Vikan - 03.01.1974, Síða 11
Þaö sem ég þoröi
ekki aö segja
foreldrum mínwm
%
Foreldrar eru oftast álitnir hinir full-
komnu verndarar barna sinna, en hve
djúpstæð er ást þeirra, ef bömunum tekst
ekki að verða þær afbragðsverur, sem
þau áttu að verða. Hér á eftir segir Sheila
frá þvi, hvemig hún hætti að treysta for-
eldrum sinum og glataði trausti þeirra.
Hvar byrjar blekkingin? Þegar
ég var litil, skrökvaði ég að for-
eldrum minum en á mjög sak-
lgysislegan hátt. Það voru aldrei
alvarlegri lygar en til dæmis, að
ég heföi skorað sigurmarkið i
handboltaleiknum. Þó að ég hefði
ekki gert það. Og það gerði ég
einvörðungu til þess að þau gort-
uöu af mér við nágrannana, tii
þess að geðjast þeim.
En yfirveguð blekking er allt
annars eðlis. Ég held, að ég hafi
byrjað að blekkja foreldra mina
vitandi vits, þegar ég og nokkrar
vinkonur minar settumst inn á
kaffistofu eftir skóla og döðruðum
við stráka, sem voru þar fyrir, en
ég sagði þeim, að við hefðum ver-
iö að umskrifa leikrit. Blekking-
unum lauk með þvi að ég svaf
hjá Alec, þegar ég var fimmtán
ára og varð ófrisk eftir Simon,
þegar ég var sautján ára.
Ég hef aldrei fundið til sektar-
kenndar eða skammast min fyrir
ástarævintýri min. Þau byggöust
á djúpstæðu og raunverulegu til-
finningasambandi og mér fannst
ástasamband vera eðlilegur og
sjálfsagður máti til þess að sýna
tilfinningar minar.
En mér leið hræðilega illa
vegna þess að ég blekkti foreidra
mina.
A laugardagsmorgnum hitti ég
kunningjana á kaffistofunni og
seinna um daginn hittum við
Tony bróður minn á kránni. Hann
var átján ára og við vorum ágætir
vinir. Gagnstætt flestum bræðr-
um þótti honum gaman að þvi, að
ég bættist i krakkahópinn, sem
hann umgekkst. Ég var fjórtán
ára, en ég var-stór eftir aldri og
vel þroskuð, svo að ég leit út fyrir
að vera sextán ára.
Ég hitti Alec fyrst á kránni.
Hann sagði mér, að hann væri að
taka A-próf i gagnfræðaskólanum
og ætti heima i þvi, sem mamma
kallaði með öfundartóni „betri
hluta bæjarins”.
Við Alec uppgötvuöum fljótt, að
við höfðum svipuð áhugamál:
listir, popptónlist og ferðalög.
Hann var trekar ieiminn strákur
með ljóst hár, sem náði niöur á
axlir og hann hafði langa hand-
leggi og fætur, sem gerðu þaö að
verkum að hann virtist svolitið
klunnalegur i göngulagi. Áður en
við skildum fyrsta laugardaginn,
sem við hittumst, bauö hann mér
i partý um kvöldið og við ákváö-
um aö hittast i kránni klukkan
átta. Á leiðinni heim sagöi Tony
svolitið við mig, sem átti eftir aö
hafa mikil áhrif á mig. Ég haföi
alltaf getað sagt honum allt, sem
mér fannst ég ekki geta játað
fyrir neinum öðrum. Ég spurði
hann, hvort hann færi i sama
partý og ég um kvöldiö og hann
dró aðeins við sig svarið.
„Nei”, sagði hann loksins og
svo bætti hann hugsandi við.
„Sheila, upp frá þessu liggja leið-
ir okkar sin i hvora áttina. Þú átt
þfna vini og ég á mfna. Enga til-
finningasemi, þvi að svona verö-
ur þetta að vera. Allt i lagi?”
Ég kinkaði kolli, þó að ég væri
særð. Það var eins og ég stæöi
ekki lengur traustum fótum. Ég
hugsa, aö það hafi verib þess
vegna, sem ég varö eins háð Alec
og raun varð á.
Viö bjuggum fáeinum milum
utan við Coventry og mér fannst
allir i hverfinu eyða ævinni i að
láta húsið sitt og garðinn lita svo-
litið betur út en húsið ög garðinn
viö hliöina.
Foreldrar minir voru ekkert
frábrugðnir nágrönnunum.
Mamma var mjög stolt af húsinu
og heimilinu og hún var áskrif-
andi að fjölda timarita til þess að
geta fylgzt með nýjustu tizku i
húshaldi og garðyrkju. Pabbi var
ekki eins áfjáður i smámuni, en
þegar ég átti i útistöðum við
mömmu, stóð hann alltaf með
henni.
Við borðuðum i seinna lagi
þennan laugardag. A meðan við
mamma vorúm að þvo upp, sagð-
ist ég þurfa aö þvo mér hárið fyrir
partý, sem mér væri boðiö i um
kvöldiö. Mamma vildi fá að vita,
hvar það yrði og ég varð aö játa
að ég vissi það ekki. „Það er
ekki nógu gott, Sheila”, sagöi
hún. „Þú erf ekki orðin fimmtán
ára og ég hef heyrt ýmsu fleygt
um þessi unglingapartý. Verða
húsráöendur heima?” Ég henti
frá mér diskaþurrkunni.
„Guð minn góður!” hrópaði ég
upp yfir mig. „Allt þetta raus út
af þvl að ég ætla að hitta kunn-
ingja mina og spila plötur og
dansa. Þú ætlast þó ekki til þess
að ég sitji hjá þör og pabba á
laugardagskvöldi og glápi á
imbakassann?”
„Þvi geturðu ekki komið með
kunningja þina hingað?”
„Af þvi að þið fettið fingur út i
þá”, sagöi ég, „Þið þykist vera
vingjarnleg við þá, en þegar þeir
fara, rifið þið þá i ykkur”.
„Er það? Ég hef aldrei þurft að
skammast min eins og þegar þau
komu siðast og hentust hérna
fram og aftur á stéttinni i trosn-
uðum gallabuxum með háriö
flaksandi niöur á mitt bak. Hvaö
helduröu að nágrannarnir hafi
haldið?”
„Það er allt sem þú-hugsar um
— hvað nágrannarnir segi. Þaö
skiptir ekki máli, hvernig fólk lit-
ur út. Það sem máli skiptir er
hvernig fólk ER. Þú kærir þig
aldrei um að fá að vita það. Þig
langar aldrei til þess að heyra
skoðanir annarra, þú hlustar ekki
á hvaða viöhorf aörir hafa til
málanna og svo bætirðu gráu ofan
á svart með þvi að segja: Hérna
hlustum við á tónlistina, ef við
notum grammófóninn. Þú ert
vonlaus!”
Ég þaut upp stigann, fleygöi
mér út af i rúmiö og grét. Það
virðist barnalegt og gömul tugga,
þegar það er skrifað á blað, þvi að
það hefur verið skrifað svo oft áð-
ur. Kynslóðabilið og skortur á
hæfileika til að skapa tengsl viö
aðra. En þó að það hafi verið
skrifað oft, þýöir þaö ekki aö'það
sé ekki satt.
Hvers vegna grét ég þá? Vegna
þess að innst inni elska ég for-
eldra mina og langaði til aö geðj-
Framhald á bls.39
10 VIKAN l.TBL.
1. TBL. VIKAN 11