Vikan - 06.12.1973, Page 67
hlaupast á brott, mig langaöi
bara ekki til aö hitta hður.
— Hvers vegna ekki?
— Vegna þess, aö mér geðjast
■allsekkiaðyöur.Efégá aö segja
álit mitt, þá finnst mér aö þér
séuð alveg óþolandi.
— A hvaöa hátt? Það var ekkert
aö merkja á röddinni, annaö en
forvitni.
— 1 fyrsta lagi litur út fyrir aö þér
haldið yöur geta fengiö hvaö sem
er, meöþvi einu, aö láta iljósósk
yöar. Reiðin var nú að ná á henni
tökum,— En eittætla ég aö segja
yöur, þér getið ekki fengið Beau.
Hann hló lágt. — Þar skjátlast
yður, ég keypti hann núna siö-
degis.
Hún stóð á öndinni af undrun.
En svo rak hún upp reiðióp
kreppti hnefann og reyndi aö ná
upp til að gefa honum utan undir.
Hann greip miskunnarlaust um
úlnliö hennar og dró hana að sér,
beygöi sig niöur og kyssti hana
fast á munninn og nokkuö rudda-
lega.
— Jæja, það getur verið aö yöur
sé ljóst, að ég ætla lika aö eignast
yöur, sagði hann, þegar hann að
lokum sleppti henni.
Símon iðraðist þess að selja
Beau, eiginlega um leið og hann
skrifaöi kvittun fyrir greiöslunni.
Hann hafði gert þaö i augnábliks
reiöi i garð Miu, fyrir þaö að hún
skyldi taka upp á þessum kjána-
skap og gera hann hlægilegan, að
þvi er honum fannst. Brett vildi
kaupa folann, jafnvel þótt hann
hefði ekki skoðað hann og hann
hafði komið Simon á óvart, þegar
hann bauð i hann, miklu hærra
verð, en Simon hafði hugsað sér
að setja upp, eða gert sér vonir
um að fá fyrir hann i Sydney.
Og þegar hann bauöst til að
ganga frá kaupunumii.staðnum.
fannst Simon ekki að hann gæti
gengiö a bak oröa sinna. Þegar
Brett var farinn, fór Simon inn i
skrifstofu sina og kveið þvi
augnabliki, þegarMia kæmi heim
og heyrði hvað gerzt hafði.
Hún kom eins og hvirfilvindur
inn i húsið og heimtaði að fá strax
að vita hvar Simon héldi sig.
Marion var undrandi yfir hegðun
hennar og flýtti sér til móts við
hana.
— Hvað hefir komið fyrir? spurði
hún.
— Hvar er hann? Segðu honum
að koma strax og standa fyrir
máli sinu! Eða skammast hann
sin, svo hann vill ekki standa
frammi fyrir mér.
Simon heyrði hávaðann og kom
fram í dyrnar. — Heyrðu nú,
Mia...
— Hvernig gaztu gert þetta?
hrópaði hún æst. — Hvernig
gaztu fengið af þér að gera þetta,
þegar ég var ekki heima?
— Vill ekki einhver segja mér,
hvað um er að vera? sagði
Marion. — Mia, reyndu að vera
róleg.
— Hann seldi Brett Pellew Beau!
— Simon, ég trúi þvi ekki!
Simon rétti úr sér, þar sem hann
stóð andspænis þeim báðum.
— Ja. þvi skyldi ég ekki gera
það? sagði hann — Beau var
reiðubúinn lil sölu og Brett bauð
gott verð fyrir hann, svo það var
ekkert eðlilegra en að taka þvi
boði.
Þetta var að sjálfsögðu ekki
allur sannleikurinn, en nægilegt
til að skara eld að reiði Miu.
— Jæja svo það er ástæðan! Gott
verö! Þú hugsar ekki um annað
en þessa andstyggilegu peninga!
— Hvað annað, ég el upp hesta, til
að selja þá, ekki mér til gamans.
— Simon, faröu nú að skiptaum
föt og leyfðu mér að tala við Miu i
ró og næði, sagði Marion rólega.
— Það þarf ekki að ræða þetta
mál frekar, sagði Mia biturlega.
— Beau hefir verið seldur og
Brett Pellew keypti hann. Ég
vissi auövitaö, að hann yrði seld-
ur, en ekki svona fljótt og ekki
þessum manni. Hún beið ekki eft-
ir svari, en snéri sér við og hljóp
upp á loft.
Simon horfði undrandi á
Marion. — Hvað hefir hún á móti
Brett Pellew? spurði hann. — Mér
lizt ljómandi vel á manninn.
— Góði Simon minn, það er'svo
margt, sem þú ekki veizt um kon-
ur, sagði konan hans með til-
finningu.
Simon var hneykslaður og fór
til að finna Charles.
Mia brazt i grát um leið og hún
kom inn i herbergið sitt. Hún
hafði verið i svo mikilli tauga-
spennu siðasta hálfa klukku-
timann, að það var mikill léttir,
aö þurfa ekki að halda aftur af
tárunum lengur. Þeir tveir, sem
hún elskaði mest i þessu lifi,
höfðu verið hrifnir frá henni og
þessa stundina fannst henni engin
von framar. Hún leit ekki einu
sinni upp, þegar Marion kom inn i
herbergið til hennar.
H A N S A - gluggatjöld
HANSA-kappar
HANSA-veizlubakkar
Vönduð íslenzk framleiðsla.
Umboðsmenn um allt land.
PIERPOINT - OMEGA
og margar fleiri svissneskar
úrategundir.
Sendum gegn póstkröfu
um land allt.
Maonns BeniamínssonSGo
Veltusundi 3, Reykjavík
49. TBL. VIKAN 71