Vikan - 03.01.1974, Blaðsíða 5
nema maöur klippi þá út. Ég timi
alls ekki að eyðileggja svona
gott( og dýrt) blað með slikri
skemmdarstarfsemi. Getið þið
alls ekki prentaö seðilinn sér, eirís
og t.d. auglýsingaseölana, sem
festir hafa verið í mitt blaðið hjá
ykkur öðru hverju undanfarið?
Með beztu kveðjum og von um
úrbætur.
Addý
Þvi miður, Addý, við gerum
okkar bezta til að velja seðlinum
þann stað, að efni blaðsins
skemmist sem minnst, þegar
hann er klipptur úr. Það yrði of
dýrt að prenta seðilinn sér, og þú
ert vist hlynnt þvi, að reynt sé að
haida verði biaðsins niðri, ekki
satt?
Langar til Noregs
Kæri Póstur!
Gerðu okkur nú einn stóran
greiða. Það er nefnilega þannig,
að okkur langar að la okkur vinnu
i Noregi næsta suinar og vantar
nafn og heimilisfang einhvers
dagblaðs þar. sem fer viða um
Noreg. Heldurðu, að þú getir
reddað okkur? Það væri ægilega
gott. Hvað lestu úr skriftinni?
Hvernig fara krabbinn (stelpa)
og tviburarnir istrákur) saman?
En bogmaðurinn (stelpa) og
meyjarmerkið (strákur)? En
ljónið (stelpa) og vogin (strák
ur)? Með fyrirfram þakklæti.
J. + V.
Aftenposten er t.d. útbreitt blað
i Noregi. Þiö getiö bara skrifað
Aftenposten, Oslo, Norge, og það
ratar á réttan stað. Annars teldi
ég skynsamlegt af ykkur aö snúa
ykkur til Norræna félagsins eða
norska scndiráðsins um fyrir-
greiðsiu I þessu máli. Skriftin
bendir til samvizkusemi. Engin
af þessum þrcmur pörum eiga
neitt glimrandi vel saman, en
ekkert fjarska illa heldur. Það
þarf setn sagt talsvert til að
skapa gott samband í öllum
tilfellum, en þess þarf náttúrlega
alltaf hvort eð cr.
Amma veit það
Kæri Póstur!
Eg er 15 ára og á við mikinn
vanda að striða. Þannig er mál
með vexti, að ég hafði samfarir
við strák fyrir mánuði og er nú
orðin ólétt. Ég þori ekki að segja
foreldrum minum frá þessu, en
amma veit það. Gefðu mér gott
ráð, elsku Póstur. Hvernig eiga
steingeit (stelpa) og sporðdreki
(strákur) saman? Ekki láta
bréfið i' ruslakörfuna, og það er
allt i lagi, að þú birtir nafnið, þvi
mamma les ekki Vikuna. Með
fyrirfram þökk.
Steingeit.
Það er óneitaniega tilbreyting
að fá einu sinni leyfi til að birta
rétt nafn undir bréfi i Póstinum.
Oftast eru bréfin skreytt marg
vislegum upphrópunum og
strengilegum fyrirmælum um að
láta þctta atriði . alls ekki
uppskátt. En i þessu tilfelli þigg
ég ekki boðið. Ekki veit ég til
hvaða ráðs þú ætlast hjá
Póstinum. Foreldrar þinir
komast að þcssu fyrr eða siðar,
en það er að öllu leyti betra fyrir
þig að segja þcim það sjálf. Ef
amma þin veit af þessu og skilur
vandræði þin, ætti hún aö geta
hjálpað þér. Og strákurinn, sem
þú varst með, veröur að sjálf-
sögðu að axla sina ábyrgð. Stein-
geit og sporödreki geta átt vel
saman.
Lin pilluna og ilen a
Elsku bezti Póstur!
Við erum hér nokkrar stelpur,
og okkur langar til að biðja þig
um að svara nokkrum
spurningum.
1. Hvernig lýsa hvitblæðingar
sér?
2. Er hættulegt að vera með
lekanda?
3. Hvað verður maður að vera
gamall til að fá selda pilluna?
4. Getur maður eyðilagt sig, ef
maður hefur samfarir við stráka
yngri en 15 ára?
5. Getur maður skemmt i sér
augun, ef maður sefur með hana?
6. Viltu birta fyrir okkur lagið
Gullið. flutt af Hljómum?
7. Hvernig eiga ljónið (stelpa) og
ljónið (strákur) saman? Og ljónið
(stelpa) og vogin (strákur)?
8. Hvað heldur þú, að ég sé gömul,
sem skrifa, og hvað lestu úr
skriftinni?
Bless, Þrjár i austri
1. Það er ekkert til, sem kallast
hvitblæðingar, en hvitblæði er
bióðsjúkdómur, sem kemur fram
við óeðlilega aukningu hvitu blóð-
kornanna.
2. Lekandi er óþægilegur sjúk-
dómur, og hann getur valdið
bólgu og igerö, sem kann að hafa
ófrjósemi i för með sér, Það á
skilyrðislaust að leita strax til
læknis, ef þessa sjúkdóms verður
vart.
3. Ég veit ekki til þess, að það
séu nein ákveðin aldursmörk, en
þið fáið ekki pilluna öðruvisi en
gegn resepti læknis.
4. Aldurinn skiptir nú ekki
meginmáli, heldur hitt, hvort þið
vitið, hvað þið eruö að gera og
hvernig hægt er að koma i veg
fyrir gctnað.
5. Hvaða hana? Þið verðið að
afsaka, ég skil ekki spurninguna.
6. Þvi miður, birting laga og
texta heyrir til algjörra undan-
tekninga.
0. Tvö Ijón eru álitin of
þvergirðingsleg til að lynda
saman, vogin er heppilegri
förunautur ljóns.
8. Þú ert svona á að gizka 14 ára
og svolítið kærulaus.
MIM
PRE\ll\
1. TBL. VIKAN 5