Vikan - 06.12.1973, Blaðsíða 89
i vel, séu þær að handan »
Jóhann lætur þess getið innan
sviga, að hann sé fæddur og
uppalinn á Seyðisfirði og sé auk
þess raddsterkur með afbrigðum.
Við viljum nota þetta tækifæri til
að þakka Seyðfirðingum góöa
þátttöku í visnasamkeppninni og
heitum á einhvern þeirra mörgu
og góðu hagyrðinga að svara nú
Jóhanni á viðeigandi hátt.
Einn velunnari þáttarins hefur
beðið okkur að birta þessa hressi-
legu mannlýsingu eftir Svein-
björn rektor Egilsson:
MANNLÝSING
Þú mig biður (það er skylt
þina bæn að gera),
Kirkjuvikur kristinn pilt
karakterisera.
Trúarbrögðin hans ég held
hvikulari en skarið:
eitt i gærdag, annað i kveld,
allt er á morgun farið.
Himnariki er hér og þar,
hérna og úti á Sviði.
Andskotinn er ekki par:
allt er að tarna á riði.
Hann i kvenna ástum er
áfjáðari en hrútur:
af ákaviti i hann fer
htta potta kútur.
ENN EIN
JoLABoK FRA HILMI
HILMISBÓK
ER VONDUÐ BOK
Hann i Njarðvik hefur bú,
hleður barna grúa:
unz af jörðu öll fer trú,
ætlar þar að búa.
Hans ég listir tamar tel,
trautt er karl óslyngur:
málar, reiknar, ritar vel,
rekur við og syngur.
Og fyrst við erum farin að
glugga i ljóðmælum Svein-
bjarnar, skulum við láta fleiri
stökur eftir hann fljóta með:
KONUKOSNING
Einn sér mey til ekta tók,
annar gerðist ragur;
hulinn er i herrans bók
hjónaskapar-dagur.
SKÁLDSKAPARDÓMUR
Þetta birtir bragarskort,
blóma skert og heldur þurrt,
það er stirt og illa ort,
ekki vert að láta burt.
HEILRÆÐI
Þegar hugann harmur sker
og hverfur sálar dugur,
borða og drekka bezt þá er;
batnar við það hugur.
skapar
öryggi
fyrir þig og þina
Frægur sigur vannst
í baráttunni við berklana.
Nú gefst hvers konar öryrkjum
kostur á að endurheimta
heilsu og orku með þjálfun og
störfum við hæfi á Reykjalundi og
Múlalundi. Enn þurfa margir
að bíða eftir vist og vinnu.
En uppbyggingin heldur áfram.
Með þinni aðstoð — þátttöku í
happdrætti SÍBS.
Happdrætti SÍBS
vinningur margra,
ávinningur allra.
49. TBL. VIKAN 93