, einstöku sinnum, en ekkert upp á
siðkastiö. Ég held mér sé óhætt að skrifa
undir það, að ég hafi valið mér réttu hilluna í
lifinu. Ég er mjög ánægður með mina list-
grein, hún gefur mér ákaflega mikiö, er fjöl-
breyttogspennandi. Það er alltaf eitthvað aö
gerast hjá mér. Þannig á þaö að vera.