Vikan


Vikan - 03.01.1974, Side 22

Vikan - 03.01.1974, Side 22
iQrTHiduvdl Úrvalsvörurnar frá Marks & Spencer fást í Gefjun Austurstræti, Domus Laugavegi 91. og hjá kaupfélögum um land allt. Fatnaöur á alla fjölskylduna. Vörurnar, sem eru þekktar og rómaöar um víöa veröld. Framleiddar undir strangasta gæðaeftirliti. (*í ( Samband ísl. samvinnufélaga Tl INNFLUTNINGSDEILD | óvenjulegur maður Framhald af bls. 9 hvernig hún átti að nota það. Ekkert þess'u likt hafði komið fyrirhana á öllum hennar ferðum um landareign Widgerie. Hún hafði líka skóflu, svo henni datt I hug að moka frá hjólunum, reyna svo tjakkinn og koma mottunum fyrir, þá gat verið að henni tækist að ná bilnum upp úr sandinum. Það var frekar svalt og hún gat skýlt sér fyrir sólinni bak við bflinn, en þetta var ógurlegt erfiði, því að sandurinn rann stöðugt aftur niður i skófluförin um leið og hún mokaði. Um kvöldið var hún búin að ná einu hjólinu upp. Sólin var að setjast og bráðum yrði aldimmt. Hún varð þvi að hafa hraðann á, að undirbúa sig undir nóttina. Hún fann að kuldinn var að setjast að henni, svo hún tíndi sprek og viðarbúta, sem voru þarna i kring, og kveikti bál. Hún hafði ekkert flát, til að sjóða vatn og ekkert te, og hún öfundaði manninn, sem hafði verið svo heppinn að hafa bjórdós. Hún hafði aðeins kalt vatn og einhverjar matarleyfar. Það var ekki glæislegt og hún hugleiddi hvernig fara myndi fyrir henni, ef enginn kæmi henni til bjargar, áður en vatnið þryti. Hún vissi að hún gat verið matarlaus, en án vatns væri hún illa stæð. Það var að visu vetur, svo hún þurfti ekki að óttast hitann. Hópur af páfagaukum settist að i tré uppi á hæðinni og það var tilbreyting i þvi að heyra þá masa saman, þangað til þeir tóku á sig náðir i myrkrinu. Napur vindur blés af háslétt- unni og feykti glæðunum frá eldinum. Hún reyndi að vefja treyjukráganum að hálsinum. Hún hafði engan svefnpoka, svo hún sá að hún yrði að setjast að i bilnum. Hún dró hliðarblæjurnar niður og bjó sig undir langa vökunótt. En hún sofnaði, og svaf órólega, vegna þess að hún stirnaði svo fljótt og þá vaknaði hún skjálf- andi af kulda. Hún kveikti á mælaborðinu og sá að klukkan var orðin tólf og þá vissi hún, að hún átti það erfiðasta eftir: kuldann i morgunsárið. Það gat orðið henni hættulegt. Hún opnaði bildyrnar og steig út. Hún ætlaði að ganga um stundarkorn, til að koma blóðinu á hreyfingu. Kannski væri réttast að reyna aftur að kveikja eld. En ámátleg væl i fjarska kom henni til að flýta sér aftur upp i bilinn og hún skellti harkalega á eftir sér bilhurðinni, til að vekja hávaða. Henni datt i hug, að þetta gætu verið einhverjir misyndismenn, sem liktu eftir dýrum, áður en þeir gengju til atlögu. Hún var með ákafan hjartslátt og i skuggunum fannst henni hún sjá einhverja hreyfingu, skuggalegar verur, sem væru að læðast að henni. Hún fann hvernig taugar hennar voru þandar og hún starði út i myrkrið, þorði varla að draga andann. Stór villihundú'r bar við himin uppi á barðinu. Hún vissi að þetta vaf sérstök tegund, sem kölluð var dingo, og hélt til viða i auðnum Astraliu. Þetta voru grimm kvikindi, en lögðust samt sjaldan á annað