Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 06.12.1973, Qupperneq 68

Vikan - 06.12.1973, Qupperneq 68
 ENN EIN JOLABOK FRÁ HILMI Nikk! herjast eiturlyfjasmyglarana j HILMISBÓK ER VONDUÐ BÓK — Það var rangt af Simon að gera þetta, sagði Marion, — og hann er leiður yfir þvi. Og ég held að þetta hefði ekki skeð, ef þú hefðir verið heima. — Jú, það hefði það gert, sagði Mia biturlega. — Ég veit hvernig maður þessi Brett Pellew er. Hann hefur ekki látið koma i veg fyrir það, að hann' eignaðist Beau, þegar hann einu sinni var búinn að sjá hann. Ég óttaðist það, þess vegna för ég burt með hann. Það var auðvitað kjánalegt af mér, en ég hélt, að ef hann vissi ekki hve fallegur hann er, þá myndi hann kaupa einhvern af hinum folunum og farið svo i burtu. — Ég held að hann sé nú ekki eins slæmur og þú heldur, sagði Marion róandi. — Hann fer með Beau til Vestur- Astraliu og ég fæ aldrei að sjá hann aftur! Er það ekki nóg til að ég hati þennan mann? Marion strauk hárið frá enni hennar og brosti bliðlega . til hennar. — Hlustaði nú á mig, elskan min, sagði hún. — Brett ætlar ekki að fara með Beau. Hann hringdi áðan til Simons og sagði að það væri allt i lagi, að láta Beau verða hér á Widgerie, þangað til þú værir búin að átta þig á þessu. Mia varð alveg málláus. Hún starði á Marion og reyndi að gera sér ljóst, hvað hún væri að segja. — Sjáðu nú til vina min, hann er ekki eins harðbrjósta ruddi og þú vilt vera láta. Hann hefir gizkað á hve þér er annt um folann. Mia svaraði ekki, en undraðist með sjálfri sér, hvað frænka hennar myndi segja, ef hún vissi um það sem skeð hafði i hesthús- inu. Minningin um koss hans og sársaukinn i úlnliðnum minnti hana allt of mikið á Brett. Nú hafði hann tekið upp á þessu bragði.Iðraðist hann gerða sinna, eða var hann að reyna að sýnast i hennar augum, svo að hún liti hann ekki svona illu auga? En hvað sem öðru leið, þá var þetta aðeins frestur, Beau myndi fara i burtu, þótt seinna væri. Simon gægðist inn um dyrnar svolitið kindarlegur á svipinn. — Ertu búin að fyrirgefa mér, kisa min? spurði hann hógvær- lega. Mia brosti, . þegar hann kallaði hana þessu gælunafni frá æskuárum hennar. — Þú ert ekki annað en peninga- gráðugur prangari, og þú hefir alls ekki hjarta i brjóstinu, heldur stein, sagði hún, — en samt elska ég þig- Honum létti greinilega. — Það var gott, ég var farinn að verða alvarlega skelkaður, sagði hann. — En vel á minnzt, hefurðu at- hugað folaldrið hennar Serenödu? Ég held að það verði fallegur foli, ekki siðri en Beau. Mia hristi höfuðið — Við skulum ekki tala meira um þetta, Simon. Skilurðu ekki að ég er trygglynd, ef ég tek ástfóstri við einn hest, þá kemur enginn annar til greina? Ég vona að þú sért ekki lika eins manns kona hugsaði Marion. Hún vissi að þessi ást hennar á Charles var farin að verða erfitt vandamál fyrir hana. Óvild Miu i garö Felicity var henni erfið og vafasamt að hún gæti ráðið við það. Hún vissi að bráðlega hlaut þetta að orsaka vandræði. Eina lausnin yrði lik- lega að hún færi i burtu, — en hvert? Það sem hún kunni manna bezt, var að temja hesta, kanna sauða- hjarðir, og nautgripi, en þaö var ekki hentugt fyrir stúlku, sem leitaði atvinnu. Mia var farin að hugsa alvarlega um þetta sjálf og heúni hafði dottið i hug, að hún yrði að fara til borgarinnar og læra eitthvað annað, liklega skrifstofustörf, en ekki fannst henni það skemmtileg tilhugsun. Hún var farin að fara mikið ein- förum, loka sig inni á herbergi sinu eða að fara ein i langa reiðtúra á Beau. Svo varð Felicity barnshafandi, hún varð geðvond, kenndi Charles um það, að hún væri ekki eins lag- leg og áöur og þoldi illa ónotin, sem fylgdu ástandi hennar. Það var þvi kærkomin ástæða fyrir Charles, að taka að sér haust- smölun gripanna, en það tók alltaf nokkra daga. Þessi gripakönnun var alltaf skemmtilegasti atburður ársins. Nautgripirnir voru reknir til fjalla snemma á vorin, en þegar haustaði var smalað og þeir reknir niður á sléttuna. Þar voru hreinræktuðu dýrin skilin frá og ásamt kálfum sinum brenni- merkt. Úrvalsdýrin voru svo send á markaðinn. Þetta tók alltaf nokkra daga og þá urðu mennirnir að sofa undir berum himni og matast við eldinn. Það varð oft glatt á hjalla, eftir erfiði dagsins, þvi alltaf var verið á þeysireið, frá sólaruppkomu til sólarlags. Miu fannst ekkert eins skemmtilegt, eins og að þeysa um fjallshliðarnar, reka hópa af nautgripum á undan sér og njóta svo hvildarinnar við eldinn. Hún var alltaf vön að sitja upp við tre, með matardiskinn á hnjánum, tala við Simon og menn hans og hlæja með þeim. En nú var Simon veikur, illa haldinn af liðagikt, svo hann varð að vera heima. Það kom þviihlut Charles að stjórna smöluninni, og Mia var sjálfkjörinn aðstoðar- maður hans, eins og venjulega. Matreiðslumaðurinn, sem alltaf fór með þeim, hét Horrie og var mjög skritinn karl en fyrirtaks kokkur og svo voru fjórir beztu aðstoðarmennirnir sem til voru á Widgerie. Charles naut þess, að virða Miu fyrir sér, þegar hún var að riða fyrir nautgripina og reka þá saman i hópa. Hún var yfirleitt ekki með höfuðfat og hörund hennar var orðið gullinbrúnt i sólinni og fór vel við rauðbrúnt hárið og græn, geislandi augu hennar. Mia hafði falleg augu, og það varð æ erfiðara fyrir Charles að hafa af henni augun. Svo var það siðasta kvöldið. Það var búið að merkja siðasta nautgripinn, sem hafði verið frek ar erfiður viðureignar. Tveir menn voru lika farnir af stað með 50B0UlUtfj mmn HONIG Eggert KrUtJáMtoo * Co. h.f., sfml 853M XX SS XX XX XX XX XX XX ss XX XX XX *! XX XX XX XX XX XX XX XX XX x!x 72 VIKAN 49. TBLí
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.