Vikan

Útgáva

Vikan - 06.12.1973, Síða 78

Vikan - 06.12.1973, Síða 78
Tveir hraöar Þægitcgt hliðar- handfang Edingar- góður mótor Ars * ábyrgð é mögulegum göllum j Black & Decker býður uppi á f jölbreytt úrval af borvélum, stórum og smáum. Sagir — pússivélar — rafmagnshamrar — vinkil- skífur — og margt fleira. Fjölbreytt úrval fylgihluta m. a. Hjólsög Limgerðisklippa Útsögunarsög Lóréttur stanrlur Pússikubbur Lóðróttur standur Ileimsins mest seldu rafmagnsverkfæri. Bfack&Decker (JmboAsmenn um land allt. G. ÞORSTEINSSON S JOHNSON H.F. v. Armúla 1 - Simi 8-55-33 Höfuölausi sjómaðurinn. Elliot O’Donnel var um sextiu ára skeið frægasti dulvisinda- maður Stóra-Bretlands og vann mikið starf á sviði dulvisinda beggja vegna Atlantshafs. O’Donnel hitti einu sinni skip- stjóra að nafni Harding á Hótel International i San Francisco. Harding var skipstjóri á verzl- unarskipi. Hann sagði O’Donnel sögu af norsku skipi, Squando, sem O’Donnel taldi einstaka i sögu siglinganna. Nokkrum árum áður en Hard- ing og O’Donnel hittust, hafði fyrsti stýrimaður á Squandoverið myrtur að næturlagi, þegar skipið lá I höfn I San Francisco. Lik stýrimannsins fannst seinna i höfninni, höfuðlaust. Sá orðrómur barst ú$, að skipstjórinn á Squandoog kona hans hefðu alið á hatri sinu i garð stýrimannsiris. Kvöld eitt heföu þau haldið að honum vini og fyllt hann. Þegar hann var orðinn ofurölvi, hélt konan höndum hans meðan mað- ur hennar hjó af honum höfuðið með exi. Siöan hentu þau likinu útbyrðis. Harding skipstjóri var sannfærður um, að fyrsti stýri- maður hefði verið elskhugi kon- unnar og konan hefði af hræðslu viö að maður hennar kæmist að þvi, talið honum trú um að stýri- maðurinn hefði reynt að taka sig með valdi. Stuttu eftir morðið var gerð uppreisn á skipinu og nýi skip- stjórinn, sem hafði tekið við skip- inu eftir dráp stýrimannsins, var drepinn. Orsök uppreisnarinnar kom aldrei i dagsins ljós, en álitið var að brotizt hefðu út óeirðir um borð vegna atburða, sem höfðu gerzt um borð i skipinu áður, og stóðu i einhverjum tengslum viö aöförina að stýrimanninum, sem hafði verið myrtur. Við þetta komst óorð á Squando, sem ekki batnaði við það, að næsti skip- stjóri fannst myrtur á óskiljan- legan hátt. Eftirkomendur hans létu einnig lifið á dularfullan hátt. Við fjórða dauðsfallið urðu reimleikarnir um borð i Squando of miklir til að áhöfnin stæðist þá og þegar skipið var komið til Bat- hurst i New Brunswick voriö 1893, fóru þeir allir samstundis frá borði og létu ekki sjá sig meira. Reynt var að útvega nýja áhöfn, en það tókst ekki, og Squando lá lengi við akkeri. Loks bárust norska konsúlnum til eyrna frá- sögur af reimleiknum og hann fyrirskipaði rannsókn málsins. Hann fékk tvo vaska og kjark- mikla sjómenn til liðs við sig og lét þá halda vörð i skipinu um nætur og gefa öllu, sem fyrir kæmi, nánar gætur. Ef einhver hefði þar brögö i frammi og fremdi þar draugagang, átti að handtaka hann samstundis. Mennirnir tveir reru út i Squando, þar sem þaö lá viö akk- eri, og hófu næturvökuna i skip- stjórakáetunni um niuleytið um kvöldið. Klukkan varð tiu og ekk- ert gerðist. Mennirnir tveir voru farnir að draga reimleikasögurn- ar i efa, þegar þeir heyrðu allt i einu undarleg hljóð ofan af þilfar- inu. Þeir hlupu þangað upp og komu að öllu i megnustu óreiöu. Þegar þeir komu um borð I skipið, hafði allt verið i röð og reglu. Nú lágu seglin, reiðarnir og tunnur út um allt á þilfarinu, en engan var þar að sjá, sem valdur gæti verið að þessu. Mennirnir hristu höfuð- in og gengu aftur niður I káetuna og bjuggust til að vera þar um nóttina. Þeir höfðu ekki sofið lengi, þeg- ar þeir vöknuðu báðir við að ein- hver togaði i skyrtuermar þeirra. En þegar -þeir settust upp, var engan að sjá. En þetta var ekki allt! Um leið og þeir stigu fram úr kojunum, struku ósýnilegar kald- ar hendur yfir andlit þeirra og hol rödd hvislaði utan úr myrkrinu: — Hverfið frá boröi, hverfið þegar frá borði! Nú voru mennirnir sannfærðir um, að þeir hefðu komizt i snert- ingu viö hið yfirnájttúrlega og á- kváðu að yfirgefa skipið. Þegar þeir hlupu upp stigann úr káet- unni upp á þilfarið, heyröu þeir braka i stiganum að baki sér. Þeir sneru sér við til að aðgæta hvað það væri. t tungsljósinu sáu þeir höfuðlausa veru fylgja sér eftir. Mennirnir tveir flýöu úr skipinu frá sér af hræöslu. Næstu nótt voru aðrir tveir menn fengnir til þess að halda vörð i skipinu, en þeir flýöu einnig frávita af hræðslu. Þetta endur- tók sig hvað eftir annað, þangað til enginn þorði að fara um borð i Squando eftir aö skyggja tók.Loksins gáfust menn upp á þessu og seldu Squando.meö höf- uðlausa sjómanninum og öllu saman, til niðurrifs. Hillingar Saga um undarlega sýn, sem fjöldi manna, kvenna og barna gat vitnað um að sjá, gerðist i New Haven, hafnarbæ Connecti- cuts. 1 bók sinni „Magnalia Christi Americana” segir prest- -urinn Cotton Mather frá atburði, sem gerðist i janúarmánuði árið 1647: „Við hér i New Haven höfum orðið fyrir miklum áföllum, bæði i iðnaði og verzlun, og til þess að reyna að bæta úr þvi, ákváðum við að byggja 150 tonna skip, ferma það og senda til Englands. Þessi fagri farkostur lét úr höfn, mannaður beztu og hugrökkustu mönnunum i bænum okkar, en hver mánuðurinn á fætur öörum leið, án þess að við fengjum nokkrár fréttir af komu þeirra til Englands. Það olli okkur miklum vonbrigöum, þangað til við sáum skipið nálgast höfnina á móti vindinum kvöld eitt undir sólar- lag. Meöal okkar var séra Pier- pont, sem haföi veriö kallaður á staðinn tij þess að lofa Herrann fyrir þetta undur. Og börnin hróp- uðu upp yfir sig: „Þarna kemur fleyið okkar”. Þegar skipið átti ekki nema steinsnar ófariö að hafnargarðinum, var eins og stórmastrinu væri feykt burt; þar á eftir messamastrinu, og loks hreif vindurinn formastriö. Beint frammi fyrir okkur lagðist skipið á hliðina og hvarf algerlega i reykskýi. Við skildum þetta sem tákn þess, aö skipið okkar hefði 82 VIKAN 49. TBL.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.