en sauðfé. Hún sá rétt móta fyrir honum, en sá samt að hann reisti hausinn og rak upp þetta ámátlega væl. 1 þetta sinn var honum svarað og hún sá óljóst annan skugga bera við himinn. Þetta var greinilega makinn, kvendýrið, þvi að henni sýndist þetta vera minna dýr. Mia hafði ajdrei séð þessa hunda, en hún vissi hve grimmir þeir voru. Það hafði verið lagt fé til höfuðs þeim, og Mia óskaði þess innilega, að hún hefði byssu meðferðis. Þeir voru gott skot- mark þvi að það var svo litil skima frá stjörnubjörtum himn- inum. Hún gleymdi um hrið óþægindum sinum og fór að virða fyrir sér leik dýranna. Þau læddust niður i árfarveginn, greinilega forvitin, við að sjá þetta annarlega fyrirbæri á þessum stað. Þefskyn þeirra hafði að sjálfsögðu gefið þeim bendingu um nærveru mannsins, höfuðóvinarins og þau voru greinilega vel á verði við minnstu hreyfingu. Eftir að hún hafði lokið við sinn rýra kvöldverð, éafði hún fleygt umbúðunum og það var greini- lega það sem dýrin höfðu áhuga á vegna matarlyktarinnar. Karl- dýrið var frakkara og tók að sleikja umbúðirnar. En þegar skrjáfaði í þeim, flýði hann i ofvæni, en beið samt til að hlusta nánar. Þegar ekkert hljóð heyrðist, fékk hann aftur kjarkinn og læddist aftur á staðinn. Þegar dýrin fundu ekki neitt frekar ætilegt, fóru þau að leika sér, þutu um, án þess að gera nokkurn hávaða, liðug og þokka- full. Þau eru undur falleg, hugsaði Mia og skammaðist sin fyrir að hún hefði ekki hugsað um neitt annað, en að geta fyrirfarið þeim. En svo stóð tikin allt i einu graf- kyrr. Hundurinn fór þá að sleikja hana bliðlega og hver hreyfing hans var atlot og það var ljóst að hún kunni þvi vej. Jafnvel þessi villidýr, grimm og miskunnarlaus, voru svona blfð hvort við annað, hugsaði Mia svolitið löngunarfull. Hversvegna erum við mennirnir þá svona klaufaleg og ónærgætin? A morgun myndu kannski veiði- menn mola á þeim hausana, en i nótt áttu þau sinar unaðsstundir undir stjörnubjörtum himni- og Mia hugsaði með sér hve margir af mannfólkinu, sem ógnuðu þeim, ættu hlutdeild I slíkum fögnuðu. Hún kom óvart við bilflautuna og hljóðið var skerandi i nætur- kyrrðinni. Dýrin þutu auðvitað strax f burtu og hún vissi, að þau myndu ekki koma aftur. Vindinn hafði lægt og hrollurinn hvarf henni um hrið og hún gat blundað. Hún svaf þar til hávaða- samt masið 1 páfagaukunum vakti hana og hún sá, að kominn var morgunn. Hún var hálf rugluð, vissi i fyrstu ekki hvar hun var, en það stóð ekki lengi. Henni varð fljót- lega ljóst ástand sitt og óttinn læsti sig aftur um hana. En óttinn hvarf samt fljótlega og raunsæi hennar kom Jienni til að horfast i augu við vandræðin og reyna að finna einhver ráð. Hún drakk svolitið vatn og fór svo út til að» tjakka upp annað hjól. Það reyndist erfiðara en það fyrra, tjakkurinn slapp alltaf. í hvert sinn, sem henni tókst að hækka hjólið, rann það af og dýpra niður I sandinn. Hún yar gráti nær, en reyndi samt aftur og aftur. En að lokum tókst henni að koma mott- unni undir hjólið og hún var sigri hrósandi. Liklega hefur hún komið óvart við tjakkinn, eða ‘Framhald á bls. 34 22 VIKAN 1. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.