Vikan


Vikan - 03.01.1974, Síða 3

Vikan - 03.01.1974, Síða 3
REYNIST HON AFTUR SANNSPA? Ekkert efni, sem Vikan birti á siðastliönu ári, vakti viðlika athygli og spádómur Völvu Vikunnar. 1 fyrstu virtist fáir hafa tekið eftir honum, en þegar smátt og smátt kom i ljós, að hver atburðurinn á fætur öðrum kom fram af þvi, sem hún spáði, var hún allt i einu komin i kastljósið. Völvan fæst ekki til að láta nafns sins getið og vill alls ekki gerast spá- kona, þótt hún virðist hafa augljósa hæfileika á þvi sviði. Vikunni tókst þó að fá hana til að spá fyrir árið 1974 og birtist spádómur hennar i miðopnu þessa blaðs. ÞAÐ SEM HON ÞORÐI EKKI AÐ SEGJA ,,Hvar byrjar blekkingin? Þegar ég var litil, skrökvaði ég að foreldrum minum, en á mjög sak- leysislegan hátt. Það voru aldrei alvarlegri lygar en t.d., að ég hefði skorað sigurmarkið i handbolta- leiknum, þó að ég heföi ekki gert það. Ég gerði þetta eingöngu til þess að þau gætu gortað af mér við ná- grannana”. Þannig hefst greinin um Sheilu, það \ sem hún þorði ekki að segja foreldrum sinum og hvernig hún hætti að treysta þeim og glataði trausti þeirra. HVERNIG SKYLDI ÞÉR GANGA Á ÞESSU ARI? Langar þig til að vita, hvernig þér vegnar á þvi herrans ári 1974, sem nú er nýgengið i garð? Ef svo er, þá skaltu gangast undir svolitið próf, sem er á blaðsiðu 6. Það er i spurningaformi og siðan eru gefin stig fyrir hvert svar. Að lokum fæst svo niður- staðan. Þetta próf er eingöngu gert til gamans, en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Ef þú vilt reyna, þá flettu upp á bls. 6. KÆRI LESANDI: ,,Ég gapti af undrun, þegar þessi ókunni maður ávarpaði mig svo ruddalega, þegar ég var að stytta mér leið frá Greystones til skiðaskálans Mér var vel ljóst, að þetla var enginn annar en Emory Ault, ráðsmaðurinn á Greystones — Þér hljótið að vera herra Ault, sagði ég. — Ég er að koma frá Greystone, herra McCabe var að sýna mér húsið. Ég heiti Linda Earle og ég á að vinna við gestamót- töku i skiðaskálanum. — Gestamóttöku? Það var háðshreimur i rödd hans. — Já. Herra Davidson leyfði mér að skoða mig um. Hann sagði mér að segja yður það, ef þér hefðuð eitthvað við það að athuga. Vanþóknun hans var mjög greinileg, og mér datt i hug, hvort ég myndi geta gert eitt- hvað til að milda skap hans...” Þetta er brot úr framhalds- sögunni „Hrævareldur”, sem hófst i siðasta blaði. Það fer vel á þvi að byrja nýja fram- haldssögu um áramót. Og auðvitað er hún spennandi frá upphafi til enda eins og fram- haldssögur eiga að vera. viKan BLS. GREINAR 6 Hvernig verður líf þitt á þessu ári? Ofurlítið próf til skemmtun- ar fyrir þá, sem vilja vita, hvernig þeim vegnar á nýbyrjuðu ári 10 ,,Það sem ég þori ekki að segja foreldrum mínum", sönn frásögn 26 Hún reyndist sannspá, sagt frá spádómi Völvunnar um áramótin i fyrra 30 Hvað geristá árinu 1974? Nýr spá- dómur eftir Völvu Vikunnar VIÐToL: 28 ,,Mér er illa við að nota þessa gáfu mína", stutt spjall við Völvu Vikunnar SÖGUR: 12 Með Karí á gamlárskvöld, smá- saga eftir Charles O' Donnel 16 Hrævareldur, ný og spennandi f ramhaldssaga. 8 Övenjulegur maður, framhalds- saga, 6. hluti, sögulok V MISLEGT: 32 3 M — músik með meiru 25 Handprjónuð jakkapeysa 23 Matreiðslubók Vikunnar 20 Eins og mjöll að morgni, mynda- syrpa 43 Lestrarhesturinn, litið blað fyrir börn 18 I fullri alvöru: Hvenær fáum við litsjónvarp? 14 Or dagbók læknis í annrikinu síðustu dagana fyrir jólin urðu leið mistök við umbrot á nýju framhaldssögunni, Hrævareldur í siðasta blaði. Niðurlag fyrsta hluta sögunnar er svo rækilega falið, að ekki er von að lesendur f inni það. Það byrjar aftan við greinina „Öll finn- um við stundum til ótta" í þriðja dálki ofarlega á bls. 39, heldur áfram á bls. 46 og 47 og endar siðan efst i fyrsta dálki á bls. 50. Biðjum við les- endur mikillega afsökunar á þessum ruglingi. VIKAN Otgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Bíaðamenn: Matt- hildur Edwald, Kristiji Halldórsdóttir og Trausti Ólafsson. Otlitsteikning. Þorbergur Kristinssoýi. Auglýsingastjórar: Sigríður Þorvaldsdóttir og Sigríðdr ólafsdóttir. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing, Síðu- múla 12. Símar: 35320 — 35323. Póst hólf 533. Verð í lausasölu kr. 100.00. Áskriftarverðer 1000.00 kr. fyrir 13 tölublöð ársf jórðungslega eða 1950.00 kr. fyrir 26 tölublöð hálfsárslega. Áskriftarverðið greiðist fyrirfram. Gjalddag- ar eru: nóvember, febrúar, maí og ágúst. 1. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.